Skessuhorn


Skessuhorn - 12.01.2022, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 12.01.2022, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 202214 Síðastliðinn föstudag átti Grunn- skóli Grundarfjarðar 60 ára af- mæli, en það var 6. janúar árið 1962 sem nýtt húsnæði Barnaskóla Graf- arness „á holtinu“ var vígt. Kennsla hófst svo tveimur dögum síðar. Á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar er tímamótanna minnst og þar er hægt að finna skemmtilegt safn mynda Bæringsstofu um byggingartíma skólahússins og skólastarfið fyrstu árin. Aðstæður nú bjóða ekki upp á mannfagnað á afmælisdegin- um; „en í tilefni afmælisins mun öll þessi önn (sem vonandi verður fljótlega laus við takmarkanir) taka mið af afmælinu í þemastarfi skól- ans,“ segir í frétt á vef Grundar- fjarðarbæjar. „Þegar færi gefst á næstu mánuðum verður íbúum og öðrum velunnurum skólans boðið til samkomu til að fagna afmælinu.“ Þar kemur einnig fram að í dag getur skólinn flaggað Grænfánan- um í annað skiptið. Starfsfólk hefur unnið að undirbúningi grænfánatil- nefningar og fékk svonefnd úrbóta- áætlun (verkefnisáætlun) skólans staðfestingu á afmælisdaginn. Vígt á þrettándanum Í samantekt sem Gunnar Krist- jánsson, fyrrverandi skólastjóri, tók saman árið 2002 þegar skólinn var 40 ára, sagði m.a: „Skólahúsnæðið í Samkomuhús- inu sem byrjað var að kenna í haustið 1944 varð fljótlega of lítið vegna örr- ar fólksfjölgunar í Grafarnesi. Í gegn- um tíðina hafa það verið örlög skóla- bygginga á staðnum að vera þegar orðnar of litlar þegar þær eru teknar í notkun. Smíði nýs skólahúsnæðis var reifuð við fræðslumálayfirvöld árið 1956 enda orðið aðkallandi að hús sem eingöngu væri notað sem skóli risi í hinu ört vaxandi byggðarlagi.“ Þá segir í upprifjun Gunnars: „Haustið 1959 var síðan hafin smíði nýs barnaskóla þar sem honum hafði verið valinn staður á holtinu efst við Borgarbraut. Fullbyggt var hið nýja skólahúsnæði, ofan við Sjónarhól, vígt formlega á þrettándanum hinn 6. janúar 1962. Arkitekt var Guðmund- ur Guðjónsson. Yfirsmiður skóla- byggingar var Björn Guðmundsson. Sigurberg Árnason trésmíðameistari og síðar byggingafulltrúi í Grundar- firði var nemi á fyrsta ári í trésmíðum þegar skólinn var í byggingu og man eftir því að hann vann við að smíða innréttingarnar í skólann á verkstæði Björns sem staðsett var í Hlöðunni hennar Kristínar frá Búðum en hún mun hafa verið vestan við vélsmiðju Bærings eða Smiðjunnar sem svo er enn kölluð og hýsir í dag (2002) bókasafn, fjarnám og Slökkvistöð ásamt áhaldahúsi sveitarfélagsins.“ Húsnæði grunnskólans hefur tví- vegis verið stækkað frá byggingu hans 1962, þ.e. árin 1975-1978 og 1998-2000, auk þess sem sundlaug var tekin í notkun haustið 1976 og voru þá 190 börn í skólasundi. Laugin var svo endurbætt 2009. Íþróttahús var síðan vígt og tekið í notkun haustið 1989. Á heimasíðu Grundarfjarðarbæj- ar eru nú í birtingu myndir úr ljós- myndasafni Bærings Cecilssonar m.a. af skólabyggingunni og skóla- starfi á holtinu á fyrstu skólaárunum. mm/ Ljósm. Bæring Cecilsson Grunnskólinn í Grundarfirði er 60 ára Tómas Freyr Kristjánsson fréttaritari Skessuhorns kíkti í heimsókn í gamla skólann sinn á föstudaginn og fangaði stemninguna hjá börnunum. Viktoría sýnir ljósmyndara forláta perlufesti sem hún er að búa til. Það var kátt á hjalla hjá þessum nemendum í 2. bekk. Nemendur í 4. og 5. bekk voru hressir er ljósmyndari leit við hjá þeim. Daði Freyr í 1. bekk var ánægður með lífið og tilveruna. Nemendur í .3 bekk rétt gáfu sér tíma til að líta upp úr bókunum. Það var fjör í tíma hjá 7. bekk. Sebastian og Dominik voru uppteknir er fréttaritari leit við hjá þeim. Nemendur elsta stigs voru önnum kafnir í skotbolta í íþróttahúsinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.