Skessuhorn - 12.01.2022, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 202216
Eigendur Leirbakarísins, sem nú er
til húsa við Suðurgötu 50a á Akra-
nesi í gamla húsnæði Kallabakarís,
tilkynntu á Facebook fyrir síðustu
helgi að það væri komið að leiðar-
lokum. Leirbakaríið hefur rekið
leirvinnustofur, staðið fyrir nám-
skeiðum og ýmsum uppákomum
ásamt því að reka sölu- og sýn-
ingargallerí. María Kristín Óskars-
dóttir, kölluð Mæja Stína, og Kol-
brún Sigurðardóttir, Kolla, eru
eigendur Leirbakarísins. Blaða-
maður Skessuhorns kíkti í kaffi til
þeirra á laugardaginn á síðasta degi
opnunar. Leirbakaríið var opnað í
desember árið 2018 og segja þær
ástæðuna fyrir því að þær séu að
loka núna eftir rétt rúm þrjú ár vera
þá að húsnæðið hafi verið selt og
leigusamningurinn runnið út núna
í desember síðastliðnum. „Við vor-
um reyndar mjög heppnar því sá
sem keypti húsnæðið var svo elsku-
legur að leyfa okkur að vera fram
yfir áramót og við eigum að skila
húsnæðinu á fimmtudag, á morgun,
þannig að það verður hamagang-
ur næstu daga en þetta hefst allt
saman. Verslunin hefur gengið al-
veg ótrúlega vel þessi þrjú ár og var
alltaf að vaxa. Það hefur verið tekið
vel á móti okkur og fólki fundist við
vera góð viðbót í það samfélag sem
er hér fyrir.“
Viðskiptavinir
komið víða að
En hvernig finnst þeim núna þegar
það er komið að leiðarlokum?
„Það er sorg hjá okkur, kannski
eins og að missa ástvin. Þetta er
búið að vera ótrúlega skemmtilegt
ævintýri. Það kemur manni alltaf á
óvart þegar fólk kemur hérna inn,
brottfluttir Skagamenn, sem hafa
verið að koma hérna inn á síðustu
vikum og segja: „Ég hef bara aldrei
komið hérna, Guð hvað þetta er
fallegt.“ Mestur hluti kúnnahóps-
ins okkar síðasta ár var fólk úr
bænum, jafnvel einnig frá Selfossi,
Hvolsvelli og uppsveitum. Fólk
sem er að koma um helgar og er
að rúnta um bæinn er kannski að
koma gagngert hingað í bakaríið
til okkar. Skagamenn eiga það til
að vera svolítið seinir að fatta og
pínulítið ennþá að sækja vatnið yfir
lækinn. Smjörkúpurnar hafa verið
langvinsælastar hjá okkur síðustu
tvö ár, alveg ótrúlega vinsælar og
þær eru uppseldar hjá okkur. Það
var slegist um þær síðustu sem við
áttum til.“
Eru ekki hættar
Nú þegar verslunin hættir léttir lík-
lega aðeins á þeim stöllum og ætla
þær að taka sér frí þegar það er búið
að ganga frá öllu varðandi verslunina.
„Það verður smá hlé á framleiðslunni
á meðan við erum að færa allt til en
aðalmálið er að við erum ekki hætt-
ar. Við komum til að renna í fleiri
smjörkúpla, það er alveg á tæru. Við
erum bara að skoða hvað er í boði og
hvað við getum gert. Kannski skell-
um við upp söluaðstöðu/pop up
markaði hér og þar til að koma okk-
ar vörum í sölu, svo er auðvitað hægt
að hafa samband við okkur og kaupa
beint af vinnustofunum. Það er því
miður ekki um auðugan garð að
gresja varðandi framboð á atvinnu-
húsnæði á Akranesi og fyrir svona
rekstur er ekki til húsnæði. Áður en
við fundum þetta vorum við búnar
að leita í meira en ár eftir húsnæði.
Aðstaðan sem við höfðum hér var sú
besta og við settum þetta upp hérna
til að geta haldið námskeið. Eftir að
covid skall á höfum við ekki getað
verið með nein námskeið, en höfum
sérsniðið smærri námskeiðsupplif-
anir fyrir litla vinahópa og fjölskyld-
ur. Við náðum að halda leirnámskeið
fyrir börn eitt sumarið en ekki mikið
meira en það.“
Afar tryggir kúnnar
Þær segja að undanfarið hafi verið
klikkað að gera og rétt fyrir klukkan
fimm á föstudag fyrir opnun hafi fólk
bókstaflega hangið á húninum og flest-
ir á eftir síðustu smjörkúplunum ásamt
fullt af öðrum hlutum. Þær voru með
25% afslátt af öllum vörum síðustu tvo
dagana, aðallega til að þakka fyrir sig
því kúnnarnir af Vesturlandi hafa ver-
ið afar tryggir og komið aftur og aft-
ur. Þær hafa aðallega verið að auglýsa
á Facebook og Instagram og hefur það
gefist mjög vel. Þegar leið að lokum
verslunarinnar bættu þær enn meira í
og árangurinn eftir því. Verslunin hef-
ur aldrei verið með venjulegan opn-
unartíma og þær segja að þær hafi
alltaf verið með þennan dásamlega
opnunartíma að ef að ljósin eru kveikt
þá er opið. Sama hvort það er níu um
morgun eða ellefu um kvöld. Síðast-
liðið ár fengu þær mikið af fyrirspurn-
um á netinu út um allt land og þó þær
væru ekki með vefverslun þá hafa þær
selt heilmikið í gegnum netið en voru
ekki mjög þakklátar öllum þessum
hækkunum hjá Póstinum.
Kalli bakari að
stríða þeim
Mæja Stína og Kolla eru sáttar þó að
þær séu að hætta starfsemi og þakka
kærlega fyrir sig: „Við höfum feng-
ið frábærar móttökur frá fyrsta degi
og eigum eftir að sakna þess að vera
hérna á þessum stað. Það er góður
andi í húsinu og erum vissar um að
Kalli heitinn bakari var hérna ein-
hvers staðar að stríða okkur, að taka
frá okkur verkfærin og skila aftur á
sama stað. Við höldum að hann hafi
haldið verndarhendi yfir okkur allan
tímann og það mun ekki væsa um þá
sem hingað koma í þetta hús hvað
sem verður í því.“
Að lokum segja þær að þeim þyki
vænt um að fólk hafi sagt við þær að
það verði eftirsjá af þeim. „Bæjarfélag
eins og Akranes þarf svona í flóruna.
Menningarflóruna, listaflóruna. Ef
við viljum fá fólk inn í bæinn okkar
þá verðum við að hafa eitthvað upp á
að bjóða. Eins og til dæmis í kring-
um Akratorgið væri gaman að hafa
einhverja skemmtilega lifandi menn-
ingarstarfsemi og bærinn mætti beita
sér fyrir því að koma svona rekstri
inn í rýmin í kringum torgið. Það
myndi búa til skemmtilegan mið-
bæ. Til dæmis væri upplagt að setja
upp gallerí í gamla Landsbankahús-
inu, það á að vera líf í miðbænum.
Það er erfitt að horfa á bílastæði eins
og Krónuplanið sem miðbæ og við
þurfum vísi að miðbæ,“ segja þær að
endingu. vaks
Menningarnefnd Grundarfjarðar-
bæjar hefur nú valið Jólahús Grundar-
fjarðarbæjar og í þetta skiptið voru
húsin tvö fyrir árið 2021. Þetta kem-
ur fram á vefsíðu Grundarfjarðarbæj-
ar en menningarnefndin fór í sína ár-
legu jólahúsaleit með tilnefningarn-
ar til hliðsjónar og fundu tvö hús sem
báru af, hvort á sinn hátt.
Á Grundargötu 72, í lítilli hliðar-
götu, stendur einstaklega fallegt ein-
býlishús við sjávarsíðuna. Fulltrú-
ar menningarnefndar voru sammála
um að þetta hús væri svo sannarlega
Jólahús Grundarfjarðar árið 2021.
Hægt er að lýsa húsinu á þann hátt að
það var fallega upplýst, hátíðlegt og
kyrrlátt, með sannkölluðum jólaanda.
Þar búa Heiðdís Lind, leikskólastjóri,
og Elvar Þór ásamt dóttur sinni.
Við nánari skoðun og eftir ítar-
legar umræður var menningarnefnd
á því að húsið á Hlíðarvegi 25, hjá
Gunnari Magnússyni og Friðsemd
Ólafsdóttur, bæri einnig af. Hús-
ið ljómar og færir manni yl sem og
minnir okkur á eldri tíma. Það var
við afhendingu verðlauna sem kom í
ljós að Gunnar hefur smíðað nær all-
ar jólaskreytingarnar sjálfur. Einnig
hafa þau hjónin lagt mikinn metnað í
uppsetningu á seríum og hvernig þær
eru settar upp.
vaks/ Ljósm. af vefsíðu
Grundarfjarðarbæjar
Ef að ljósin voru kveikt þá var opið
Kíkt í heimsókn í Leirbakaríið á Akranesi sem nú er búið að loka
Leirbakaríið var staðsett á Suðurgötunni Ljósm ks
Kolla og Mæja Stína í Leirbakaríinu kveðja sáttar. Ljósm. vaks
Smjörkúpurnar voru vinsælasta vara verslunarinnar. Ljósm. ks
Jólahús Grundarfjarðarbæjar valin
Grundargata 27 er fallega upplýst. Húsið á Hlíðarvegi 25 minnir á eldri tíma.