Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2022, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 09.03.2022, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2022 23 Þessi ungu drengir kíktu í Dótarí við Smiðjuvelli á Akranesi. Ljósm. vaks Öskudagurinn hér og þar á Vesturlandi Það var mikið líf í 111 ára gömlu íþróttahöllinni á Hvanneyri á öskudaginn. Þá stóðu foreldrar, bekkjatenglar og Foreldra- félag leikskólans Andabæjar fyrir öskudagsballi fyrir unga sem aldna. Þar var kátt á hjalla; dansað, sungið og farið í limbó. Ljósm. ás Í lok öskudagshátíðar á Hvanneyri var kötturinn sleginn úr tunnunni en tunnan hafði verið fyllt með góðgæti í boði Arion banka. Ljósm. ás Nemendur og starfsfólk í Grunnskóla Snæfellsbæjar létu Öskudaginn ekki fara framhjá sér. Á Hellissandi mættu bæði nemendur og starfsfólk í búningum í tilefni dagsins og slógu köttinn úr tunnunni. Nemendur á mið- og unglingastigi Grunnskóla Snæfellsbæjar komu saman á sal skólans í Ólafsvík þar sem þau fóru í leiki og dönsuðu meðal annars limbó. Ljósm. þa. Þetta vélmenni tók á því í dansinum undir dynjandi tónlist á öskudagsskemmtun í Grundarfirði. Boðið var upp á dans og sprell í íþróttasalnum í síðasta skólatíma dagsins en veður var ekki með besta móti þennan dag til að ganga í fyrirtæki og syngja fyrir gotterísmola. Flestir létu það þó ekki stöðva sig og buðu nánustu ættingjum að skutla sér á milli fyrirtækja þar sem hægt var að hefja upp raust sína og kyrja fallega tóna fyrir vinnandi fólk í Grundarfirði. Ljósm. tfk. Búningar eru misjafnir eins og þeir eru margir. Hér er blómarós ein mætt í fullum skrúða á ritstjórn Skessuhorns. Ljósm. ki. Fanney María, Lena María, Katrín Embla og Maren Embla voru mættar á Skessu- horn til að syngja. Þær eru allar nemendur í 2. bekk í Brekkubæjarskóla. Ljósm. ki. Þeir Arnfinnur, Kolbeinn og Ísleifur eru góðir vinir og voru aldeilis klárir í myndatöku. Ljósm. ki.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.