Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2022, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 16.03.2022, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 2022 31 Höttur og ÍA mættust í 1. deild karla í körfuknattleik síðastliðið fimmtudagskvöld og fór leikurinn fram í MVA-höllinni á Egilsstöð- um. Skagamenn mættu frekar fámennir til leiks og með ungt lið því aðeins voru átta á leikskýrslu og þar vantaði meðal annars þeirra besta leikmann í vetur, Christoph- er Clover sem var veikur. Það virt- ist þó ekki koma að sök í fyrsta leik- hluta því Skagamenn komu heima- mönnum á óvart og voru yfir við lok hans, staðan 25:27. En fljótlega í öðrum leikhluta skoraði Höttur 15 stig í röð og staðan allt í einu orðin allt önnur, 42:32. Svipað- ur stiga munur hélst út annan leik- hlutann og staðan í hálfleik 58:47 fyrir Hetti. Í þriðja leikhluta tóku heima- menn öll völd, gestirnir höfðu engin svör og Hattarmenn voru komnir í hundrað stigin þegar hon- um lauk og með 35 stiga forystu, 100:65. Þeir slökuðu lítið á klónni í síðasta fjórðungnum og lokastaðan öruggur sigur Hattar, 128:84. Það er því ljóst eftir þennan leik að Skagamenn eru fallnir í 2. deild því þeir geta aðeins jafnað Hamar að stigum ef þeir vinna síðustu þrjá leiki sína í deildinni og það dugar ekki sökum innbyrðis viðureigna liðanna í vetur. Skagamenn fengu óvænt boð rétt fyrir mót að taka slaginn í 1. deildinni en hafa átt erfitt uppdráttar og aðeins unnið einn leik til þessa. En mótlætið gerir ekki annað en að herða menn og vonandi geta stuðningsmenn ÍA fylgst með sínum mönnum í 2. deild á næsta tímabili. Stigahæstir hjá ÍA voru þeir Lucien Christofis með 27 stig, Aron Elvar Dagsson með 26 stig og Þórður Freyr Jónsson með 18 stig. Hjá Hetti var Arturo Rodrigu- ez með 24 stig, Timothy Guers með 20 stig, 12 fráköst og 13 stoðsendingar og Matej Karlovic með 19 stig. Næsti leikur ÍA var Vesturlands- slagur gegn Skallagrími og fór hann fram í gær, eftir að Skessuhorn fór í prentun. vaks Leikmenn meistaraflokks ÍA í karlaboltanum halda í æfingaferð til Salou á Spáni á föstudaginn. Jón Þór Hauksson þjálfari liðsins seg- ir að ferðin sé hluti af lokaundir- búningi liðsins fyrir Íslandsmótið sem nú heitir Besta deildin. Fyrsti leikur Skagamanna verður gegn Stjörnunni í Garðabæ 19. apríl og lýkur þann 17. september á Akra- nesvelli gegn Leikni Reykjavík. Í byrjun október hefst síðan úrslita- keppni sem er nýjung í efstu deild karla. Jón Þór segir að æfingar hafi gengið mjög vel eftir að hann tók við liðinu, þrátt fyrir bakslag fljót- lega eftir að hann kom til starfa vegna meiðsla og Covid smita hjá leikmönnum. Segir hann nú allt komið á fullt fyrir lokaundir- búninginn og kveðst sáttur með frammistöðu liðsins í æfingaleikj- unum í vetur. „Ég er sáttur með leikmanna- hópinn og tel að þeir leikmenn sem við höfum fengið til liðs við hóp- inn að undanförnu muni styrkja hann mikið. Eins og flest lið erum við áfram að líta í kringum okkur í leikmannamálum og það kemur bara í ljós hvað gerist en það eru hins vegar ungir og efnilegir strák- ar sem hafa verið að standa sig vel í æfingaleikjunum sem ég hef fulla trú á,“ segir Jón Þór. Spurður út í meiðsli leikmanna þá segir hann að bæði Hallur Flosa- son og Hollendingurinn Wout Droste væru að glíma við meiðsli. Hallur væri farinn að æfa en Hol- lendingurinn hefur ekkert get- að æft í vetur vegna meiðsla. En góðu fréttirnar væru þær að Oli- ver Stefánsson lék í þrjátíu mínútur í æfingaleik gegn Haukum í Akra- neshöllinni síðastliðinn fimmtudag í leik sem Skagamenn sigruðu 3:0 og hefði liðið að mestu verið skipað yngri leikmönnum. se Skallagrímur tók á móti Hruna- mönnum í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og fór leikurinn fram í Fjósinu í Borgarnesi. Gestirnir voru sterk- ari í fyrri hluta fyrsta leikhluta og komust í 6:12 en heimamenn komu síðan til baka og staðan 20:21 fyr- ir Hrunamönnum við flautið. Jafn- ræði var með liðunum allan ann- an leikhlutann, lítið skildi á milli og staðan í hálfleik 49:46 fyrir Skallagrími. Baráttan hélt áfram í þriðja leik- hluta, Hrunamenn þó ívið sterkari en Skallarnir áttu síðasta orðið með fimm stigum á síðustu mínútunni, staðan 67:70. Gestirnir bættu síð- an aftur í, náðu 15 stiga forystu um miðjan fjórða leikhluta og heima- menn áttu engin svör, lokastað- an tólf stiga sigur Hrunamanna frá Flúðum, 86:98. Stigahæstir hjá Skallagrími voru þeir Bryan Battle með 23 stig, Sim- un Kovac var með 18 stig og 15 frá- köst og Marinó Þór Pálmason með 13 stig. Hjá Hrunamönnum var Clayton Ladine með 26 stig, Karlo Lebo með 22 stig og 10 fráköst og Yngvi Freyr Óskarsson með 15 stig. Næsti leikur Skallagríms var Vestur landsslagur gegn ÍA í gær á Akranesi en leiknum var ekki lokið þegar Skessuhorn fór í prentun. vaks Snæfell og Hamar-Þór mættust í 1. deild kvenna í körfuknattleik á laugardaginn og fór leikurinn fram í Stykkishólmi. Leikurinn var mjög mikilvægur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en fyrir leik var Snæfell í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig og Hamar-Þór í sjö- unda sæti með 18 stig. Leikmenn Hamars-Þór voru ákveðnari í fyrsta leikhluta og leiddu með sex stig- um, 12:18. Snæfell náði að minnka muninn í tvö stig fljótlega í öðrum leikhluta en eftir um sex mínútna leik var staðan 24:31 fyrir gestun- um. Aftur náðu Snæfellsstúlkur að minnka forskotið en gestirnir gáfu síðan í og fóru með fimm stiga for- ystu inn í hálfleikinn, 31:36. Snæfell átti ágætis þriðja leik- hluta og komst yfir undir lok hans í annað skiptið í leiknum eftir að hafa komist í 2:0 í byrjun leiks, staðan fyrir síðasta fjórðunginn 52:51 Snæfelli í vil. En gestirn- ir neituðu að gefast upp og virtust vilja sigurinn meira. Staðan var þó jöfn 62:62 eftir rúman fimm mín- útna leik og þegar tæp ein mín- úta var eftir af leiknum var staðan 67:68 fyrir gestunum. Þær áttu hins vegar síðasta orðið og skoruðu síð- ustu sex stigin í leiknum, lokastað- an 67:74 Hamri-Þór í vil. Aðeins ein umferð er eftir í 1. deild kvenna og fer hún fram í kvöld og á morgun. Ármann og ÍR eru efst og örugg með sæti í úrslita- keppninni en Snæfell, Þór Akur- eyri, KR og Hamar-Þór berjast um hin tvö sætin. Snæfell, Þór og KR eru öll með 22 stig og Hamar-Þór með 20 stig. Stigahæstir í liði Snæfells voru þær Rebekka Rán Karlsdóttir með 16 stig, Gunnhildur Gunnarsdóttir var með 14 stig og Preslava Koleva með 11 stig. Hjá Hamri-Þór var Astaja Tyghter með 31 stig og 14 fráköst, Julia Demirer með 22 stig og 17 fráköst og Helga María Jan- usdóttir með 11 stig. Síðasti leikur Snæfells í deildinni í vetur var í gærkvöldi gegn liði ÍR en honum var ekki lokið þegar Skessuhorn fór í prentun. vaks Aðeins þrjú lið af Vesturlandi léku um helgina í Lengjubikarnum í knattspyrnu. Skallagrímur reið á vaðið á laugardaginn þegar liðið sótti heim KFB í nýju knattspyrnu- höllina Miðgarð í Vetrarmýri í Garðabæ. KFB komst í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Joost Haandrikman og Garðari Geir Haukssyni . Elís Dofri Gylfason minnkaði muninn í 2-1 á 65. mín- útu og fimm mínútum síðar jafn- aði Hlöðver Már Pétursson fyr- ir Skallagrím. Það var síðan Elís Dofri sem kom Skallagrími yfir á 75. mínútu og tryggði liði sínu sinn fyrsta sigur í C deild karla í ár. Skagamenn léku á mánudaginn gegn Stjörnunni í Miðgarði í Garðabæ og með sigri hefðu Skaga- menn náð efsta sætinu í riðlinum og komist í undanúrslit Lengju- bikarsins. Adolf Daði Birgis son kom Stjörnunni yfir í fyrri hálfleik og Emil Atlason bætti við tveimur mörkum fyrir heimamenn í seinni hálfleik. Með þessum sigri náði Stjarnan efsta sætinu og sæti í und- anúrslitum á kostnað Breiðabliks og ÍA. Kvennalið ÍA lék á mánudaginn gegn liði Fram og fór leikurinn fram í Akraneshöllinni. Ylfa Lax- dal kom ÍA í tveggja marka for- ystu með mörkum eftir rúmlega hálftíma leik og Unnur Ýr Har- aldsdóttir bætti þriðja markinu við skömmu fyrir leikhlé. Ana Da Costa Bral minnkaði muninn fyr- ir gestina í byrjun seinni hálfleiks en þá settu Skagakonur í fluggírinn og skoruðu fjögur mörk á tæplega 20 mínútna kafla. Ylfa Laxdal náði fernu með tveimur mörkum og þær Lilja Björg Ólafsdóttir og Sand- ra Ósk Alfreðsdóttir voru með eitt mark hvor. Lokastaðan 7-1 fyrir ÍA og eru þær efstar í sínum riðli með sex stig í C deild. vaks Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA. Ljósm. úr safni/kgk Skagamenn á leið í æfingabúðir til Spánar Skallagrímur tapaði gegn Hrunamönnum Bryan Battle var með 23 stig gegn Hrunamönnum. Hér í leik fyrr í vetur á móti Hamri. Ljósm. glh Rebekka Rán var með 16 stig í leiknum. Hér í leik gegn Aþenu fyrir skömmu. Ljósm. sá Snæfell tapaði gegn Hamri Þór Úr leik ÍA og Hamars á dögunum. Ljósm. vaks Gulklæddir fallnir í 2. deild í körfunni Elís Dofri Gylfason skrifaði undir samning fyrir helgina hjá Skallagrími og skoraði síðan tvö mörk í fyrsta leik. Ljósm. af facebook síðu Skallagríms. Tveir sigrar og eitt tap í Lengjubikarnum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.