Skessuhorn - 16.03.2022, Blaðsíða 1
arionbanki.is
Engin lántökugjöld á
100% rafmagnsbílum
Kynntu þér græna bílafjármögnun Arion banka.
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 11. tbl. 25. árg. 16. mars 2022 - kr. 950 í lausasölu
Opið
alla
daga
ársins
Tilboð gildir út mars 2022
HOT DOG & A
BOTTLE OF PEPSI
*BÆTTU VIÐ ANNARRI
PYLSU FYRIR 200 kr.
499 kr.
& Pepsi í flösku
PYLSA
Líf og fjör ásamt uppbyggilegri fræðslu einkenndi liðna viku í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Allir nemendur skólans eru í áfanganum Alls-kyns sem er helgað-
ur umfjöllun um kynlíf, kynhneigð og kynheilbrigði með áherslu á mikilvægi gagnkvæmrar virðingar í samskiptum fólks. Er þetta fyrsti áfanginn af fimm í Lífsnámi MB.
Þessir ungu menn voru sannarlega glæsilegir í kjólum og stilltu sér upp fyrir ljósmyndara. Sjá nánar frétt og myndir á bls. 28. Ljósm. MB.
Síðastliðinn mánudag bárust til-
kynningar frá báðum framboðun-
um sem við sveitarstjórnarkosn-
ingarnar fyrir fjórum árum buðu
fram lista og skipuðu í framhaldinu
meirihluta í sveitarstjórn Hval-
fjarðarsveitar. Fyrst barst tilkynn-
ing frá Á lista Áfram Hvalfjarðar-
sveit þess efnis að listinn muni ekki
bjóða fram í vor, en Á listinn fékk
fjóra menn kjörna í sveitarstjórn.
Skömmu síðar barst sambærileg
yfirlýsing frá H lista, en Brynja
Þorbjörnsdóttir oddviti listans
hefur setið í sveitarstjórn og skip-
að meirihluta ásamt Á lista fólki.
Einungis Íbúalistinn undirbýr nú
framboð af þeim þremur listum
sem buðu fram síðast. Íbúalistinn
hlaut tvo fulltrúa við síðustu kosn-
ingar og hafa þeir setið í minni-
hluta í sveitarstjórn.
Björgvin Helgason, oddviti
sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar
og fulltrúi Á lista Áfram sendi til-
kynningu fyrir hönd listans: „Á-listi
Áfram mun ekki bjóða fram í kom-
andi sveitarstjórnarkosningum í
Hvalfjarðarsveit. Fulltrúar listans
hafa tekið ákvörðun um að bjóða
ekki fram í komandi sveitarstjórnar-
kosningum sem fram fara 14. maí
næstkomandi. Á -listi Áfram hefur
verið í meirihluta í sveitarstjórn frá
sveitarstjórnarkosningunum 2018,
fengu fjóra menn kjörna, og hefur
starfað í samstarfi við fulltrúa H –
lista á þessu kjörtímabili.“
Brynja Þorbjörnsdóttir sendi
svohljóðandi tilkynningu: „H-listi
Hvalfjarðarlistinn mun ekki bjóða
fram í komandi sveitarstjórnar-
kosningum í Hvalfjarðarsveit. Full-
trúar listans hafa tekið ákvörðun
um að bjóða ekki fram í komandi
sveitarstjórnarkosningum sem fram
fara 14. maí næstkomandi. H-listi
hefur starfað í meirihluta í sveitar-
stjórn frá sveitarstjórnarkosningun-
um 2018 með fulltrúum Á-listans.
H-listinn þakkar fulltrúum Á list-
ans og sveitungum fyrir gott sam-
starf á kjörtímabilinu,“ segir í til-
kynningu frá H listanum. mm
Stjórnsýsluhúsið í Hvalfjarðarsveit. Ljósm. arg.
Meirihlutinn í Hvalfjarðarsveit
býður ekki fram að nýju