Skessuhorn


Skessuhorn - 12.01.2022, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 12.01.2022, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 202222 Hvernig fannst þér Áramótaskaupið? Spurning vikunnar (Spurt í Borgarnesi) Delía Rut Claes „Ekkert spes.“ Ingibjörg Jóhanna Kristjánsdóttir „Allt í lagi, svipað og í fyrra.“ Gunnhildur Birna Björnsdóttir „Horfði ekki á það.“ Svanhildur Björk Svansdóttir „Hef séð betra skaup.“ Rakel Elvarsdóttir „Mér fannst það fínt.“ Háskóli Íslands og Banda- ríska sendiráðið á Íslandi eru að leita að þátttakendum fyrir ný- sköpunarhraðalinn Academy for Women Entrepreneurs (AWE). Verkefnið er í boði í yfir 50 löndum víða um heim og er á vegum banda- rískra stjórnvalda. Ísland er fyrst af norrænu löndunum til að taka þátt í verkefninu en að skipulagn- ingu hraðalsins koma einnig Fé- lag kvenna í atvinnurekstri og sam- tök kvenna af erlendum uppruna. Hraðallinn er sérstaklega ætlað- ur konum og hefst hann fimmtu- daginn 3. febrúar næstkomandi og lýkur með útskrift 6. maí. Frestur til að sækja um rennur út mánudaginn 17. janúar. Nýsköpunarhraðallinn er fyrir bæði einstaklinga og teymi og er þátttakendum að kostnaðar- lausu. „Þetta er í annað sinn sem hraðallinn er haldinn en markmið hans er að styðja konur í að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar og fyrirtæki og auka hlut þeirra inn- an frumkvöðla- og nýsköpunar- geirans. Jafnframt er tilgangur hraðalsins að bjóða upp á fræðslu og efla tengslanet kvenna,“ segir í fréttatilkynningu um hraðalinn. Nýsköpunarhraðallinn saman- stendur af netnámskeiðum og þrettán vinnulotum þar sem þátt- takendur njóta leiðsagnar reyndra kvenna í nýsköpun og frumkvöðla- starfsemi við uppbyggingu fyrir- tækja, myndun nýrra tengsla og efl- ingu starfsþróunar og starfshæfni. „Lögð er rík áhersla á að konur alls staðar af landinu og með fjölbreytt- an bakgrunn og uppruna taki þátt. Fyrirkomulag hraðalsins er því með þeim hætti að flestar vinnulotur eru í streymi.“ Veitt verða verðlaun í lok hraðalsins bæði í einstaklings- og teymisflokki: 1. sæti fær 500.000 krónur, 2. sæti fær 300.000 krón- ur og 3. sæti fær 200.000 krónur. Þá verða veitt verðlaun að upp- hæð 200.000 krónur fyrir „pitch“ keppni. Hægt er að skrá sig til þátt- töku á vef AWE, awe.hi.is. arg ÍA og Höttur mættust á föstudaginn í 1. deild karla í körfuknattleik og fór leikurinn fram í íþróttahús- inu við Vesturgötu. Fyrir leik var lið ÍA á botninum með tvö stig en Höttur í þriðja sætinu með 20 stig og í mikilli baráttu við Hauka og Álftanes um sæti í efstu deild. Það sást fljótt í leiknum hvort liðið var í efri hlutanum því eftir rúmlega fimm mínútna leik var staðan orðin 5:20 gestunum í vil og staðan eftir fyrsta leikhluta 16:31. Skagamenn reyndu hvað þeir gátu til að halda í við gestina, náðu að minnka mun- inn í tíu stig en síðan gáfu gestirn- ir í og fóru með meira en þrjátíu stiga forskot inn í hálfleikinn, stað- an 30:64. Skagamenn, sem voru án síns besta leikmanns, Cristopher Clover, áttu litla möguleika á að snúa leiknum sér í vil og Hattar- menn héldu áfram að auka mun- inn í þriðja leikhluta. Þegar honum lauk var staðan orðin 49:85 fyrir gestina og aðeins spurning hve sig- urinn yrði stór. Í fjórða og síðasta leikhlutanum skoruðu Skagamenn sín fyrstu stig eftir rúman fimm mínútna leik og ljóst að eins og vit- að var fyrir leikinn að þeir myndu eiga við ramman reip að draga. Þeir héldu þó áfram að berjast fyrir sínu en lokatölur leiksins, 60:102. Ljósu punktar leiksins voru þeir að margir ungir leikmenn fengu að spreyta sig í meira mæli en oft áður og má þar nefna leikmenn eins og Aron Elvar Dagsson, Daða Má Al- freðsson og Júlíus Duranona. Stigahæstir í liði ÍA voru þeir Hendry Engelbrecht með 18 stig, Aron Elvar með 12 stig og Þórð- ur Freyr Jónsson með 10 stig. Hjá Hetti var Arturo Rodriguez með 22 stig, David Ramos með 21 stig og Timothy Guers með 13 stig. Næsti leikur Skagamanna í deildinni er gegn liði Hamars föstudaginn 14. janúar í Hvera- gerði og hefst leikurinn klukkan 19.15. vaks Skallagrímur gerði sér ferð á mánu- dagskvöldið á Flúðir í Hruna- mannahreppi þar sem þeir mættu heimamönnum í 1. deild karla í körfuknattleik. Aðeins tveim- ur stigum munaði á liðunum fyrir leik en liðin voru í sjöunda og átt- unda sæti deildarinnar, Skallagrím- ur með tíu stig og Hrunamenn með átta. Hrunamenn skoruðu fyrstu þrjú stig leiksins en Skallagríms- menn tóku fljótlega yfirhöndina og voru komnir með átta stiga for- ystu eftir fimm mínútna leik, 11:19. Hrunamenn náðu þó að svara að- eins fyrir sig í seinni hluta fyrsta leikhluta og staðan 20:24. Þeir náðu svo fljótlega að jafna metin í öðrum leikhluta en undir lok hans tóku Skallarnir góðan kipp og náðu tíu stiga forystu fyrir leikhlé, 39:49. Hrunamenn reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn í þriðja leikhluta en Skallagrími hélt engin bönd og var kominn með sext- án stiga forystu þegar liðin tóku smá pásu fyrir síðasta fjórðunginn, 49:65. Heimamenn urðu að játa sig sigraða í fjórða leikhluta, ekk- ert gekk hjá þeim að saxa á forskot gestanna og gestirnir, með bak- vörðinn Bryan Battle í feiknaformi, létu sigurinn ekki ganga úr greip- um sér, lokastaðan 73:87. Stigahæstir hjá Skallagrími voru þeir Bryan Battle með 36 stig og 11 fráköst, Simun Kovac var með 20 stig og 17 fráköst og Davíð Guð- mundsson með 15 stig. Hjá Hruna- mönnum var Karlo Lebo með 26 stig, Clayton Ladine með 20 stig og 11 stoðsendingar og Kent Han- son með 15 stig. Næsti leikur Skallagríms er mánudaginn 17. janúar gegn ná- grönnum sínum af Skaganum og hefst leikurinn klukkan 19.15. vaks Auglýsa eftir þátttakendum í nýsköpunarhraðli Bryan Battle var drjúgur í liði Skallagríms gegn Hrunamönnum. Hér í leik á móti Hamri fyrir áramót. Ljósm glh Skallagrímur með sigur á Hrunamönnum Hendry Engelbrecht var stigahæstur í liði ÍA með 18 stig. Hér í leik gegn Hruna- mönnum á dögunum. Ljósm. vaks Skagamenn fengu skell gegn Hattarmönnum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.