Skessuhorn - 12.01.2022, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 20226
Framlengja
gildandi sótt-
varnareglur
LANDIÐ: Willum Þór
Þórsson heilbrigðisráð-
herra kynnti í hádeginu í gær
ákvörðun sína um að fram-
lengja gildandi sóttvarna-
ráðstafanir um þrjár vik-
ur. Ráðherra segir að næstu
dagar séu mikilvægir og vel
verði fylgst með þróun mála.
Í framhaldi af því verð-
ur metið hvort grípa þurfi
til frekari ráðstafana. Will-
um Þór sagði í hádegisfrétt-
um RÚV í gær að einnig
yrði gengið frá reglugerð um
starfsemi skólanna. Henni
mun svipa til þeirra tak-
markana sem eru almennt í
gildi. -mm
Bólusetning
barna að hefjast
LANDIÐ: Sóttvarnalæknir
hefur ákveðið að foreldrum
barna 5-11 ára verði boð-
ið að láta bólusetja börn sín
gegn Covid-19. Upplýsingar
um bólusetningar barna eru
m.a. að finna á vefsíðum
heilbrigðisstofnana. Á vef
Heilbrigðisstofnunar Vest-
urlands segir að unnið sé að
fyrirkomulagi á bólusetning-
um barna 5-11 ára í lands-
hlutanum, en bólusett verð-
ur á öllum starfsstöðvum
HVE og hefst þessi vinna í
dag samkvæmt heimildum
Skessuhorns. Foreldrar hafa
fengið tilkynningu í gegnum
skólahjúkrunarfræðing um
skipulag á hverri starfsstöð.
Á mánudaginn var byrjað að
bólusetja börn í Reykjavík
og er það gert í Laugardals-
höll. „Bólusetning er alltaf
val. Þau sem fara með for-
sjá barns og deila með því
lögheimili þurfa að taka af-
stöðu til bólusetningar barns
á skráningarsíðunni skran-
ing.covid.is. Þar er hægt að;
skrá barn sitt í bólusetningu,
skrá aðra aðila sem heimilt
er að fylgja barninu í bólu-
setningu eða hafna/bíða með
bólusetningu,“ segir í til-
kynningu frá heilbrigðis-
ráðuneytinu. -mm
Dópaður
á öfugum
vegarhelmingi
HVALFJ.SVEIT: Síðasta
föstudag rétt fyrir hádeg-
ið var hringt í Neyðarlínuna
og tilkynnt um bíl á öfug-
um vegarhelmingi á Vest-
urlandsvegi við Hafnarfjall.
Ökumaður var næstum því
farinn framan á flutninga-
bifreið að sögn vitna og var
bíllinn fljótlega stöðvaður
af lögreglu. Ökumaður var
handtekinn grunaður um
akstur undir áhrifum lyfja
og fíkniefna og vörslu fíkni-
efna. Maðurinn var fluttur á
lögreglustöðina í Borgarnesi
þar sem mál hans fór í hefð-
bundið ferli. -vaks
Margir í sóttkví
eða einangrun
VESTURLAND: Í gær voru
2,8% íbúa á Vesturlandi ým-
ist í sóttkví eða einangrun vegna
Covid-19. Þremur færri eru í
einangrun en deginum áður, eða
213. Að auki voru 223 í sóttkví.
Í gær voru flestir í einangrun á
starfssvæði heilsugæslustöðv-
ar HVE í Borgarnesi. Þar hafði
veiran m.a. stungið sér niður á
vakt lögreglu, á hjúkrunarheimil-
inu og í grunnskólanum. 80 voru
þar í einangrun og 94 í sóttkví. Á
Akranesi voru 74 í einangrun og
67 í sóttkví; í Ólafsvík 22 í ein-
angrun og 36 í sóttkví; Í Dölum
13 í einangrun og tveir í sóttkví,
Í Stykkishólmi 13 í einangrun og
sjö í sóttkví og loks í Grundar-
firði ellefu í einangrun og 17 í
sóttkví. -mm
Jarðskjálfti suðvest-
an við Húsafell
BORGARFJ: Síðustu sólar-
hringa hefur nokkur jarðskjálfta-
virkni verið suðvestur af Húsafelli.
Klukkan 9:14 í gærmorgun mæld-
ist jarðskjálfti 3,1 að stærð um 18
km suðvestur af Húsafelli, vestan
við Ok, og fannst skjálftinn vel á
Húsafelli. Í samtali við RÚV segir
Salóme Jórunn Bernharðsdóttir,
náttúruvársérfræðingur hjá Veð-
urstofu Íslands, að ekki sé hætta
á eldgosi á þessu svæði. Hún seg-
ir að þetta sé að öllum líkind-
um einungis skorpuhreyfingar.
Þá segir Salóme að búast megi
við jarðskjálftavirkni þarna áfram
næstu daga en að hún búist ekki
við að skjálftarnir verði stærri en
þessi í gær. -arg
Á flóði síðastliðinn fimmtudag
höfðu menn gert ráð fyrir að gefið
gæti yfir í höfnum í kjölfar lægðar-
innar sem kom upp að landinu. Bát-
ar voru því vel bundnir og sums-
staðar höfðu þeir verið teknir upp. Í
höfninni á Arnarstapa voru þannig
engir bátar, en þar gekk sjór upp
á bryggjuna og færði til karasam-
stæðu. Í Akraneshöfn var sömuleið-
is há sjávarstaða, en ekkert tjón
enda stormurinn genginn niður
þegar háflóð var. Við Ólafsvík gekk
sjór yfir þjóðveginn. Þar varð um
morguninn óhapp þegar bíll, sem
ekið var eftir veginum, skrikaði til
í vatnselg á veginum og lenti utan
í grjótgarði. Bíllinn er skemmdur
en ökumann sakaði ekki. Meðfylgj-
andi myndir voru teknar nú þá um
morguninn. mm
Byggðarráð Borgarbyggðar hefur
samþykkt afslátt af fasteignaskatti
vegna tekna elli- og örorkulífeyr-
isþega, sem eiga lögheimili í Borg-
arbyggð og búa í eigin húsnæði.
Hjá hjónum og sambýlisfólki ræð-
ur aldur þess er fyrr verður 67 ára
hvort veittur er afsláttur. Afsláttur
ræðst af tekjum undanfarins árs og
er reiknaður til bráðabirgða við
álagningu út frá öllum skattskyld-
um tekjum einstaklings eða hjóna/
sambúðarfólks, þ.m.t. eigna- og
fjármagnstekjum samkvæmt síð-
asta skattframtali, en þegar stað-
fest skattframtal liggur fyrir vegna
tekna síðasta árs er afsláttur endur-
skoðaður og leiðréttur. Tekjumörk
eru ákveðin af byggðarráði í des-
ember á hverju ári og eru nú:
Fyrir einstaklinga,
(tekjur á árinu 2021):
• með tekjur allt að kr. 4.022.000
er veittur 100% afsláttur
• með tekjur á bilinu kr.
4.022.001 – 4.657.000 er
veittur 75% afsláttur
• með tekjur á bilinu kr.
4.657.001 – 5.285.000 er
veittur 50% afsláttur
Fyrir hjón (tekjur á árinu 2021):
• með tekjur allt að kr. 6.652.000
er veittur 100% afsláttur
• með tekjur á bilinu kr.
6.652.001 – 7.437.000 er
veittur 75% afsláttur
• með tekjur á bilinu kr.
7.437.001 - 8.226.000 er
veittur 50% afsláttur.
mm
Samþykkja afslátt eldri borgara
af fasteignasköttum
Smábátar við flot-
bryggju á Akranesi.
Ljósm. mm.
Há sjávarstaða í höfnum
Sjórinn gekk yfir bryggjuna á Arnarstapa. Ljósm. af.