Skessuhorn - 16.03.2022, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 2022 17
VETRAR
DAGAR
17.-20. mars 2022
Nánar um alla
viðburði á skagalif.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
2
Strætisvagnar á Akranesi
Innanbæjarakstur
2022 – 2029
Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í akstur
strætisvagna innanbæjar á Akranesi.
Verktaki skal leggja til flutningstæki og alla þjónustu við verkið.
Um er að ræða leið 1 sem er reglulegur akstur á virkum dögum allan
samningstímann. Leið 2 er ný leið, sem skiptist í almennan akstur
og frístundaakstur, og verður til reynslu í 2 ár.
Samningstími er 1. júlí 2022 til 30. júní 2029, með heimild til
framlengingar, tvisvar sinnum eitt ár.
Verkið er auglýst á EES. Útboðsgögn eru aðgengileg á rafrænu
formi frá miðvikudeginum 16. mars 2022 í gegnum útboðsvef
Mannvits: https://mannvit.ajoursystem.is/.
Tilboðum skal skilað á útboðsvefinn fyrir
kl. 11:00 föstudaginn 22. apríl 2022.
Opnunarfundur verður streymt í gegnum Teams, og fundargerð
verður send öllum bjóðendum eftir opnun tilboða.
Aðalfundarboð
Hér með er boðað til fyrsta aðalfundar Ferðafélags
Borgarfjarðarhéraðs.
Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Food Station í Borgarnesi
miðvikudaginn 23. mars kl. 20.00
Dagskrá:
Hefðbundin aðalfundarstörf og kynning á nýrri gönguleið í
Borgarfjarðarhéraði.
Kaffiveitingar í fundarhléi.
Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa allir þeir sem skráðir eru í félagið áður
en fundur er settur.
Fjölmennum á aðalfund og höfum áhrif
á mótun félagsins.
Stjórn FFB
Síðastliðinn mánudag voru átta-
tíu ár síðan hlutafélagið Laugaland
ehf. var stofnað í Stafholtstungum
og uppbygging garðyrkjustöðv-
ar hófst. Þessara tímamóta verð-
ur minnst með ýmsum hætti á
afmælisárinu. Meðal annars haafa
feðgarnir Helgi Bjarnason og
Bjarni Helgason fundið til gaml-
ar ljósmyndir úr starfinu og upp-
byggingunni á Laugalandi, sem
nú eru komnar upp á vegg í starfs-
mannaaðstöðu garðyrkjustöðvar-
innar ásamt sögunni.
Það voru bræðurnir Helgi og
Ólafur Bjarnasynir sem keyptu
jörðina Stafholtsveggi árið 1941 og
hófu strax kraftmikla uppbyggingu
garðyrkjustöðvarinnar Laugalands
við hverinn Veggjalaug. Hlutafé-
lag um reksturinn var svo stofnað
þennan dag árið 1942. Fyrst var
gróðurhús byggt ásamt vinnuskúr-
um og íveruhúsi. Uppbyggingunni
var haldið áfram næstu árin og hef-
ur ásamt endurnýjun húsa og þróun
tækni staðið óslitið í þau áttatíu ár
sem fyrirtækið hefur starfað.
En grípum hér niður í texta
Helga Bjarnasonar á söguspjöldun-
um: „Tómatar og gúrkur voru lengi
uppistaðan í ræktuninni en einnig
reyndar ýmsar aðrar tegundir á
upphafsárunum, eins og melónur,
blómkál og gulrætur. Vínber voru
í þrjátíu ár þekktasta afurð Lauga-
lands, eða þar til sveppirnir tóku
við keflinu. Bjarni Helgason var
brautryðjandi í ræktun sveppa hér á
landi og var Laugaland helsti rækt-
andi þeirra um árabil. Frá því upp
úr 1990 hefur stöðin verið sérhæfð
í ræktun á gúrkum allt árið með
aðstoð gróðurlýsingar og annarr-
ar ræktunartækni og er Laugaland
einn helsti framleiðandi á gúrkum
í landinu.“
Bjarni Helgason eignaðist garð-
yrkjustöðina og rak í áratugi. Hef-
ur fyrirtækið þannig verið í eigu
sömu fjölskyldu alla tíða, en þriðji
og fjórði ættliður í beinan karllegg
eiga rekstrinum í dag; Þórhallur
Bjarnason og eiginkona hans Erla
Gunnlaugsdóttir ásamt syni þeirra
Hjalta Þórhallssyni. mm
Fremsta síða af löngu og ítarlegu
stofnskjali sem gert var þegar félagið
var stofnað fyrir 80 árum.
Garðyrkjustöðin Laugalandi er 80 ára
Núverandi eigendur eru þau Hjalti Þórhallsson, Þórhallur Bjarnason og Erla Gunnlaugsdóttir
Myndskreyttum söguspjöldum hefur verið komið fyrir í starfsmannaaðstöðunni á
Laugalandi.