Skessuhorn


Skessuhorn - 12.01.2022, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 12.01.2022, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2022 5 Listamennirnir Bjarni Sigur- björnsson og eiginkona hans Ragnheiður Guðmundsdótt- ir hafa keypt húsnæði verslun- ar Blómsturvalla á Hellissandi. Verslunarrekstri var hætt í húsinu fyrir þremur árum. Bjarni segir í samtali við Skessuhorn að hann og kona hans komi til með að búa í húsinu ásamt því að verða þar með vinnustofur, sýningarsal á þeirra verkum og halda myndlist- arnámskeið bæði fyrir innlenda sem og erlenda listamenn. „Við stefnum á að verða með þrjú gestaherbergi fyrir þá sem koma á námskeið til okkar ásamt því að bjóða upp á mat fyrir lista- mennina. Ég verð með 150 fer- metra vinnustofu,“ segir Bjarni og bætir við að hann sé að mála fremur stór verk. Ragnheiður verður með 80 fermetra vinnu- stofu. „Þetta er allavega svona grunnhugmyndin í byrjun,“ segir Bjarni. Hann segist hafa verið að skoða húsnæði úti á landi og svo datt hann á þetta hús þegar hann var í heimsókn í Hvíta húsinu á Hellissandi sem Elva Hreiðars- dóttir á. „Ég er hrifinn af nátt- úrunni hér á Snæfellsnesi, eins og Snæfellsjökli og ýmsum fleiri heillandi stöðum. En námskeiðin koma til með að verða í tengingu við umhverfið og náttúruna hér á svæðinu. Við erum með vinnu- stofu í Kópavogi sem við munum svo selja og flytja hingað vestur um mánaðamótin.“ Bjarni er hagleiksmaður, gerir helst allt sjálfur, en vill einbeita sér að myndlistinni. Hann vinn- ur fyrir sér með kennslu og nám- skeiðahaldi ásamt því að selja mál- verk. Hann segist skipta vinnu- vikunni nokkurn veginn jafnt á milli kennslu og vinnu við mynd- listina. „Ég lít fyrst og fremst á mig sem myndlistarmann,“ segir hann og bendir á að stærð verk- anna komi ekki að sök. „Er ekki orðin svo mikil lofthæð hjá flest- um?“ af Matvælastofnun hefur nýlega feng- ið tilkynningar um að á höfuð- borgarsvæðinu hafi verið óvanalega mikið um hóstandi hunda og lítur út fyrir að um sýkingu sé að ræða sem berst auðveldlega og hratt á milli hunda. Matvælastofnun hef- ur í samvinnu við Tilraunastöð Háskólans að Keldum sett af stað rannsóknarverkefni til að reyna að finna út úr því hvað gæti verið að valda þessum hósta. Hundarn- ir virðast vera á öllum aldri og ým- ist bólusettir eða óbólusettir. Sumir hafa verið á hundahótelum eða vin- sælum hundasvæðum, aðrir ekki. Flestir verða ekki mikið veikir og ná sér á nokkrum dögum. Smitandi öndunarfærasýking er þekkt hjá hundum og kallast oft í daglegu tali hótelhósti – „kenn- el cough“ á ensku. Hótelhósti er í raun lýsing á sjúkdómseinkenn- um í efri öndunarvegi, og marg- vísleg smitefni geta legið að baki, bæði veirur og bakteríur sem þá valda einkennum frá efri öndunar- vegi svo sem hósta, og útferð úr nefi og augum, en í sumum tilfell- um einnig slappleika og lystarleysi. Einkennunum getur svipað til þess að aðskotahlutur, t.d. flís eða strá hafi fests í hálsi hundsins. Öndunarfærasýkingar eru oft bráðsmitandi af því að smit get- ur borist með loftögnum við hósta og hnerra. Þarf því ekki beina snertingu, en auðvitað getur smit líka verið í munnvatni og útferð úr nefi og augum. Flestir hundar fara í gegnum veikindin á nokkrum dögum, án þess að verða alvarlega veikir. En einstaka hundar geta orðið veikari, og þá hefur oft orðið meiri sýking af öðrum bakteríum sem hafa „not- að tækifærið“ þegar mótefnakerfi hundsins var ekki upp á sitt besta. Getur hundurinn þá fengið ein- kenni lungnabólgu svo sem hækk- aðan hita og erfiðleika við öndun. Hundum með einkenni, jafnvel þó lítil séu, ætti að forða frá mikilli áreynslu og hlaupum. „Ef hundar verða mjög slapp- ir eða fá hækkaðan hita, sem þýð- ir yfir 39,2°C (eðilegur líkamshiti hunda er 38-39°C) þá er rétt að leita til dýralæknis með hundinn til skoðunar og til að meta alvarleika. Einhverjir hundar geta þurft stuðn- ingsmeðhöndlun. Það er hins vegar mjög mikilvægt að hringja á und- an sér og geyma hundinn úti í bíl á meðan tilkynnt er um komu í mót- töku til að forðast að smita önnur dýr inni á dýralæknastofunni,“ seg- ir í tilkynningu frá Mast. mm Listamenn kaupa Blómsturvelli og koma sér þar fyrir Blómsturvellir á Hellissandi.Ragnheiður og Bjarni við opnun myndlistarsýningar. Ljósm. Kópavogsblaðið. Smitandi öndunar- færasýking í hundum Sérfræðingur á Vesturlandi STARFSSVIÐ l Framkvæmdaeftirlit; gatnagerð, byggingar, veitur l Hönnun bygginga l Líkan- og skýrslugerð l Þéttbýlistækni, skipulags- og umhverfisráðgjöf l Ráðgjöf og verkefnavinna l Samskipti við viðskiptavini og hagaðila HÆFNISKRÖFUR l Háskólamenntun sem nýtist í starfi l Reynsla af framkvæmdaeftirliti og hönnun bygginga l Þekking á helstu teikniforritum l Góð færni í textagerð og upplýsingamiðlun l Góð hæfni í íslensku og ensku l Afburða hæfni til samskipta og samvinnu l Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð EFLA leggur mikla áherslu á að bjóða upp á nærþjónustu um allt land og starf- rækir öflugar starfsstöðvar á landsbyggðinni þar sem fjórðungur starfsfólks starfar. Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Umsókn, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skal berast rafrænt í gegnum ráðningarvef EFLU efla.is/laus-storf fyrir 16. janúar 2022. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafur Daníelsson, svæðisstjóri á Suðurlandi. EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum aðila til starfa á Vesturlandi. Í dag er starfsstöð á Hvanneyri, en vilji er til að byggja upp þjónustu víðar á svæðinu. Starfið er tilvalið fyrir aðila sem er nú þegar búsettur á Vesturlandi eða sem horfir til þess að flytja þangað. efla.is412 6000

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.