Skessuhorn - 12.01.2022, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2022 7
LÍTIÐ
TRÖLL
ÚFIÐ
TRÖLL
BRÉFA-
LÚGA
GAMALT
TRÉ
TRÖLLA
BARN
GARDÍNA EITTHVAÐ
SKÍTUGT
STÓRT
TRÖLL
FUGL
Á FLUGI
MYND AF
TRÖLLI
JÓLATRÉ LJÓS Í
GLUGGA
KRÚTTLEGT
TRÖLL
FALLEGUR
STEINN
TRÖLL
MEÐ HÚFU
BLOKK HVÍTUR
GLUGGI
RAUÐUR
BÍLL
FJALL TRÖLL
Í BUXUM
KÖTTUR SKEMMTILEG
BÓK
LJÓSA-
STAUR
BRÚN
HURÐ
FALLEG
MYND
TRÖLLABINGÓ
ÉG SÁ SAMTALS __________ TRÖLL
NAFN: _______________________________________ ALDUR:______
TRÖLLALEIT
ÉG SÁ SVONA MÖRG TRÖLL:
VARÚÐ!
TRÖLLASVÆÐI ÞÚ ERT
Á EIGIN ÁBYRGÐ!
& BRÆÐUR HANS
13. - 17. JAN. 2022
FÖSTUDAGURINN
DIMMi
#dimmi22
#dimmi22
Föstudagurinn DIMMI verð-
ur haldinn í Borgarbyggð í sjötta
sinn næsta föstudag, 14. janúar, en
í síðustu viku undirrituðu Borgar-
byggð og verkefnastjórar Föstu-
dagsins DIMMA samstarfssamn-
ing þar sem Borgarbyggð styrk-
ir viðburðinn. „Þetta er styrkur
sem veittur er stærstu bæjarhátíð-
um í sveitarfélaginu og erum við
nú komin í þann hóp, sem er mik-
ill heiður,“ segir Eva Hlín Alfreðs-
dóttir, annar verkefnastjóri Föstu-
dagsins DIMMA í samtali við
Skessuhorn. Þema hátíðarinnar í ár
er: Tröll & Fjöll en líkt og á síðasta
ári þurfti að aðlaga hátíðina þeirri
stöðu sem er í samfélaginu. Íbú-
ar eru hvattir til að skreyta glugga
með tröllamyndum eða setja upp
tröllaskilti og fylla þannig Borg-
arbyggð af tröllum yfir helgina.
Þá verður hægt að fara í tröllaleit
og telja tröllin í sveitarfélaginu og
spila um leið tröllabingó sem má
finna hér á síðunni og á Facebook
síðu Föstudagsins DIMMA. Þeir
sem taka þátt í bingóinu eru hvatt-
ir til að setja mynd á samfélags-
miðla undir merkinu #dimmi22 og
fá heppnir þátttakendur verðlaun
fyrir.
Tröllasögur Hjörleifs sagna-
manns verða á sínum stað en að
þessu sinni verður sögustund-
in á rafrænu formi á Facebook
síðu Föstudagsins DIMMA en
sögurnar verða aðgengilegar til
og með 17. janúar. Kuldagalla-
jóga með Erlu jógakennara verð-
ur við rætur Hafnarfjalls í hádeg-
inu á föstudaginn og eftir jógað
verður tröllatrítl upp að steini á
Hafnarfjalli. Hjólreiðafélag Vest-
urlands ætlar að bjóða upp á sam-
hjól kl. 19:30 frá Skallagrímsgarði
og frá Einkunnum kl. 20:00. Vasa-
ljósaganga um Bjargsskóg verð-
ur í boði frá fimmtudagi og út
mánudag. Hver og einn getur far-
ið á þeim tíma sem hentar en leiðin
hefur verið merkt með endurskins-
merkjum frá innsta húsi í Garðavík
að veginum að Bjargi. Tröllasnáði
verður í skóginum á þessum tíma
og þeir sem rekast á hann eru
hvattir til að deila mynd af sér með
snáðanum á samfélagsmiðlum und-
ir merkinu #dimmi22 og komast
þannig í lukkupottinn. Nánari upp-
lýsingar um viðburði Föstudagsins
DIMMA er að finna á Facebook.
arg
Föstudagurinn DIMMI
er framundan
Frá Föstudeginum DIMMA 2020. Ljósm. úr safni
Frá undirritun samstarfssamnings Borgarbyggðar og verkefnastjóra Föstudags-
ins DIMMA í síðustu viku. Ljósm. Borgarbyggð
Þema hátíðarinnar í ár er: Tröll & Fjöll.