Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2022, Síða 4

Skessuhorn - 09.03.2022, Síða 4
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 20224 Samkvæmt gildandi kosningalögum skulu almennar sveitarstjórnarkosn­ ingar haldnar annan laugardag í maímánuði, beri hann ekki upp á hvíta­ sunnu, annars þann fyrsta. Nú verður því kosið laugardaginn 14. maí. Ekki hef ég tölu á þeim skiptum sem ég hef kosið til sveitarstjórna. Vorið sem ég varð átján ára man ég að hart var tekist á um það á Alþingi að lækka kosningaaldur í 18 ár úr 20. Tillagan var felld og var ég því kominn á þrí­ tugsaldurinn þegar fyrst var óskað eftir þátttöku minni í kosningu hrepps­ nefndar Reykholtsdalshrepps. Ekki man ég gjörla hver úrslit í þeirri kosn­ ingu urðu, en sjálfsagt hafa það verið annað hvort fjórir eða fimm karlar sem kosnir voru og þá ein eða engin kona. Þannig var það yfirleitt. Menn sátu þá gjarnan í hreppsnefnd hér um bil jafn lengi og þeir vildu því hefð­ in var við persónukosningar í sveitum að ýmislegt þurfti að hafa gengið á til að menn væru felldir. Gátu þó, líkt og enn, hafnað endurkjöri jafn lengi og þeir höfðu setið, væru þeir búnir að fá sig fullsadda. Síðar á níunda ára­ tugnum var kosningaaldur færður niður í átján ár og nú eru ýmsir sem vilja að hann verði sextán. Þeir hafa hins vegar ekki fengið vilja sínum fram­ gengt á þingi. Mér segja fróðir menn að þjóðin glími nú við eitthvað sem kallað er kosningaþreyta, eða óþol. Vissulega höfum við endurkosið forseta fyrir ekki svo löngu og stutt síðan kosið var til þings. Þreytan markast hugsan­ lega af þeim langa tíma sem það tók að fá endanlega niðurstöðu um lög­ mæti þingkosninganna í september. Það var ekki fyrr en langt var liðið að jólum sem úrskurðað var að síðari atkvæðatalning í Norðvesturkjördæmi yrði látin gilda. Enga skoðun hef ég á því, allavega ekki sem ég gef uppi. Það mál var hins vegar dáldið klúður. Ólga því fylgjandi skapaði þreytu og pirring meðal þjóðarinnar sem mögulega getur réttlætt það sem kalla mætti kosningaþreytu nú þegar rúmir tveir mánuðir eru í sveitarstjórnar­ kosningar. Sé það rétt að komin sé þreyta í almenning um vilja til að ganga til lýð­ ræðislegra kosninga, er það grafalvarlegt. Hvort sem okkur líkar það vel eða illa, ber öllum að setja sig í startholurnar og undirbúa það að ganga að kjörborðinu 14. maí. Ef við erum illa upplögð til þess bendi ég á að gott er að taka vítamínin, stunda gönguferðir og borða hollan mat. Allavega er fátt verra og andlýðræðislegra en að nýta ekki kosningaréttinn, sitja bræld­ ur heima og hafa allt á hornum sér í garð þess ágæta fólks sem gefur kost á sér í þau samfélagsverkefni að sitja í sveitarstjórnum. Að því sögðu er einungis eitt sem er því til fyrirstöðu að við förum að velta fyrir okkur hverja við ætlum að kjósa. Jú, mikið rétt; það liggur ekki fyrir hverjir ætla að gefa kost á sér! Á öllu Vesturlandi er þegar þetta er skrifað einungis einn framboðslisti búinn að líta dagsins ljós; einn listi í tíu sveitarfélögum. Annar listi var væntanlegur í gærkvöldi, þriðjudag. Að vísu er nánast öruggt að kosið verði persónukjöri í minnstu hreppunum, en telja verður að sama skapi líklegt að í að minnsta kosti sex sveitarfélögum af tíu verði listakosningar. Það þýðir að á að giska átján framboðslistar eiga eftir að koma fram. Sú staðreynd að menn gefa seint upp vilja sinn til endurkjörs gerir þeim sem mögulega vilja stíga inn á sjónarsvið stjórnmálanna erfiðara fyrir. Ég ætla því að hvetja þau framboð, hreyfingar og stjórnmálaöfl sem enn eiga eftir að birta framboðslista sína, að flýta þeirri vinnu sinni. Mér finnst óboðlegt að þeir séu að líta dagsins ljós öllu síðar en þegar tveir mánuðir eru til kosninga. Að sama skapi finnst mér eðlilegt að þar sem kosið verður persónukjöri verði kallað eftir áhugasömu fólki sem vill leggja fram krafta sína í sveitarstjórn. Það er miklu vænlegra til árangurs að geta valið úr þeim sem raunverulega hafa áhuga og vilja leggja sig fram samfélaginu til heilla. Magnús Magnússon Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 4.110 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.550. Rafræn áskrift kostar 3.220kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.968 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Á gráu merinni Svæðisgarðurinn Snæfellsnes ætl­ ar í samstarfi við búnaðarfélögin þrjú á Snæfellsnesi að halda fund þriðjudaginn 15. mars í félags­ heimilinu Breiðabliki. Þar verður fjallað um áburðar­ og jarðræktar­ mál. Búnaðarfélögin þrjú á Snæ­ fellsnesi eru í hópi eigenda Svæðis­ garðsins og hafa frá upphafi átt full­ trúa í fulltrúaráði garðsins. „Bænd­ ur hér á svæðinu hafa tekið virk­ an þátt í margskonar verkefnum Svæðisgarðsins frá upphafi og eru áhugasamir enda taka þeir þátt í að velja verkefnin. Það er að þeirra frumkvæði sem við ætlum að halda þennan fund. Við Snæfellingar vilj­ um finna leiðir til að nýta áburðar­ efni enn betur, bæði með hug­ myndafræði hringrásarhagkerfis að leiðarljósi en líka af því að verð á áburði hefur hækkað gríðarlega,“ segir Ragnhildur Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins í samtali við Skessuhorn. Borgar Páll Bragason, frá Ráð­ gjafarmiðstöð landbúnaðarins mun halda erindi um áburð, hvernig megi nýta hann sem best og bend­ ir á leiðir til að styrkja hringrásar­ kerfið. „Það eru ýmis næringarefni í umhverfi okkar og við ætlum að kafa ofan í það hvar við getum fund­ ið þau hér í nærumhverfi okkar og nýtt þau betur. Kannski mætti nota það sem fellur til í öðrum atvinnu­ greinum í landbúnaði. Það vill engin borga meira en þarf fyrir tilbúinn áburð sem þarf að flytja inn,“ segir Ragnhildur. Þóroddur Sveinsson, deildarfor­ seti við Landbúnaðarháskóla Ís­ lands, mun halda erindi um reynslu og rannsóknir í jarðrækt. Þá mun Finnbogi Magnússon, fram­ kvæmdastjóri og bútæknifræðing­ ur, fjalla um möguleika í tækjabún­ aði og aðstöðu til að nýta sem best þann búfjár áburð sem fellur til. „Við vitum að það er margt að gerast í löndunum í kringum okkar, tækni fleygir fram og það er ljóst að hér eru ýmis tækifæri sem við þurfum að skoða betur,“ segir Ragnhildur. „Þessi mál verða ekki leyst á einum fundi en ég vona að þarna verði tek­ ið skref að stóru verkefni til að nýta þau næringarefni sem falla til hér á Snæfellsnesi eins vel og hægt er og styrkja þannig hringrásarkerfið okk­ ar enn frekar. Jafningjafræðslan get­ ur verið svo sterk, þegar fólk kemur saman, talar saman og lærir hvert af öðru. Það er fyrsta skrefið til að ná háleitum markmiðum okkar,“ bætir hún við. Fundurinn hefst klukkan 14:00 í stóra salnum í félagsheimilinu Breiðabliki og er opinn öllum. arg Veðurklúbburinn á Dalbæ á Dalvík er fyrir löngu orðinn landsþekkt­ ur. Þar spá menn og spekúlera, lesa jafnvel í garnir og spá um veðrið. Í fundargerð frá 4. mars síðastliðn­ um segir: „Við gætum nánast af­ ritað hingað síðustu fundargerð því veðurspá marsmánaðar hljóm­ ar mjög svipað og sú síðasta, þó úr­ koma hérna á Dalvík í mars verði ekki eingöngu í föstu formi heldur aðeins blautari en hún var í febrú­ ar. En áfram verðum við í einhverju mildasta veðrinu hérna á „Dallas“ á meðan við erum farin að vorkenna suður­, austur­ og vesturhlutum landsins fyrir þá veðráttu sem yfir þá gengur.“ Greinilegt er að víða er kom­ ið við í spekúleringum hópsins. Í fundargerð segir: „Við fréttum þó af kindum sem höfðu náð að fela sig í Eldborgarhrauni í Kolbeinsstaða­ hreppi í mest allan vetur, sem voru búnar að fá nóg af þessari veðráttu á þeim slóðum og drifu sig bara heim að Ystu­Görðum til Andrés­ ar og Þóru um miðjan febrúar til að komast í almennilegt skjól. Og mátti Andrés bóndi víst hafa sig allan við að ná að fylgja þeim eft­ ir heim að húsum síðasta spölinn. Enda skall á eitthvað það leiðinleg­ asta veður á þeim slóðum í vetur þá um nóttina. Þarna minntu þess­ ar snjöllu skepnur okkur á að þær vita á sig veðrið oft mun betur en við mannfólkið ­ og ættum við því að vera mun duglegri við að læra af þeim,“ segir í fundargerð Veð­ urklúbbs Dalbæjar á Dalvík síðast­ liðinn föstudag. mm Kindurnar komu sér í skjól fyrir stærsta hvellinn Fundur um áburðar- og jarðræktarmál á Snæfellsnesi

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.