Skessuhorn


Skessuhorn - 12.01.2022, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 12.01.2022, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2022 13 Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Eldhúsinnréttingar Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15 Trésmiðjan Vegamót óskar eftir starfs- mönnum í trésmíði. Upplýsingar veitir Sturla í síma 864 5500. Ertu metnaðarfullur, sjálfstæður, jákvæður og drífandi einstaklingur, þekkir inn á vélar og brennur fyrir öryggismálum? Kíktu þá inn á alfred.is, sjáðu nánar um verkefnin og hæfniskröfurnar og sæktu um! SK ES SU H O R N 2 02 2 Skömmu fyrir jól voru 45 nemend- ur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands við hátíðlega athöfn á sal skólans. Alls brautskráðust 14 stúlkur og 31 piltur. 15 nemend- ur luku burtfararprófi úr rafvirkj- un, þrír úr vélvirkjun, þrír í húsa- smíði, þrír luku stúdentsprófi til viðbótar við lokapróf úr iðngrein og 21 nemandi lauk stúdentsprófi. Dúx Fjölbrautaskóla Vesturlands að þessu sinni var Aníta Ólafsdótt- ir en hún útskrifaðist með meðal- einkunnina 9,39. Aníta fékk viður- kenningu fyrir góðan árangur í ís- lensku, fyrir ágætan árangur í raun- greinum og fyrir frábæran árangur í stærðfræði. Skessuhorn heyrði hljóð- ið í Anítu fyrir helgi en hún út- skrifaðist af náttúrufræðibraut og spurði hana fyrst hvers vegna hún hefði valið þá braut? Aníta seg- ir að það hafi verið vegna þess að áhugi hennar liggi í raungreinun- um. Hún hafi alltaf haft sérstak- lega gaman að stærðfræði ásamt öðrum raungreinafögum eins og eðlisfræði og líffræði og því fannst henni náttúrufræðibrautin henta sér best. En hver er lykillinn að þess- um góða árangri? „Ég lauk stúd- entsprófinu á fimm önnum eða á tveimur og hálfu ári þannig að lykillinn að þessum góða árangri var gott skipulag þar sem það var gríðarlegt álag. En ég held að mikil vægasta atriðið sé að skila öll- um verkefnum á réttum tíma og reyna að gera þau eins vel og mað- ur getur en ekki staldra of lengi við þau. Skipulagið þarf því að vera sett þannig upp að verkefnin sem ganga fyrir eru fyrst á „To Do“ listanum. Persónulega verð ég að skrifa þau niður í dagbók til þess að halda í við skipulagið.“ Aníta segir að í tilefni dags- ins hafi hún farið í Sky Lagoon í Kópavogi í frábærum félagsskap, síðan út að borða á Wok On og fengið sér ís í eftirrétt. En hvað með tómstundir, var einhver tími til að stunda þær á meðan á námi stóð? „Fyrstu fjórar annirnar mín- ar var ég á fullu í fótboltanum með meistaraflokki kvennaliðs ÍA en á síðustu önninni minni ákvað ég að taka mér andlega pásu frá fótbolt- anum og flytja aftur heim til Ólafs- víkur til mömmu og pabba. Þar byrjaði ég að vinna og fór á crossfit æfingar ásamt því að stunda síðustu önnina í fjarnámi.“ Að sögn Anítu eru hennar helstu áhugamál að ferðast, fótbolti, baka, elda ásamt því að upplifa, prófa og læra nýja hluti. En hvað tekur við núna? „Ég er flutt til Reykjavíkur Laugardaginn 18. desember voru níu nemendur brautskráð- ir frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Rakel Jóna Bredes- en Davíðsdóttir frá Patreksfirði út- skrifaðist með hæstu meðaleinkunn á stúdentsprófi, eða einkunn- ina 8,5. Blaðamaður Skessuhorns heyrði í Rakel og ræddi við hana um námsárangurinn og hvað taki nú við. Rakel útskrifaðist af félags- og hugvísindabraut en hún valdi þá braut því hún hefur mikinn áhuga á félagsmálum og stefnir á frekari menntun í félagsvísindum. „Þetta var nám sem mér fannst bara henta mér og mínu áhugasviði mjög vel,“ segir Rakel. Aðspurð segist hún alls ekki hafa búist við því að dúxa. En hvernig nær maður svona góðum árangri í námi? „Ég skipulagði tí- mann minn bara vel og passaði mig að hætta alltaf að læra þegar ég hafði fengið nóg en vera líka dugleg að læra þegar tími gafst til. Ég var mjög skipulögð í gegnum námið og setti kröfur á mig og ég held að það hafi skipt mestu máli. Ég var ekki mjög dugleg í grunnskóla en þegar ég fór í framhaldsskóla var ég farin að læra fyrir mig sjálfa og þá kom meiri sjálfsagi. Ég hafði líka lært sjálfsaga í gegnum íþróttir en ég var í frjálsum íþróttum alveg frá því ég byrjaði í grunnskóla. Mér þykir líka gaman að keppa við sjálfan mig og þegar ég vann verkefnin langaði mig að gera það vel svo ég myndi fá góða einkunn og það hvatti mig svo enn frekar áfram,“ segir Rakel. Fór til Ítalíu eina önn Í tilefni dagsins hélt Rakel litla veislu fyrir sína allra nánustu en í ljósi aðstæðna vegna covid gat hún ekki haldið stóra veislu. „Ég fór svo daginn eftir til Reykjavíkur og hélt litla veislu með kærastanum mín- um og hans fjölskyldu. Þegar ég kom svo heim aftur var covid kom- ið til okkar svo ég gat ekki fagnað með vinum mínum, það bíður þar til í sumar,“ segir Rakel. Samhliða náminu var hún að vinna í íþrótta- miðstöðinni Brattahlíð á Patreks- firði og síðustu önnina var hún einnig aðeins að aðstoða einhverfa stelpu á Patreksfirði. Auk þess hef- ur Rakel stundað líkamsrækt. „Mér þykir mjög gaman að hreyfa mig og geri það fyrst og fremst því það lætur mér líða betur,“ segir hún. Haustið 2019 fór Rakel til Ítalíu eina önn í skiptinám og segir það hafa verið mjög skemmtilegt og lærdómsríkt. „Það var frekar langt út fyrir þægindarammann en samt alveg rosalega skemmtilegt. Ég lærði smá ítölsku og kynntist nýju „Lykillinn að þessum árangri var gott skipulag“ Aníta Ólafsdóttir við útskriftina ásamt Steinunni Ingu Óttarsdóttur skólameistara og Dröfn Viðarsdóttur aðstoðarskólameistara. Ljósm. fva. og byrjuð að vinna á leikskóla. Ég ætla að byrja aftur í boltanum en ég hef ekki komist að niðurstöðu með hvaða liði og svo ætla ég líka að læra einkaflugmanninn. Í haust mun ég svo flytja út til Los Angel- es og stunda nám á fótboltastyrk.“ vaks Rakel Jóna var Dúx FSN Rakel Jóna Bredesen Davíðsdóttir dúx FSN ásamt Hrafnhildi Hallvarðsdóttur skólameistara. Ljósm. sá fólki en mér þykir rosalega gaman að vera með og kynnast fólki,“ segir hún. Rakel er núna að vinna á leik- skólanum Arakletti á Patreksfirði. „Ég ætla að vinna og safna smá pening núna en stefni á að flytja í bæinn í haust og sækja um nám í sálfræði við Háskólann í Reykja- vík. Ég stefni samt ekki endilega á að verða sálfræðingur. Ég tel þetta nám bara vera góðan grunn fyrir ýmis félagstengd störf, sem er það sem ég vil starfa við í framtíðinni,“ segir Rakel að lokum. arg

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.