Skessuhorn - 12.01.2022, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 202220
Vörur og þjónusta
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmir 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
8
Fyrir alla vigtun
Húsarafmagn
Töflusmíði
Iðnaðarrafmagn
Bátarafmagn
Bílarafmagn
RAFMAGN
vogir@vogir.is Sími 433-2202
VOGIR
Bílavogir
Kranavogir
Skeifuvogir
Pallvogir
Aflestrarhausar
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Dreifi bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
Pennagrein
Mikil breyting hefur orðið á fjölda
sveitarfélaga á landinu í gegn-
um tíðina. Á Vesturlandi voru 39
sveitarfélög árið 1969 þegar SSV
var stofnað og 13.200 íbúar. Núna
eru tíu sveitarfélög og 16.700 íbú-
ar. Umhverfi sveitarfélaga hef-
ur einnig tekið miklum breyting-
um og mun gera áfram. Hlut-
verk þeirra orðin viðameiri sem
og allt þeirra umhverfi orðið erf-
iðara með nýjum og viðameiri ver-
kefnum. Ljóst er að ekki hafa orðið
breytingar á sveitarfélögum frá
2006 þegar Borgarbyggð varð til í
núverandi mynd. Færa má rök fyr-
ir því að verkefni sveitarfélaga séu
orðin það viðamikil að lágmarks
íbúafjöldi hvers sveitarfélags ætti
að vera yfir 10 þúsund íbúar.
Það hefur verið skoðun undirrit-
aðs síðan haustið 2006 að Vestur-
land ætti að vera eitt öflugt sveitar-
félag, þá myndi skapast sterkt
sveitarfélag með fjölbreyttum og
sterkum stoðum. Jafnframt vil ég
meina að það ættu ekki að vera
nema 8 til 12 sveitarfélög á landinu.
Þýðir þessi skoðun mín að ég skuli
þar með vera á móti öllum öðrum
hugmyndum að sameiningum? Og
þar með frekari framþróun sveitar-
félaga meðan ég bíð eftir að allir
verði mér sammála? Það væri óá-
byrg afstaða af minni hálfu. Stund-
um verður bara að taka fleiri skref
að markmiðinu heldur en maður
vill.
Um leið og rekstur sveitarfé-
laga verður erfiðari á dreifbýli allt
í kringum landið undir högg að
sækja, en engin einhlít skýring er
nú á því. Fólki fækkar og erfiðara
verður að halda uppi þjónustu á
dreifbýlum svæðum. Margt hefur
verið gert til að sporna við þessari
þróun m.a. lagðir ljósleiðarar í
dreifbýli, skipulagðar íbúðarbyggð-
ir og verkefnið Brothættar byggðir
hefur skilað sínu.
Þegar hugað er að sameiningu
sveitarfélaga er mikilvægt að huga
að mörgu. Það sem er undirrituð-
um ofarlega í huga er að reyna að
búa til sterka heild á sunnanverðu
Snæfellsnesi. Skoðun undirritaðs
hefur allt frá 2006 verið að Eyja-
og Miklaholtshreppur ætti ekki að
fara í sameiningarviðræður, nema
að annað hvort Snæfellsbær eða
Borgarbyggð tæki einnig þátt. Það
verður til þess að íbúar hér myndi
sameiginlega heild með öðrum
sambærilegum svæðum og þar með
sköpuð sterkari eining innan stærra
sveitarfélags í framtíðinni.
Ljóst var að þegar Snæfellsbær
leitaði til Eyja- og Miklaholts-
hrepps um sameiningaviðræð-
ur síðastliðið sumar, þurfti ég að
hugsa mig lengi um hvort þetta
væri eitthvað sem við ættum að fara
í. Í upphafi samtalsins var efi í mín-
um huga um hvort þetta væri rétta
skrefið að taka núna. Efinn hvarf
þó fljótlega, því undirritaður hefur
aldrei áður verið í samtali við önn-
ur sveitarfélög þar sem allir tala af
áhuga um styrkingu dreifbýlis og
hvernig megi gera það betra.
Það sem undirritaður er sam-
færður um að gerist við samein-
ingu Snæfellsbæjar og Eyja- og
Miklaholtshrepps er eftirfarandi:
• Stærra samfélag á sunna-
verðu Nesi vinnur betur saman.
Í staðinn fyrir tvö um 100 manna
samfélög að vinna að sínum mál-
um verður til yfir 200 manna ein-
ing sem með samhentu átaki get-
ur skapað þau skilyrði að samfélag-
ið vaxi og verði á bilinu 250 til 300
manna.
• Öflugri félög á svæðinu.
Félög á svæðinu verða sterkari með
því að vinna enn betur saman en
gert er í dag.
• Frekari sameiningar.
Sunnanvert Snæfellsnes verður
sterk eining þegar kemur til frekari
sameiningar.
• Öflugur skóli. Það liggur
fyrir að báðir skólarnir hafa verið
að veikjast undanfarin ár og margir
á svæðinu vilja grunnskóla og leik-
skóla á svæðinu. Með samfélagi
yfir 200 íbúa, svo ég tali ekki um
250 til 300, þá verður enn frekari
möguleiki á að hafa öflugan leik-
og grunnskóla á svæðinu sem nýtir
þau tækifæri sem eru til staðar til að
hlúa að nemendum. Ef ekki verður
hægt að vera með skóla á sunnan-
verðu Snæfellsnesi er hætt við að
samfélagið muni halda áfram að
veikjast og yngra fólk muni síður
vilja koma og setjast hér að.
• Fjárhagslega sterkt sveitar-
félag. Þegar verið er að sameina
sveitarfélög er það venjan að það
fari mikill tími í umræður um fjár-
málin, en í okkar tilviki hefur lítil
umræða verið um fjármál. Er það
til marks um hversu nýtt sveitar-
félag verður fjárhagslega sterkt,
sem skiptir máli fyrir íbúa Eyja- og
Miklaholtshrepps að fara inn í slíkt
sveitarfélag.
Það að ákveða að búa í dreifbýli
hefur alltaf kosti og galla en það
verður að hver og einn að finna
það hjá sér hvort það henti hverj-
um og einum. Það sem mikilvægast
er í svona samfélögum er sú sam-
kennd sem hefur alla tíð einkennt
slík svæði og er mjög mikilvæg.
Reynsla okkar nágranna til beggja
handa er sú að samfélagið gleymir
sér síður í arga þrasi sem gjarnan
tilheyrir þegar um litla stjórnsýslu
er að ræða.
Þó svo að ég vilji að Vesturlend
verði sem fyrst að einu sveitarfélagi
mæli ég með því að við tökum þetta
skref núna til þess að styrkja sam-
félögin á sunnanverðu Snæfellsnesi
og hrista okkur enn frekar saman.
Betra og öflugra samfélag á
sunnanverðu Snæfellsnesi, núna
ekki seinna!
Eggert Kjartansson
Höf. er oddviti Eyja- og
Miklaholtshrepps og formaður sam-
starfsnefndar um sameiningu Eyja-
og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar.
Kennsla hófst í Fjölbraut síðast-
liðinn fimmtudag eins og í lang-
flestum framhaldsskólum landsins.
Það er fimmta önnin sem skóla-
starf er í kófi. Nýr menntamálaráð-
herra, Ásmundur Einar Daðason
(sem eitt sinn var nemandi í FVA)
var ómyrkur í máli þegar hann til-
kynnti skólameisturum á fundi fyr-
ir áramót að það væri skýr stefna
að hefja staðnám skv. skóladaga-
tali í framhaldsskólum landsins
þrátt fyrir að smit væru í sögulegu
hámarki. Það er heilladrýgra að
mati ráðherra, og skynsamlegt að
mati skólameistara FVA, að halda
rútínu, mæta á staðinn, hitta skóla-
systkini og stunda skólann að öllum
sóttvörnum uppfylltum; mun betri
kostur en að vera heima í fjarnámi
þegar horft er til þeirrar þjónustu
sem menntastofnunum er skylt að
veita, velferðar nemenda, andlegr-
ar líðunar þeirra og geðheilsu. Um
leið er ítrekað að huga einnig vel
að kennurum sem hafa haldið uppi
kennslu við krefjandi aðstæður síð-
astliðin tvö ár.
Skiljanlegt er að nemendur
og kennarar hafi áhyggjur af út-
breiðslu veirunnar og hugnist
kannski best að halda sig heima
eins og gert var áður. En munur-
inn núna er sá, að 90% landsmanna
12 ára og eldri eru tví- og þríbólu-
sett sem dregur úr hættunni og þörf
fyrir fjarkennslu sem úrræði. Vissu-
lega er smithætta enn mikil og fólk
veikist en það er mikilvægast eins
og alltaf að fylgja sóttvarnareglum
í hvívetna og taka ábyrgð á sjálfum
sér. Enn er það úrræði að snara yfir
í fjarkennslu til í verkfærakistunni
en vonandi þarf ekki að beita því
oftar. Óvissan er mikil en þó er fyr-
irséð að sóttkví fyrir bólusetta mun
styttast. Sífellt fleiri verða ónæm-
ir fyrir veirunni eftir því sem tím-
inn líður og á endanum deyr hún
út, það er bara spurning um tíma
og bjartsýni.
Ráðherra hvetur til þess að auð-
velda nemendum, sem þurfa að
fara í sóttkví eða einangrun vegna
veirunnar en eru þokkalega frískir,
að nálgast námsefni og skila verk-
efnum þótt þeir séu fjarverandi og
er það haft til hliðsjónar við gerð
kennsluáætlana vorannar í FVA.
Ekki er gerð krafa um að kennslu-
stundum í staðnámi sé streymt.
Öryggi, heilsa og velferð nem-
enda og starfsmanna skólans
skipta öllu máli. Starfsemi skóla er
sannarlega viðkvæm eins og staðan
er. Skólahald getur raskast á kom-
andi vikum, bæði hjá nemendum
og kennurum, vegna útbreiðslu
veirunnar í samfélaginu. Það er
ljóst að veiran er ekki á förum alveg
á næstunni, við verðum að lifa með
henni og nú sækjum við fram en för-
um ekki í vörn fyrr en í fulla hnef-
ana. Enn hefur ekkert smit komið
upp í FVA og skólinn er ágætlega
öruggur staður með öllum smit-
vörnum. Enginn er óhultur og allt
getur gerst á tímum kófsins. Óttinn
getur læðst að og lamað okkur, smit
og veikindi geta komið upp, sóttkví
þrengt að okkur tímabundið og við
upplifað vanmátt og varnarleysi. Þá
er mikilvægt að leita sér hjálpar, t.d.
hjá öflugri stoðþjónustu FVA.
Forseti Íslands hvatti landsmenn
í nýársávarpi sínu til að sinna sál og
líkama eftir bestu getu og tala við
vini, ættingja og aðra ef kvíði eða
önnur angist sækti á. Það er gott
ráð.
Við skulum öll hjálpast að og
standa meðan stætt er.
Steinunn Inga Óttarsdóttir
Höf. er skólameistari Fjölbrauta-
skóla Vesturlands á Akranesi.
Pennagrein
Betra og öflugra
samfélag á sunnan-
verðu Snæfellsnesi,
núna ekki seinna
Stöndum
meðan
stætt er
- Meirapróf - Fjarnám - Aukin ökuréttindi
Verkleg kennsla/próf; Akranes - Reykjavík,- valkvætt.
Upplýsingar á aktu.is og í síma 892-1390.
Ökuskóli allra landsmanna