Skessuhorn - 16.03.2022, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 202220
Snemma á fimmtudagsmorgun
kom færeyska skipið Götunes
FD-950 inn til loðnulöndunar á
Akranesi, en það er vissulega ekki
á hverjum degi sem færeysk skip
landa þar. Götunesið var tekið inn
á undan Jónu Eðvalds SF sem kom
kvöldið áður. Löndunarbið var því í
höfninni þennan dag, enda loðnu-
veiðarnar nú í hámarki og unnið á
vöktum við frystingu og bræðslu.
Skipin hafa síðustu daga kom-
ið hvert af öðru enda er nú veitt
í kapphlaupi við tímann, loðn-
an komin að hrygningu. Þrátt fyr-
ir þráláta ótíð hafa skipin verið að
fá þokkalegan afla. Eftir helgina var
búið að landa 478 þúsund tonn-
um á landinu öllu og átti þá eftir að
veiða rúmlega 200 þúsund tonn af
þeim afla sem íslensku skipunum er
úthlutað. Nú í byrjun vikunnar voru
flest skipin að veiðum á Faxaflóa, en
hafa einnig verið allt frá svæðinu
við Vestmannaeyjar og vestur um til
Öndverðarness. mm/ Ljósm. gsv
Fátt er betra þegar á ýmsu geng-
ur í veröldinni en að fara í leik-
hús. Það sýndi sig á fjöldanum
og stemningunni í félagsheimil-
inu Lyngbrekku í Álftaneshreppi
föstudaginn 11. mars þegar leik-
deild Umf. Skallagríms frum-
sýndi leikritið Slá í gegn eftir Guð-
jón Davíð Karlsson (Góa). Þetta
er í fyrsta sinn frá upphafi heims-
faraldurs sem borgfirskt leikfélag
frumsýnir verk og það var merkj-
anlegt hvað fólk naut þess að vera
komið aftur í heimaleikhús. Lit-
ríkt fjör ríkti á sviðinu og leik-
ararnir geisluðu gleði út til áhorf-
enda. Söguþráður verksins er hér
látinn liggja milli hluta, en um er
að ræða kómíska blöndun tveggja
sýninga, annars vegar sirkuss og
svo uppsetningar á Gullna hliðinu
sem Davíð Stefánsson skrifaði eft-
ir alkunnri þjóðsögu. Þetta skapar
að sjálfsögðu skemmtilega ringul-
reið og ýmis tækifæri til inn-
skota magnþrunginna setninga
Davíðs meðfram eðlislægu fjöri
hringleikahússins. Það var gaman
að sjá hvernig leikhópurinn gerði
þetta og leikmyndin var hagnýt og
vel nýtt.
Það reynir ekki bara á leik-
hæfileika í verki sem þessu, held-
ur líka hæfni í dansi og söng. Það
gladdi að sjá þá hæfileika njóta sín
hjá hópnum. Heyra mátti fallegar
söngraddir og sjá krefjandi og líf-
legar hreyfingar. Leikhópurinn er
fjölbreyttur og býr yfir krafti og
sköpunargleði. Það var bókstaflega
hægt að finna hvað þau höfðu gam-
an af því að gera þetta.
Svo er það tónlistin. Í verkinu
er að finna úrval af lögum Stuð-
manna, flest þeirra vel þekkt. Sum-
ir segja að tónlistin sé æðst lista.
Innkoma hennar skiptir miklu
máli í þessari uppfærslu. Ekki má
gleyma því að að baki svona sýn-
ingu liggur þétt samvinna margra
aðila. Framlag þeirra er samfélags-
lega afar mikilvægt. Blaðamaður
Skessuhorns þakkar góðum hópi
fyrir gefandi kvöldstund.
Guðrún Jónsdóttir
Verkefnið „Let´s come together
/ Komum saman“ var stofnað til
að styðja við fjölmenningarsamfé-
lag í Grundarfirði eða með öðrum
orðum, til að auka samskipti fólks
af ólíkum uppruna sem er búsett
á svæðinu. Frá þessu segir á vef
Grundarfjarðar.
Undanfarin ár hefur færst í vöxt
að til Grundarfjarðar flytji fólk
til þess að vinna um lengri eða
skemmri tíma en einnig hefur það
lengi verið svo að erlendir ríkis-
borgarar hafa fengið íslenskan rík-
isborgararétt, byggt hér upp heimili
og fjölskyldu og auðgað menningu
og samfélag. Verkefninu er ætlað
að bjóða heimamönnum og fólki af
erlendum uppruna tækifæri til að
kynnast betur. Ólíkur bakgrunnur
og fjölbreytileiki er kjarninn í ver-
kefninu, sem miðar að því að skapa
vettvang til að deila hæfileikum,
færni og áhugamálum með öðrum,
skemmta sér og gera hluti saman.
Markmiðið er að auka sköpunar-
gáfu og hugvit, sem leiðir vonandi
til nýrrar grasrótar íbúa svæðisins
á sviði menningar, heilbrigðis og
lista, auk umhverfisverndar.
Upphafsmaður verkefnisins er
Alicja Chajewska en hún á að baki
margra ára reynslu við vinnu svip-
aðra verkefna, t.d. Evrópuver-
kefnis. Auk hennar stendur Ildi
ehf. að verkefninu, en Sigurborg
Kr. Hannesdóttir á einnig að baki
langa reynslu við fjölbreytt verk-
efni. Grundarfjarðarbær og Svæð-
isgarðurinn Snæfellsnes eru sam-
starfsaðilar í verkefninu og Ingi
Hans Jónsson hjá Sögustofunni
kemur einnig að því. Verkefnið er
styrkt af Uppbyggingarsjóði Vest-
urlands, Grundarfjarðarbæ, Svæð-
isgarðinum Snæfellsnesi, Ildi ehf.
og Sögustofunni.
Stofnaður hefur verið Facebook
hópur fyrir verkefnið og var fyrsti
fundurinn haldinn 8. mars síðast-
liðinn í Sögumiðstöðinni. Fund-
urinn var á ensku og voru þátt-
takendur um 25 frá sjö þjóðlönd-
um. Stefnt er að því að næsti fund-
ur verði haldinn á pólsku og verð-
ur hann með svipuðu sniði. Margt
fróðlegt og skemmtilegt kom fram
á fundinum, m.a. að flesta langar til
að taka þátt í samfélaginu og gefa
af sér. Fólk langar að kynnast “inn-
fæddum” en veit ekki alltaf hvernig
á að fara að því. Mikill áhugi var á
því að hittast reglulega og var stofn-
aður þriggja manna hópur til að sjá
um “hittinga” í Sögumiðstöðinni
næstu sirka tvo mánuðina, líklega
að kvöldi til. Markmiðið er að gera
eitthvað skemmtilegt saman; spila,
spjalla, fræðast og kynnast fleirum.
Mikill áhugi er innan hópsins til að
læra betur íslensku og var unnið að
lausn á því.
Næsti fundur, sem fram fer á
pólsku. Enn fremur samverustund-
ir í Sögumiðstöð, sem ákveðið hef-
ur verið að halda reglulega næstu
vikurnar.
vaks
Skömmu fyrir miðnætti í fyrrakvöld kom Venus NS inn til hafnar á Akranesi til
löndunar. Beðið var meðan klárað var að landa upp úr Svani RE. Að löndun lokinni
hélt skipið til Reykjavíkur meðan beðið var þess að veðrinu slotaði.
Færeyingar lönduðu
loðnu á Akranesi
Færeyska skipið í höfn.
Jóna Eðvalds SF kom á miðvikudagskvöldið. Undir regnboganum felast jú verð-
mætin.
Á miðvikudagskvöldið kom Venus NS með um 500 tonn, mest hrognaloðna.
Landað var upp úr skipinu um nóttina og síðan landað úr Jónu Eðvalds sem kom
sama kvöld.
Guðrún Þorkelsdóttir SU kemur með loðnufarm á þriðjudaginn í liðinni viku.
Leikhópurinn ásamt leikstjóra sínum Elfari Loga Hannessyni. Ljósm. gj.
Gleðin við völd í Lyngbrekku
Frá fundinum 8. mars síðastliðinn. Ljósm. Alicja Chajewska
Styður við fjölmenningarsam-
félag í Grundarfirði