Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2022, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 16.03.2022, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 20228 Rákust saman við framúrakstur BORGARFJ: Rétt eftir hádegi á laugardag varð óhapp á Holtavörðuheiði þegar bíl- ar á suðurleið rákust saman á hliðunum. Tildrög slyssins voru þau að fremsti bíll í bíla- lest ók frekar hægt út af snjó- blindu og tveir bílar í röðinni fóru fram úr þegar færi gafst á sama tíma. Rákust þær saman og varð tjón á báðum bílum. -vaks Aflatölur fyrir Vesturland 5.-11. mars Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 10 bátar. Heildarlöndun: 4.291.313 kg. Mestur afli: Jóna Eðvalds SF: 932.972 kg í einni löndun. Arnarstapi: 2 bátar. Heildarlöndun: 44.131 kg. Mestur afli: Særif SH: 25.499 kg í þremur löndunum. Grundarfjörður: 12 bátar. Heildarlöndun: 995.821 kg. Mestur afli: Málmey SK: 204.537 kg í tveimur róðrum. Ólafsvík: 12 bátar. Heildarlöndun: 107.337 kg. Mestur afli: Ólafur Bjarna- son SH: 40.699 kg í fjórum löndunum. Rif: 11 bátar. Heildarlöndun: 634.042 kg. Mestur afli: Bárður SH: 198.447 kg í sjö róðrum. Stykkishólmur: 4 bátar. Heildarlöndun: 134.045 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 122.880 kg í tveimur löndun- um. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Jóna Eðvalds SF – AKR: 932.972 kg. 10. mars. 2. Svanur RE – AKR: 828.198 kg. 5. mars. 3. Ásgrímur Halldórsson SF – AKR: 703.340 kg. 6. mars. 4. Guðrún Þorkelsdóttir SU – AKR: 569.624 kg. 8. mars. 5. Venus NS – AKR: 565.870 kg. 9. mars -arg Stopp við blindhæð BORGARFJ: Á þriðjudag í liðinni viku lokaði vöruflutn- ingabifreið akrein á Vestur- landsvegi við blindhæð á móts við Klettstíu í Norðurárdal. Dekk var sprungið á bifreiðinni og hafði vélin einnig gefið sig og lak olía úr bifreiðinni. Lög- regla kom á vettvang og stjórn- aði umferð þar til málin leyst- ust. -vaks Tímabundin inniaðstaða BORGARNES: Ný inniað- staða fyrir golf og púttiðkun hefur verið að taka á sig mynd í kjallara Hjálmakletts í Borgar- nesi síðastliðnar vikur. Nú er aðstaðan tilbúin til notkunar. „Nú geta hafist æfingar barna og unglinga í golfi. Púttmótin fara aftur af stað fyrir klúbb- meðlimi ásamt því að púttiðk- un eldri borgara fer aftur á fullt skrið,“ segir framkvæmdar- stjóri Golfklúbbs Borgarness, Jóhannes Kristján Ármannsson, í samtali við Skessuhorn. Um er að ræða tímabundna aðstöðu fyrir golfiðkun innanhúss en allt golfstarf hefur legið niðri síðan aðstöðu klúbbsins var lokað í Brákarey snemma á síðasta ári. -glh Dansmaraþoni lokið REYKHOLT: Fermingar- börn í Borgarbyggð dönsuðu í heilan sólarhring um síðustu helgi og söfnuðu um leið fyr- ir vatnsbrunni í Eþíópíu. Auk þess að dansa fengu krakkarnir fermingarfræðslu og kynningu á vatnsverkefninu sem þau voru að safna fyrir. „Og tóku þátt í öllu af heilum hug og hjarta og sýndu kærleika í verki,“ segir á Facebook síðu Reykholtspresta- kalls um viðburðinn. -arg Skagamaðurinn Dúi J. Land- mark hefur verið ráðinn nýr upp- lýsingafulltrúi matvælaráðuneytis- ins. Dúi er með diplóma í frönsku og markaðs- og útflutningsfræð- um og hefur fjölbreytta reynslu úr kynningarmálum og fjölmiðlum. Hann hefur undanfarið starfað sem verk efnastjóri miðlunar hjá Land- græðslunni. Frá 1991 hefur hann starfað við sjálfstæða framleiðslu fyrir innlendar og erlendar sjón- varpsstöðvar, bæði í handritaskrif- um og myndgerð, meðal annars fyrir Stöð 2. Hann er einnig höf- undur bókarinnar Gengið til rjúpna og var áður formaður Skotvís. Nýtt matvælaráðuneyti tók til starfa í febrúar og er unnið að matvæla og fæðuöryggi Íslands samkvæmt hugmyndafræði einn- ar heilsu. „Íslenskur landbúnað- ur, sjávarútvegur og fiskeldi mynda þungamiðjuna í innlendri fram- leiðslu matvæla og hafa mikil og sterk tengsl við atvinnu fólksins í landinu. Með ráðuneyti matvæla gefst tækifæri til að leggja áherslu á matvælaframleiðsluna, nýsköp- un og eflingu loftslagsmála og bæta þar með lífsskilyrðin í landinu okk- ar enn frekar. Markmiðið er að hér sé gott að búa og starfa, þannig að hér ríki velsæld og jöfnuður og að þannig verði það áfram fyrir kyn- slóðir framtíðarinnar,“ segir Svan- dís Svavarsdóttir, matvælaráðherra. mm Mennta- og menningarráðuneytið vekur athygli á að opnað hefur ver- ið fyrir tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2022. „Mark- mið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðar- fullu og vönduðu skóla- og frí- stundastarfi með börnum og ung- lingum. Ein verðlaun eru veitt fyr- ir framúrskarandi skóla- og frí- stundastarf, önnur eru veitt fram- úrskarandi kennara og þau þriðju fyrir framúrskarandi þróunarverk- efni, auk sérstakra hvatningarverð- launa. Sérstök athygli er vakin á því að í ár bætist við nýr verðlauna- flokkur; Framúrskarandi iðn- eða verkmenntun. Verðlaun verða veitt kennara, námsefnishöfundi, skóla- eða menntastofnun fyrir framúr- skarandi starf, verk eða framlag til iðn- eða verkmenntunar. Þessi nýi flokkur er til orðinn að frumkvæði Samtaka iðnaðarins sem nú hafa gengið til liðs við þá aðila sem að verðlaununum standa.“ Tilnefningar þurfa að berast fyr- ir 1. júní. Viðurkenningarráð velur þrjár til fimm tilnefningar í hverj- um flokki til kynningar á alþjóða- degi kennara 5. október. Verðlaun- in verða veitt við hátíðlega athöfn í nóvember og mun RÚV sýna frá afhendingunni. mm Rúmlega tveir þriðju landsmanna eru fylgjandi lagningu Sundabraut- ar samkvæmt niðurstöðu úr nýrri könnun Maskínu. Greint var frá niðurstöðunni á vefnum visir.is í síðustu viku. Könnunin var lögð fyrir dagana 7.-14. febrúar og svör- uðu henni 926 einstaklingar víðs vegar af landinu. Rúmlega 66% sögðust hlynntir lagningu Sunda- brautar burtséð frá því hvort um verði að ræða brú eða göng. 27,5% voru í meðallagi hlynntir lagn- ingu Sundabrautar og 6,2% voru andvígir. Heilt yfir voru karlar hlynntari lagningu Sundabraut- ar en konur og eldra fólk var líka frekar hlynnt lagningu brautarinn- ar en yngra fólk. Ekki þarf að koma á óvart að íbúar á Vesturlandi og Vestfjörðum voru töluvert hlynnt- ari lagningu Sundabrautar en íbúar annarra landshluta. arg Heyrnar- og talmeinastöð- in stóð fyrir Degi heyrnar fyrir skömmu. „Í ár er einblínt á ungt fólk og fyrirbyggjandi aðgerð- ir til varnar heyrnarskerðingu. Alþjóðaheilbrigðis málastofnunin (WHO) hefur unnið að alþjóða- staðli öruggrar hlustunar fyr- ir afþreyingar- og skemmtistaði og mun setja hann í loftið á Degi heyrnar,“ sagði í tilkynningu. „Að hlusta á hávær hljóð skemm- ir taugar í eyrum og getur leitt til heyrnartaps eða stöðugs suðs í eyr- um (tinnitus). Heyrnartap er óaft- urkræft. Ekki eru allir sem vita að til eru ýmis úrræði og leiðir til að minnka líkur á heyrnartapi vegna hávaða og bendir Heyrnar- og tal- meinastöðin á ýmsar upplýsingar þar að lútandi. Sjá nánar á hti.is. mm Tveir þriðju eru hlynntir lagningu Sundabrautar Dúi J. Landmark. Ljósm. frg. Dúi er nýr upplýsingafulltrúi Örugg hlustun fyrir öllu Tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.