Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2022, Side 13

Skessuhorn - 09.03.2022, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2022 13 S K E S S U H O R N 2 02 2 Melahverfi III – nýtt deiliskipulag, lýsing Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á 345. fundi sínum þann 8. febrúar sl. að auglýsa lýsingu að deiliskipulagi vegna Melahverfis III samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt því að leita umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana almenningi. Um er að ræða deiliskipulagslýsingu fyrir nýja íbúðabyggð, um 7 hektara svæði staðsett austan við núverandi byggð í Melahverfi og er fyrirhuguð landnotkun svæðisins í samræmi við stefnumörkun fyrir þéttbýli í endurskoðuðu Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020 til 2032 sem er í vinnslu. Deiliskipulagslýsingin liggur frammi til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, Melahverfi og er jafnframt aðgengilegt á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is. Athugasemdum og ábendingum skal skilað til skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3, 301 Akranesi, eða á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is merkt “Melahverfi III” fyrir 26. mars 2022. Nú stendur yfir það tímabil ársins þegar almenningur á að skila inn skattframtölum sínum. Frestur til þess er til 14. mars. Netfram­ tal einstaklinga 2022 er að finna á þjónustuvefnum skattur.is en þar má m.a. finna einfaldar fram­ talsleiðbeiningar á fimm tungu­ málum; íslensku, ensku, spænsku, pólsku og litháísku. Skatturinn hvetur framteljendur eindregið til að nota rafræn skilríki við framtals­ skilin. Rafræn skilríki eru almennt álitin öruggasti auðkenningarmáti sem framteljendum býðst í dag. Aðstoð er veitt í síma 442­1414 mánudaga til fimmtudaga frá 9:00 til 15:30 og á föstudögum frá 09:00 til 14:00. Ekki er boðið upp á fram­ talsaðstoð í afgreiðslum Skattsins. Þú getur hringt í okkur eða pantað símtal og fengið aðstoð við að skila í gegnum síma. In english This is a reminder that your tax ret­ urn 2022 is now accessible on www. skattur.is. Deadline for individuals to file their tax return is March 14th 2022. Simple instructions are ava­ ilable in English, Polish, Spanish, Lithuanian and Icelandic. Tax ret­ urn assistance is available by calling 442­1414 or sending email to fram­ tal@skatturinn.is. Assistance will not be available at Tax Offices. mm Þessar ungu og brosmildu stúlk­ ur komu færandi hendi fyrr í vik­ unni og afhentu Rauða krossinum á Akranesi samtals 62.500 krón­ ur sem þær höfðu safnað til styrkt­ ar starfi Rauða krossins í Úkraníu. Þær heita: Jófríður Jara Sturlu­ dóttir, Sigurveig Sara Elvarsdótt­ ir, Maren Rún Jónsdóttir, Hekla María Davíðsdóttir, Regína Rún Hauksdóttir og Guðrún Margrét Halldórsdóttir. Rauði krossinn á Akranesi sendir þeim kærar kveðj­ ur og þakkar kærlega fyrir stuðn­ inginn. vaks Skattframtalsskil standa nú yfir Söfnuðu fyrir Rauða krossinn í Úkraínu

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.