Skessuhorn


Skessuhorn - 12.01.2022, Síða 19

Skessuhorn - 12.01.2022, Síða 19
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2022 19 Vísnahorn Gleðilegt ár lesendur mínir og bestu óskir um alla hugsanlega far- sæld á íhöndfarandi mánuðum. Tíminn heldur víst stöðugt áfram með nokkuð jöfnum og öruggum hraða en einhvern veginn verðum við heldur taumþyngri þegar á líður ævina og gott að rifja upp vísu Jóns í Árdal: Tímans hraði ei var ör er ég smár var drengur en núna með hans fleygiför fylgist ég ei lengur. Óskar Sigurfinnsson í Meðal- heimi er nú nýlátinn enda aldraður maður orðinn en óvitlaust að rifja upp vísu hans: Við skulum ekki á vinafund vera alltof sparir, kemur hinsta kveðjustund kannske fyrr en varir. Margar kirkjur hafa verið byggð- ar í gegnum aldirnar og fátt til spar- að að gera þær sem veglegastar, al- mættinu til dýrðar. Spurning reynd- ar hvort menn eru endilega nær Guði sínum í stórri kirkju en lítilli. Við vígslu nýrrar og glæsilegrar kirkju orti Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpastöðum: Hátt er risinn helgistaður, húsið nýtt – og fyrirtak. Skelfing verður Guð nú glaður að geta komist undir þak. Kristján Eiríksson orti hinsvegar í einni af glæsilegum kirkjum Mið- -Evrópu: Mörg hér á veggjum myndin skín málmurinn gullni og dýri. En krúttlegri finnst mér kirkjan þín Kristur - á Víðimýri. Fengitími sauðkindarinnar verð- ur væntanlega kominn nokkuð að lokum þegar þessar línur birtast lesendum en það tímabil er eigi að síður nauðsynlegur undirbúningur að hangikjötsneyslu næstu jóla. Nú stuttu fyrir hátíðarnar orti Ingólfur Ómar Ármannsson: Þó að myrkur byrgi bólin birtir senn við helgan yl. Bráðum koma blessuð jólin og bændur fara að hleypa til. Það ég best veit en þó með öllum hugsanlegum fyrirvörum var það Hjörleifur Kristinsson á Gilsbakka sem orti á nýársdagsmorgni: Birtist drengjum drottins mynd dags er lengist skíman. Nú má enginn sofa í synd um sjálfan fengitímann. Það er þessi spurning með fé og fé. Fé getur merkt sauðfé en líka peninga eða verðmæti sem í eina tíð var nánast það sama þó svo sé ekki lengur. Benjamín Sigvaldason frá Gilsbakka orti um einhvern ágætan auðsöfnunaraðila: Sá í rastir safnar fé til svika og lasta hraður. Eg er fastur á hann sé ágjarnasti maður. Það var sagt að Einar Bene- diktsson hefði reynt að selja norð- urljósin. Ætli Hrútfirðingum hafi aldrei dottið í hug að selja blíðuna? Það hefur verið tekið sem dæmi um hvílíkt skáld Friðrik Hansen hafi verið að hann hafi ort „Ljóm- ar heimur logafagur“ í Hrútafirðin- um af öllum stöðum og sá sem yrk- ir slíkt ljóð á slíkum stað er ekkert minna en stórskáld. Hjálmar Frey- steinsson orti sumarið 2019: Í Hrútafirði er himinn blár og heiðríkt daga alla. Þar bærist ekki á höfði hár hafirðu beran skalla. Ólafur Gunnarsson bjó líka lengi í Hrútafirðinum enda orti hann: Syndir hef ég drjúgum drýgt, dægurvísur flogið, sumt er bæði satt og ýkt - svo er annað logið! Annar stórsnillingur Kristján Árnason, sem við Borgfirðingar kennum við Kistufell en Skag- firðingar við Skálá, sagði líka: Þegar bregst oss viti væddur haus og virðist hvorki stoða rök né þekking við flýjum undir væng þinn varnarlaus. Þú verndar okkur kæra móðir Blekking. Og allsherjargoðinn blessaður segir í Heiðarrímu: Nóttin lengi yfir alla, óttastrenginn herti fast. Þótt hún gengi fram til fjalla, flótti í engar varnir brast. Það yrkisefni er nokkuð ör- uggt til vinsælda að gagnrýna yfir- völd. Skiptir þá ekki öllu hvort fyrir valinu verður hreppsnefnd eða rík- isstjórn annaðhvort Íslands eða ein- hvers stórveldanna. Allavega orti Þorskabítur gamli en ég hef reyndar enga hugmynd um hvern eða hverja hann var að gagnrýna: Í höfðinu forðum vitið var og vann að bótum. Nú er það orðið allsstaðar í afturfótum. Líklegast hefur Siggi frá Brún bara verið að gagnrýna sjálfan sig þegar hann segir: Ógæfan er ýmisleg, öllu niður skitið. Tóbakinu týndi ég, ég tala ekki um vitið. Eins og sjálfsgagnrýni er nauðsynleg þarf hún að sjálfsögðu að vera sanngjörn og málefnaleg líkt og öll önnur gagnrýni. Hins vegar er ákveðin hætta að ástfangið fólk skorti gagnrýni á mótaðila sinn í sambandinu þannig að aðdáunin verði dálítið blind. Hjörtur Krist- mundsson orti um einhver hjóna- leysakorn: Þau leika bæði létt sem fis. Þau lífið hvergi heftir. Hann er á leið til helvítis. -Hún er rétt á eftir. Það er alltaf spurning hvernig menn haga lífi sínu um hátíðarnar og ekki síst eftir hátíðarnar. Sumir hafa áhyggjur af hvernig þeir eigi að hegða sér milli jóla og nýárs þó raunverulega væri meiri ástæða til að hafa áhyggjur af líferni þeirra milli nýárs og jóla. Einhvern tím- ann kvað Sigfús Jónsson er hann heyrði vini sína ræða megrunarmál: Þó hinir flestir halli sér að hungurkúrum ströngum, læt ég fátt á móti mér í mat og drykkjarföngum. Þó eftirfarandi vísa Jakobs á Varmalæk hafi oft verið birt áður þá sé ég svo sem ekkert sérstakt sem mælir á móti því að gera það einu sinni enn enda margir sem hugsa eitthvað þessu líkt: Oft man ég helst er heilsar árið nýja og horfi ég bæði fram og ögn til baka, svo marga synd sem mér láðist að drýgja - og marga sem ég þyrfti að endurtaka. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Hann er á leið til helvítis - hún er rétt á eftir! Blómaskreytis og félagsliða í Búðardal Dagur í lífi... Nafn: Boga Kristín Thorlacius Fjölskylduhagir/búseta: Lækj- arhvammur í Búðardal. Við búum saman ég og dóttir mín sem er 13 ára. Við eigum tvö stykki 19 ára ketti, sem ráða flestu. Starfsheiti/fyrirtæki: Blómaskreytir og félagsliði. Búin að reka Blómalindina Kaffihorn- ið í Búðardal í 21 ár. Og starfa við aðhlynningu á hjúkrunarheimilinu Fellsenda í 80% starfshlutfalli eftir að kóvidið byrjaði. Áhugamál: Ég veit það ekki, blómaskreytingar og kaffi. Ég er svo sjaldan í fríi. Ég hef áhuga á fólki og allskonar jákvæðum og góðum samskiptum. Ég hef engan áhuga á leiðindum. Dagurinn: Fimmtudagurinn 6. janúar. Vinnudagar mínir eru alls- konar, vil að dagurinn sé skemmti- legur og jákvæður. Vinn mánudaga til miðvikudags frá klukkan 8 til 16 á Fellsenda og aðra hvora helgi. Svo flétta ég lífið við það eftir dög- um og árstíma. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerð- ir? Klukkan 6:10. Reis upp, fór í föt og malaði kaffibaunir. Kveikti á kertum og lappaði upp á frontinn á mér. Drakk sterkt og gott kaffi. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Ekkert. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Klukkan 7:30. Ók eig- in bíl. Fyrstu verk í vinnunni? Kaffi- bolli, hlusta á rapport, skrifa niður áherslur og verk dagsins. Hvað varstu að gera klukkan 10? Hella í mig síðasta kaffisopanum í 9:30 kaffitímanum. Hvað gerðirðu í hádeginu? Að- stoðaði skjólstæðinga í mat og fór sjálf í matarhlé frá 12:30 til 13:00. Hvað varstu að gera klukkan 14? Fara með plast, pappír og slíkt út í endurvinnslu ruslagám. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Aðstoðaði skjólstæðing og fór í smá kaffitíma. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Fór að vinna og kláraði blómaskreytingu, skellti henni í bílinn og brunaði heim í sturtu. Hvað var í kvöldmat og hver eld- aði? Ekkert, fór í Borgarfjörð með skreytinguna á jeppafræinu mínu. Hvernig var kvöldið? Það var afar gott, við lögðum af stað klukkan 18 og vorum komnar heim aftur klukkan 21.30. Það er svo gott að hitta gott fólk, vini og kunningja. Veðrið og færðin var allskonar. Hvenær fórstu að sofa? Allt of seint, skammarlega. Fer oftast á milli klukkan 22 og 23 til að geta vaknað klukkan sex. Þá fer maður svo vel og fallega inn í daginn. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Horfði á kvöldfréttirnar á báðum stöðvum á tímaflakkinu. Þvoði mér í framan og burstaði tennur. Hvað stendur upp úr eft- ir daginn? Fólkið, samskipt- in við það og að umgangast. Blómaskreytingin, ferðalagið, for- eldrar mínir og dóttir. Eitthvað að lokum? Gæti verið svo margt en ég held það sé bara að við njótum augnabliksins og þess sem við höfum og agnúumst ekki út í það sem skiptir ekki máli. Og munum, við breytum ekki heimin- um, bara okkur sjálfum. Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, gefur út daga- tal fyrir árið 2022 með myndum af leiðsöguhundinum Novu. Til- gangurinn með útgáfu þess er að fjármagna kaup og þjálfun leið- söguhunda fyrir blinda einstak- linga. Árið 2021 náði Blindrafélag- ið að styrkja kaup á þremur leið- söguhundum. „Blindrafélagið telur mikilvægt að tryggja stöðugt framboð leið- söguhunda fyrir blinda hér á landi, eins og raunin er í nágrannalönd- um okkar, enda hafa þeir marg- sannað mikilvægi sitt. Dagatalið er sent heim til allra velunnara félags- ins auk þess er hægt að kaupa daga- talið í vefverslun Blindrafélagsins, Bónus, Krónunni, Nettó og A4,“ segir í tilkynningu. Á Íslandi eru starfandi tólf leið- söguhundar fyrir blinda fyrir til- stuðlan Blindrafélagsins og er þörf fyrir mun fleiri. Þjálfun leiðsögu- hunds fyrir blindan einstakling er mjög sérhæfð og tímafrek. Hver leiðsöguhundur getur unnið á bil- inu 8-10 ár og allan þann tíma, á hverjum einasta degi, bætir hund- urinn lífsgæði notanda síns umtals- vert. mm/ Ljósm. Ólöf Gyða Risten Nova prýðir dagatal Blindrafélagsins

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.