Skessuhorn - 16.03.2022, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 202212
Hús gamla Heiðarskóla í Hval-
fjarðarsveit hefur undanfarnar vik-
ur tekið miklum breytingum þar
sem búið er að breyta stórum hluta
hússins í íbúðir og einstaklingsher-
bergi. Húsið er í eigu fyrirtækisins
Fasteflis ehf. sem er í eigu Skaga-
mannsins Óla Vals Steindórsson-
ar. „Ég elska að breyta gömlu í
nothæft,“ segir Óli Valur þegar
blaðamaður Skessuhorns kíkti á
hann í gamla skólahúsið. Þá tek-
ur hann sem dæmi breytingar á
gömlu sögufrægu húsi við Brautar-
holt 18-20 í Reykjavík þar sem áður
var Þórscafé og Baðhús Lindu.
En byggingarfélagið Upprisa,
sem einnig er í eigu Óla Vals, hef-
ur breytt því húsi í 64 fullbúnar
íbúðir á bilinu 35-67 fm að stærð.
„Þetta eru litlar en vel skipulagð-
ar og sniðugar íbúðir en ég bjó
lengi í Tókýó og lærði þar að bera
virðingu fyrir fermetrum,“ segir
Óli Valur og brosir. En hægt er að
skoða það verkefni á bholt.is
Vill bjóða upp á nám
fyrir innflytjendur
Í gamla Heiðarskóla verða fjórar
fjölskylduíbúðir og 20 einstaklings-
herbergi með aðgengi að sameigin-
legum baðherbergjum auk þess
sem á jarðhæð er fullbúið eldhús
með matsal. Þá verða skólastofur í
vestasta hluta hússins þar sem á að
bjóða upp á íslenskukennslu fyrir
innflytjendur. Þá segir Óli Valur að
einnig sé stefnt að því að bjóða upp
á endurmenntunarnámskeið fyrir
innflytjendur sem fá ekki menntun
sína metna hér á landi. „Hjá okk-
ur eru um 200 starfsmenn og þar
af eru um 140 erlendir starfsmenn.
En því miður er það þannig að
þó fólk komi hingað menntað fær
það ekki réttindi hér á landi. Okk-
ur langar að geta boðið þessu fólki
upp á endurmenntun svo það fái
sína menntun metna hér á Íslandi,“
segir hann. „Það er ekki hlaup-
ið að því fyrir þetta fólk að fá sína
menntun metna og það er ekkert
réttlæti í því. Mér finnst það vera
okkar samfélagslega ábyrgð okkar
að aðstoða fólk í þessari baráttu,“
bætir hann við.
Aðspurður segist hann stefna á
að verklok verði í byrjun sumars.
„Þetta hefur unnist töluvert hraðar
en við bjuggumst við, það kom eig-
inlega á óvart hvað húsið var í góðu
ástandi,“ segir Óli Valur. En hverj-
ir koma til með að búa í húsinu?
„Fyrst og fremst okkar starfsfólk,“
svarar hann um leið og við göng-
um inn í glæsilega nýja íbúð á efstu
hæð. „Þessi íbúð er til dæmis ætluð
einum af lykilstarfsmönnum okkar
sem getur þá flutt hingað með fjöl-
skylduna sína en hér er þessi fíni
skóli og leikskóli með pláss fyrir
börn, sem er eitt af því sem ég elska
við þetta sveitarfélag,“ svarar Óli
Valur. „Við erum líka opin fyrir því
að nota það til að taka á móti fólki
frá Úkraínu ef vilji er fyrir því,“
bætir hann við að endingu.
arg
Góð sturtuaðstaða fyrir íbúa í einstak-
lingsherbergjum.
Gamli Heiðarskóli fær nýtt hlutverk
Óli Valur Steindórsson eigandi Fasteflis ehf.
Unnið er að breytingum í gamla Heiðarskóla.
Gamli Heiðarskóli fær nú nýtt og breytt hlutverk.
Inni í einni íbúðinni á efstu hæð í húsinu.
Lilja Rannveig Sigurgeirsdótt-
ir, þingmaður Framsóknarflokks-
ins í Norðvesturkjördæmi, sendi
fyrirspurn á Áslaugu Örnu Sig-
urbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar-
og nýsköpunarráðherra 10. febrú-
ar síðastliðinn þar sem hún spurði
hversu mörg heimili í dreifbýli
væru án eða með stopult farsíma-
samband. Í svari ráðherra í liðinni
viku kom fram að 117 lögheim-
ili í dreifbýli voru með lítið eða
ekkert símasamband árið 2021 og
1.693 voru með slitrótt eða stop-
ult símasamband.
„[...] hyggst ráðherra fela Fjar-
skiptastofu og Neyðarlínunni
að greina þessi lögheimili nán-
ar með tilliti til þess hvort þau
hafi aðgang að ljósleiðara eða
þeim standi til boða að fá slíka
tengingu í ár á grundvelli Ísland
ljóstengt eða hvort Neyðarlínan
hafi þegar gert úrbætur eða telji
forsendur til að gera þar úrbætur
á grundvelli útnefningar félags-
ins sem alþjónustuveitanda í fjar-
skiptum,“ segir í svari ráðherra.
Þá segir einnig að ráðherra muni
biðja Fjarskiptasjóði að fylgjast
með þróun mála og meta forsend-
ur fjárhagslegrar aðkomu sinn-
ar að nauðsynlegum úrbótum
ef önnur úrræði hafa verið full-
reynd. „Með þessum hætti verð-
ur brugðist strax við gagnvart
þeim lögheimilum um land allt
sem standa líklega verst og þeim
tryggt lágmarksfjarskipta öryggi
sem getur falist í öðrum sértæk-
ari, hagkvæmari og fljótlegri
lausnum en að byggja frá grunni
nýja fjarskiptastaði fyrir farnets-
senda.“ Þá er einnig tekið fram að
farsímaþjónusta sé ekki lögboðin
þjónusta á lögheimilum landsins
sem ríkinu beri að tryggja.
Þriðjungur sveitabæja
með lélegt samband
Svarinu frá ráðherra fylgdi tafla
sem sýndi sundurliðað hvern-
ig símasamband væri í dreifbýli
eftir póstnúmerum. Samkvæmt
þeirri töflu eru 976 lögheimili í
dreifbýli á Vesturlandi. Af þeim
heimilum var 301 heimili með
slitrótt farsímasamband árið
2021 og 22 heimili voru með
lítið eða ekkert samband. Það
eru því um 33% lögheimila í
dreifbýli á Vesturlandi með ekk-
ert eða stopult farsímasamband.
Þetta er töluvert yfir landsmeð-
altali en um 27% lögheimila í
dreifbýli á landsvísu eru með
ekkert eða stopult farsímasam-
band. Í Eyja- og Miklaholts-
hreppi og í Reykhólasveit eru
yfir 50% lögheimila í dreifbýli
með stopult símasamband. Í
dreifbýli í Dölum eru rúmlega
40% lögheimila með stopult eða
ekkert símasamband. arg
Þriðjungur lögheimila í dreifbýli á Vesturlandi
með lélegt farsímasamband
Kristján Þórðarson bóndi á Ölkeldu í Staðarsveit reynir að ná farsímasambandi heima hjá sér. Ljósm úr safni.