Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2022, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 16.03.2022, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 202210 Á sjöunda tímanum á þriðjudags- kvöldið í síðustu viku var Slökkvi- lið Grundarfjarðar kallað út vegna elds í atvinnuhúsnæði við Sólvelli 5 í Grundarfirði. Fljótlega var ljóst að um stórbruna væri að ræða og var kallað eftir liðsauka frá Slökkvi- liði Snæfellsbæjar. Í húsinu voru þrjú fyrirtæki starfrækt. Húsið var mannlaust þegar eldurinn gaus upp og var fólk því ekki í hættu. Vindátt var hagstæð að því leyti að vindur stóð af atvinnuhúsnæði Ragnars og Ásgeirs ehf. sem er skammt frá hús- inu sem brann. Slökkvistarfi lauk á tíunda tíman- um um kvöldið og var ljóst að um altjón var að ræða á húsinu og því sem í því var. tfk Altjón þegar verkstæðishús brann í Grundarfirði Horfðu á verkstæðið sitt fuðra upp Þriðjudaginn 8. mars síðastliðinn varð laus eldur í Bifreiðaþjón- ustu Snæfellsness að Sólvöllum 5 í Grundarfirði. Þar eru einnig fyrirtækin Rútuferðir og Álfar og Tröll til húsa en rekstraraðilar allra þessara fyrirtækja eru hjónin Hjalti Allan Sverrisson og Lísa Ásgeirs- dóttir. Ljóst er að tjónið er umtals- vert enda húsið gjörónýtt og allt sem í því var. Það var þung brúnin á eigendunum þegar ljósmyndari Skessuhorns kíkti á þau hjón- in á meðan stórvirkar vinnuvélar voru að rífa niður rústirnar síðasta laugardag. „Við vorum ágætlega tryggð en það bætir að sjálfsögðu ekki allan skaðann sem við urðum fyrir,“ seg- ir Lísa Ásgeirsdóttir í stuttu spjalli við fréttaritara. „Nú liggur mest á að finna húsnæði til leigu þar sem við getum þjónustað rúturnar okk- ar og vonandi skýrist það á næstu dögum,“ bætir hún við, en Snæ- fellsnes Excursions er rútufyrir- tæki sem sér um strætóferðir og skólaakstur á svæðinu. „Sem betur fer þá sluppu allar rúturnar við skemmdir og því get- um við haldið ótrauð áfram með þann rekstur. Við vitum ekki alveg hvernig þetta þróast enda stutt síð- an þetta gerðist. Okkur lá mest á að fjarlægja rústirnar enda er þetta slysagildra ef einhverjir færu að flækjast þarna,“ segir Hjalti, en niðurrifi og hreinsunarstarfi var að mestu lokið á sunnudeginum. „Nú þurfum við bara að sjá til hvað við gerum. Byggjum aftur eða reyn- um að finna hentugt húsnæði und- ir starfsemina en þetta þarf allt að vega og meta næstu vikur,“ segir hann. „Svo viljum við þakka kærlega fyrir þann samhug sem við höfum fundið síðustu daga frá öllum. Eins eiga slökkviliðin tvö sem komu að þessu sérstakt hrós skilið því liðs- menn þeirra stóðu sig frábærlega.“ Það var ekki neina uppgjöf af finna á þeim hjónum, þó verkefnin framundan séu krefjandi. tfk Lísa Ásgeirsdóttir og Hjalti Allan Sverrisson fyrir framan brunarústirnar. Vinnuvél með krabbakló byrjuð að rífa verkstæðið niður. Stærðar skurðgrafa byrjuð að moka rústunum upp í gáma. Myndir sem teknar voru daginn eftir brunann.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.