Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2022, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 09.03.2022, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2022 25 Sunnudaginn 6. mars kom togarinn Drangey SK 2 til hafnar í Grundar­ firði til löndunar. Þetta glæsilega skip lagðist að nýja hafnarkantinum þar sem vöruflutningabílarnir biðu þess í röðum að flytja aflann norður í vinnsluna. Skipið stoppaði aðeins í nokkrar klukkustundir áður en það hélt aftur út á miðin. Alls fóru rúm­ lega 116 tonn á land og í bílana. Að kvöldi sunnudags var búið að landa rétt rúmlega 385 tonnum í Grundarfirði þessa fyrstu viku mars mánaðar. tfk Á fundi skipulags­ og byggingarnefndar Borgarbyggðar síðastliðinn mánudag var lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir land Breiðabólsstaðar II í Reykholts­ dal. Fram kemur að þar sé fyrirhugað að breyta landnotkun svæðis í landi Breiðabólsstaðar úr landbúnaðar­ landi og athafnasvæði í íbúðarsvæði. Nær breytingin til rúmlega 30 hekt­ ara lands og mun þetta stækka þétt­ býlissvæði Reykholts sem því nem­ ur. Þar er stefnt að því að verði 85­ 100 einbýlis­, par­ og raðhúsalóðir og ein lóð fyrir verslun og þjónustu. „Skipulags­ og byggingarnefnd legg­ ur til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda lýsingu til auglýsingar fyrir Breiðabólstað II,“ segir í funda­ gerð skipulags­ og byggingarnefnd­ ar. arg „Ég sá þetta förðunarnám auglýst á Instagram og hugsaði, núna eða aldrei. Ég eiginlega skráði mig áður en ég hafði tíma til hugsa mig um, eða finna afsakanir fyrir því að skrá mig ekki, eins og til dæmis að hafa ekki tíma, sem er alveg glötuð af­ sökun,“ segir Gunnhildur Lind Hansdóttir ljósmyndari í Borgar­ nesi sem lauk átta vikna diplóma námi í förðunarfræði frá Make­Up Studio Hörpu Kára í liðinni viku. „Ég fann um leið og ég var búin að skrá mig hvað ég var spennt að byrja, svo ég vissi strax að þetta var rétt ákvörðun hjá mér,“ bætir hún ánægð með þessa ákvörðun sína. No make-up make-up uppáhalds lúkkið Námið hófst 10. janúar og var mæting fjóra daga vikunnar, alla mánudaga til fimmtudaga í skól­ ann sem er við Ármúlann í Reykja­ vík. „Það er farið yfir rosalega mik­ ið af efni á þessum tíma,“ útskýr­ ir Gunnhildur. „Á mánudögum til miðvikudaga var okkur kennt ýmis make­up lúkk og á fimmtu­ dögum var alltaf það sem er kall­ að módel tími. Þá áttum við nem­ arnir að útvega módel sem við átt­ um svo að mála á ákveðinn hátt til að sýna fram á að við værum bún­ ar að ná ákveðinni tækni og fá fram ákveðið útlit,“ bætir hún við um uppbyggingu námsins. Förðunar­ fræðingar í dag þurfa að vera mjög fjölhæfir og þess vegna leggur skólinn mikla áherslu á að undirbúa nemendur sína vel. „Allir kennarar við skólann eru til að mynda starf­ andi förðunarfræðingar í brans­ anum í dag og það var svo gam­ an að heyra reynslusögurnar frá þeim. Við lærðum til dæmis mikið um húð, húðvinnu og hvað það er mikil vægt að undirbúa húðina vel áður en farðinn er settur á hana. Svo lærðum við að gera brúðar­ förðun, allskonar augnförðun, við lærðum um ýmis förðunar „trend“ frá mismunandi áratugum, sviðs­ og sjónvarpsförðun, special effect förðun eins og til dæmis að búa til sár og marbletti og fleira mætti telja. Sjálfri fannst mér skemmti­ legast að læra no make­up make­ ­up förðun sem er smá kaldhæðni því markmiðið með þeirri förðun, eins og nafnið gefur til kynna, er að láta það líta út eins og þú sért ekki með farða,“ segir Gunnhildur. „En í rauninni með no make­up make­ ­up lúkkinu, þá er það förðunar lúkkið sem sést hvað helst í auglýs­ ingum og tískutímaritum.“ Fermingar og brúðkaup framundan Útskrift verður í lok mánaðar og þá verður Gunnhildur orðin förðunar­ fræðingur. Hún er hins vegar sjálf­ stætt starfandi ljósmyndari og í ýmsum verkefnum fyrir Skessu­ horn. „Mér fannst förðunarfræðin haldast vel í hendur við ljósmynd­ unina og það er bara gaman að hafa þetta í vopnabúrinu eins og ég segi stundum. Ég er aðallega að mynda brúðkaup og fjölskyldur í dag en mig langar að koma mér meira inn í auglýsinga ljósmyndun og þar kemur þessi þekking sér vel. Í rauninni er ég bara að gera það sem mér þykir skemmtilegt, eins einfalt og það hljómar. Nú taka við ferm­ ingarmyndatökur sem eru að fara af stað fyrir páskana og svo eru loks­ ins brúðhjón að fá að halda brúð­ kaupin sín eins og við þekktum fyr­ ir tíma Covid, sem verður æði að fá að mynda. Það verður því nóg að gera næstu mánuði. Gott ef mað­ ur á ekki að eftir að farða einn eða tvo fyrir myndatöku og svo auð­ vitað ætla ég að skrifa aðeins fyrir Skessuhornið,“ segir Gunnhildur kát að endingu. mm Hér sést yfir Reykholt í átt að Breiðabólsstað. Ljósm. mm Leggja til stækkun íbúðabyggðar í Reykholti Hafsteinn Garðarsson hafnarvörður tekur á móti skipinu eins og svo oft áður. Drangey kom til löndunar í Grundarfirði Skipið bundið við bryggju áður en löndun hófst. Skráði sig í förðunarnám áður en hún hafði tíma til að finna afsökun Birta Þórðardóttir situr hér fyrir með no make-up make-up eftir Gunnhildi. Nemendur þurftu að sjá um förðun, hár, og fatnað í lokaverkefnum sínum sem fóru fram í síðustu viku. Hér er Gunnhildur að laga hárið á módelinu sínu og vin- konu, Jóhönnu Stefáns Bjarkardóttur fyrir „beauty“ lúkkið eins og það kallaðist.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.