Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2022, Qupperneq 11

Skessuhorn - 09.03.2022, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2022 11 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Leikdeild Skallagríms setur á svið hinn stórskemmtilega íslenska söngleik Slá í gegn í leikstjórn Elfars Loga Hannessonar. Söngleikurinn er eftir Guðjón Davíð Karlsson (Góa). Innblástur verksins er sóttur í lög Stuðmanna. Þetta er í fyrsta sinn sem áhugaleikfélag setur þennan söngleik á svið. Sýningarnar verða í Félagsheimilinu Lyngbrekku sem hér segir: 1. Frumsýning. Föstudaginn 11. mars klukkan 20:00 2. Sýning Sunnudaginn 13. mars kl: 14:00 3. Sýning Sunnudaginn 13. mars klukkan 20:00 4. Sýning Þriðjudaginn 15. mars klukkan 20:00 5. Sýning Fimmtudaginn 17. mars klukkan 20:00 6. Sýning Föstudaginn 18. mars klukkan 20:00 7. Sýning Laugardaginn 19. mars klukkan 20:00 8. Sýning Sunnudaginn 20. mars klukkan 20:00 9. Sýning Þriðjudaginn 22. mars klukkan 20:00 10. Sýning Fimmtudaginn 24. mars klukkan 20:00 Miðaverð: 3500 krónur fyrir 14 ára og eldri 1500 krónur fyrir 13 ára og yngri 2500 krónur fyrir öryrkja og eldri borgara Miðapantanir eru í síma 696-1544 (Haffi) og einnig á netfangið: leikdeildskalla@gmail.com Slá í gegn í Lyngbrekku SK ES SU H O R N 2 02 2 Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Eldhúsinnréttingar Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15 Það verður æ algengari sjón að sjá brimbrettakappa eins og þá sem nýttu sér öldurnar í suðvestan­ áttinni í síðustu viku í fjörunni fyr­ ir neðan Bug, innan við Ólafsvík. Fréttaritara er ekki kunnugt hvaðan brimbrettakapparnir voru eða hvort þeir væru vanir en eitthvað gekk þeim illa að vera lengi á brettunum í einu, enda talsverður sjógangur. En aðstæður til brimbrettaiðkunar hafa verið mjög góðar undanfarna daga í lægðaganginum sem einkennt hefur veðráttuna. þa Þær voru eldhressar stöllurnar og vinnufélagarnir Hrefna Guðjóns­ dóttir og Ásta Björg Gísladótt­ ir þegar blaðamaður Skessuhorns rakst á þær í síðustu viku þar sem þær voru á fullu að þrífa og skola af gluggunum á versluninni Bjargi við Stillholt á Akranesi. Miðað við veðurhaminn undanfarið hefur ekki veitt af því slabbið hefur ver­ ið alls ráðandi og talsvert salt borist á land. Hrefna og Ásta Björg nýttu góða veðrið á fimmtudaginn í smá þrif svo að viðskiptavinir verslun­ arinnar gætu nú séð hluta af þeim vörum sem þær stilla út í gluggun­ um. vaks Íbúum á Vesturlandi fækkaði um 15 frá 1. desember 2021 til 1. mars 2022. Hlutfallslega fækkaði mest í Skorradalshreppi eða um 6,7% eða um fjóra íbúa. Þá fækkaði lítil­ lega, um innan við 1%, á Akranesi, Borgarbyggð, Stykkishólmi, Snæ­ fellsbæ og í Dalabyggð. Hlutfalls­ lega fjölgaði íbúum mest í Eyja­ og Miklaholtshreppi en þar fjölg­ aði íbúum um fjóra sem er 3,9% fjölgun, sem er einnig mesta hlut­ fallslega fjölgunin á landsvísu. Helgafellssveit kom þar næst á eftir með 3,8% fjölgun, eða þrjá íbúa. Í Hvalfjarðarsveit fjölgaði íbúum um ellefu og í Grundarfirði um fimm. arg Hrefna og Ásta Björg glaðbeittar á svip í gluggaþvottinum. Vinnufélagar í Bjargi bjarga sér Sörfað í sjónum við Ólafsvík Fjölgun á landsvísu var mest í Eyja- og Miklaholtshreppi á þriggja mánaða tímabili. Íbúum fækkar á Vesturlandi

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.