Skessuhorn


Skessuhorn - 12.01.2022, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 12.01.2022, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 20224 Það var kostulegt að fylgjast með rafrænum fjölmiðlum á þrettándanum, fimmtudaginn 6. janúar síðastliðinn. Stundin byrjaði þá að birta frétt um lands- þekktan mann úr viðskiptalífinu sem brotið hafði gegn ungri konu. Sögunni fylgdi að fleiri væru undir sömu sök seldir. Nöfn þeirra plompuðu svo upp eitt af öðru eftir því sem á daginn leið, bæði í Stundinni og öðrum miðlum. Um kvöldmatarleytið var heildarmyndin orðin landsmönnum býsna ljós. Ég nenni ekki að fara út í atburðarásina í smáatriðum. Það gerðu aðrir þennan örlaga- ríka dag. Eftir þetta ætti hins vegar öllum að vera ljóst að þolinmæði gagnvart þeim sem ganga gróflega á rétt kvenna, misbjóða eða beita einhverri birtingar- mynd ofbeldis, er ekki lengur til staðar. Kynferðislegar athafnir karla, gegn vilja kvenna, fá einfaldlega engan hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Þökk sé #Metoo byltingunni sem hófst fyrir innan við fimm árum. Engin þolinmæði er lengur gagnvart perrum, dónum eða þeim sem telja að í skjóli stöðu, valds eða líkam- legra yfirburða í lagi að níðast á öðrum. Sú tíð er einfaldlega liðin og kemur vonandi aldrei aftur. Þá skiptir heldur engu máli hvort menn telji sig hafa ver- ið „mikils metna“, svo sem í starfi forstjóra, fjárfesta, líkamsræktar mógúla eða fjölmiðlamanna. Þeir ættu að vita betur, til dæmis í ljósi þess hvernig samfélagið hefur fordæmt kynbræður þeirra úr röðum knattspyrnumanna, tónlistarmanna, þingmanna eða annarra hópa samfélagsins. Þrátt fyrir að almenningur hafi ekki sýnt gerendum í þessu tiltekna máli mikla vorkunn, voru þó ýmsir til þess engu að síður. Mikil umræða fór í gang um hvað „Like“ tákn þýddi þegar fólk merkti við færslur á samfélagsmiðlum. Vinir og samferðamenn vildu sýna meintum gerendum væntumþykju með því ýmist að skella í eitt hjarta eða „Like“ merkja við færslu þar sem reynt var að klóra í bakkann. Nú er ég langt frá því að vera sleipur í ensku, en er þó alveg handviss um að með því að nota „Like“ er fólk að láta sér vel líka innihald færsl- unnar, taka undir með viðkomandi. En vissulega getur það verið túlkunaratriði ef marka má pólitíska umræðu í kjölfarið. Sýnir engu að síður að dómgreindar- brestur á samfélagsmiðlum hefur afleiðingar, enda eru samfélagsmiðlar fjöl- miðlar, þótt ekki hafi allir viðurkennt það. Það sem hins vegar varpar skugga á þetta mál er að mínu viti sú staðreynd að stjórnir og eigendur þeirra fyrirtækja sem umræddir gerendur voru spyrt- ir við, höfðu í nokkra mánuði þekkt til málsins. Allar létu þessar stjórnir hins vegar freistast til að gera ekki neitt þótt þeim væri málið kunnugt. Biðu þess, og líklega hafa vonað, að málið kæmist ekki upp á yfirborðið með þeim hætti sem það loks gerði. Það myndi því gleymast og umræddir gerendur gætu því haldið áfram störfum eins og ekkert hefði í skorist og væntanlega hagað sér eins. Þarna endurspeglaðist gerendameðvirkni af verstu sort. Engu skipti þótt í stjórnum þeirra fyrirtækja sem í hlut áttu sætu konur. Þær reyndust jafn meðvirkar og karlarnir, rétt eins og ráðherrann sem lækaði færslu vinar síns þrátt fyrir að hafa gagnrýnt embættismann fyrir nákvæmlega sama hlutinn. Í ljósi þessa dreg ég þá ályktun að #Metoo byltingin hafi rist dýpra í huga hins almenna borgara hér á landi en þeirra sem telja sig vera á hærri stalli, til dæmis vegna stöðu sinnar, valda, áhrifa eða eigna. Vissulega hafa slíkir úr hærri söðli að detta þegar á móti blæs og kann það að skýra hærri siðferðisþröskuld í einhverjum tilfellum. Verkefni næstu daga, vikna og missera verður einmitt að koma því skýrt á framfæri við alla hlutaðeigandi hvað telst eðlileg hegðun og hvað verður ekki liðið. Að því leyti var liðin vika á margan hátt lærdómsrík. Hún færði hinum almenna landsmanni heim sönnur fyrir því að við höfum náð árangri. Árangri sem siðmenntuð þjóð í baráttunni við hegðun hóps fólks sem telur sig geta sett eigin reglur þegar kemur að samskiptum við aðra. Vonandi skilja menn betur hvað er í lagi og hvað ekki, hvort sem menn eru fjárfestar, for- stjórar, fjölmiðlungar, eða bara einhverjir Jónar úti í bæ. Magnús Magnússon Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Fjárfestar, forstjórar eða fjölmiðlungar Á fiskveiðiárinu 2021/2022 er al- mennum byggðakvóta úthlutað til 50 byggðarlaga í 29 sveitarfélögum. Þar af eru sex byggðarlög á Vest- urlandi sem fá úthlutað byggða- kvóta, alls 282 þorskígildistonn- um. Þrjú byggðarlög í landinu fá 300 þorskígildistonna hámarksút- hlutun á fiskveiðiárinu 2021/2022 og sextán byggðarlög fá 15 þorsk- ígildistonna lágmarksúthlutun. Hér á Vesturlandi er mestu úthlutað til Grundarfjarðar þangað sem 140 þorskígildistonn fara. Stykkishólmi er úthlutað 70 tonnum og Ólafs- vík 27 tonnum. Fimmtán tonnum er úthlutað til hafna á Hellissandi, í Rifi og Arnarstapa. Úthlutun byggðakvóta byggir á þeim reglum sem fram koma í reglugerð um úthlutun byggða- kvóta til byggðarlaga á fiskveiðiár- inu 2021/2022, og upplýsingum frá Fiskistofu um samdrátt í botnfisk- afla, botnfiskaflamarki og vinnslu botnfisks annars vegar og samdrætti í rækju- og skelvinnslu hins vegar frá fiskveiðiárinu 2011/2012 til fisk- veiðiársins 2021/2022. Á heildina litið verða óverulegar breytingar á því magni í þorsk ígildistonnum sem einstök byggðarlög fá úthlut- að. Þó eru það alls átta byggðar- lög þar sem úthlutun dregst saman milli ára sem skýrist einkum af samdrætti í heildarúthlutun milli ára. Samdráttur í heildarúthlutun frá fiskveiðiárinu 2020/2021 nemur 179 þorskígildistonnum. mm Ekkert tjón af völdum hvassviðris var skráð í dagbók Lögreglunnar á Vesturlandi að kvöldi miðvikudags og aðfaranótt fimmtudags í liðinni viku. Miðað við veðurspá slapp landshlutinn því afar vel frá þessari djúpu lægð sem teygði anga sína inn á landið. Samkvæmt sjálfvirk- um vindhraðamælum varð mest rok á veginum við Hafnarfjall, en þar sló vindur upp í 57,3 m/sek í hviðu laust fyrir klukkan eitt um nóttina. Á Fróðárheiði fór vindur einu sinni upp í 40 m/sek og á Kjalarnesi mest í 34,6 m/sek. Lægðin olli því minni usla en búist hafði verið við, en m.a. voru björgunarsveitir í viðbragðs- stöðu vegna veðurspárinnar. Fjöldi útkallsbeiðna barst hins vegar björgunarsveitum og lög- reglu á Suðurnesjum, Vestmanna- eyjum og höfuðborgarsvæðinu og sinntu björgunarsveitir þar um hundrað útköllum vegna óveðurs, samkvæmt tilkynningu frá Lands- björgu. Rafmagnsbilun varð klukk- an 3 um nóttina í Saurbæ í Döl- um, á Fellsströnd og Skarðsströnd. Samkvæmt vef Rarik lauk viðgerð klukkan 07:17 um morguninn. mm Sjómennirnir á beitningarvélar- bátnum Huldu GK 17 voru í óða önn að landa afla dagsins, 11 tonn- um á þriðjudagskvöldið í liðinni viku, þegar meðfylgjandi mynd var tekin. Emanúel Magnússon skip- stjóri sagði veðurspá slæma fyrir dagana sem í hönd færi og því væri ekkert annað að gera en að halda sig í landi. Bátar frá Snæfellsnesi höfðu þegar þetta var verið að komast á fullt aftur eftir áramótin og var afli þeirra sem róið höfðu fyrstu daga ársins mjög góður í öll veiðarfæri. En einhverjir bátar voru ekki byrj- aðir að róa út af Covid-19 sem hef- ur herjað víða og meðal annars í Snæfellsbæ. af Slökkvilið Borgarbyggðar fór síð- degis á fimmtudaginn í lítið útkall. Reyk lagði frá mannlausum jeppl- ing sem lagt var framan við Borg- arbraut 61 í Borgarnesi. Eldur var ekki laus í bílnum en einhvers kon- ar samleiðsla hafði orðið. Slökkvi- lið aftengdi rafgeymi og beitti hita- myndavél til að útiloka að glæður leyndust í bílnum. glh Byggðakvóta úthlutað Mest fær Grundarfjarðarbær í sinn hlut af byggðakjörnum á Vesturlandi, eða helming þess sem úthlutað er til hafna í landshlutanum. Emanúel Magnússon skipstjóri með vænan þorsk. Landað fyrir storminn stóra Engin óveðursútköll vegna lægðar Um hundrað óveðursútköll bárust á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Þessi mynd er úr höfuðborginni. Ljósm. Landsbjörg. Rauk úr bíl

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.