Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2022, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 16.03.2022, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 202218 Í síðustu viku kynnti Sjálfstæðis- flokkurinn í Borgarbyggð fram- boðslista sinn fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar í vor. Nýtt fólk á vett- vangi sveitarstjórnarmála skipar efstu sæti listans fyrir utan oddvita hans, en Lilja Björg Ágústsdótt- ir verður áfram í forystu. Á þessu kjörtímabili hefur Sjálfstæðisflokk- urinn skipað meirihluta í sveitar- stjórn ásamt VG og Samfylkingu. Lilja Björg hefur setið í byggðar- ráði auk þess að vera forseti sveitar- stjórnar. Blaðamaður Skessuhorns settist niður með Lilju Björg á skrifstofu hennar í Borgarnesi í síð- ustu viku. Hennar aðalstarf eru nú lögfræðistörf hjá Opus lögmönn- um en hún er einn eigenda stof- unnar og hennar sérsvið á þeim vettvangi er sifjaréttur. Lilja Björg er fjögurra barna móðir og eigin- kona, gift Þorsteini Pálssyni raf- magnstæknifræðingi, og eru þau búsett á Signýjarstöðum II í Hálsa- sveit. Fjölskyldan mun reyndar nú í vor taka sig upp og flytur í nýupp- gert hús sem Halldór E Sigurðsson byggði við Þórunnargötu í Borgar- nesi. Dalakona búsett í Borgarfirði Lilja Björg er fædd og uppalin í Búðardal. Þegar grunnskóla lauk þurfti hún eins og önnur ungmenni í Dölum að hleypa heimdraganum til að sækja framhaldsskóla og var stefnan tekin á nám í Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi. Lilja Björg er menntaður grunnskóla- kennari og síðar lögfræðingur frá Háskólanum á Bifröst, tók það- an bæði grunn- og masterspróf. Þá hefur hún sömuleiðis aflað sér réttinda sem héraðsdómslögmaður. „Ég bjó á Akranesi í tvö ár en flutti svo til Reykjavíkur og þar átti ég elsta son minn með þáverandi sam- býlismanni. Síðar kynnist ég Þor- steini, fyrst bjuggum við í Reykja- vík og eitt ár í Vogum áður en við fluttum í Borgarfjörðinn. Synir mínir eru fjórir, sá yngsti er fimm ára og sá elsti verður 21 á árinu. Tveir þeir eldri eru að læra raf- virkjun en þeir yngri eru í leik- og grunnskóla á Kleppjárnsreykjum. Árið 2006 flytjum við fjölskyldan í Borgarfjörðinn og ég fékk vinnu við Kleppjárnsreykjaskóla. Sam- hliða starfi leiðbeinanda þar tók ég kennarapróf frá HÍ í fjarnámi. Mér finnst kennarastarfið skemmtilegt og gefandi en lokaritgerðin mín fjallaði um lestrarkennslu yngstu barnanna. Við byggjum okkur svo hús á spildu úr landi Signýjarstaða þar sem við höfum búið síðan. Við höfum nú keypt hús í Borgarnesi en ætlum áfram að eiga húsið okkar í sveitinni enda ræturnar þar sterkar. Með flutningi í Borgarnes sé ég fyrst og fremst kostina að þurfa minna að aka til og frá vinnu og tíminn með fjölskyldunni verður að sama skapi meiri,“ segir Lilja Björg. Virða mörk vinnu og einkalífs Aðspurð hvernig það gangi upp að standa fyrir stóru heimili, starfa sem lögmaður og sitja jafnframt í sveitar stjórn, svarar Lilja Björg að það krefjist skipulagningar. „Þetta getur stundum verið flókið púsluspil. Ég er í 80% vinnu sem lögmaður og lít þannig á að sveit- arstjórnarstörfin og nefndarseta sé 20% starf, en það er í takti við þau launakjör sem okkur eru reiknuð. Ég reyni að þjappa minni vinnu fyrir sveitarfélagið saman og skila henni sem mest á fimmtudögum, en þá eru m.a. fundir í byggðarráði en samt er vinnuframlagið mun meira. Með þessu móti er ég að reyna að stilla vinnunni þannig af að fjölskyldan fái einnig sinn tíma. Eins styður eiginmaðurinn 100% við bakið á mér en þetta væri erfitt öðruvísi,“ segir Lilja Björg. Til að fá frið segist hún jafnvel slökkva á símanum á kvöldin. „Það þarf að finna þetta jafnvægi milli vinnu og einkalífs, það er öllum nauðsyn- legt,“ segir hún staðföst. Rennur blóðið til skyldunnar Þátttaka Lilju Bjargar í pólitíkinni í Borgarbyggð hófst árið 2012. „Mín fyrstu kynni af störfum að málefn- um sveitarfélagsins var að ég tók að mér sem ópólitískur fulltrúi nefndarsetu í fræðslunefnd. Árið 2014 var ég á lista hjá Sjálfstæðis- flokknum, skipaði þá fjórða sætið, og man að það vantaði einung- is örfá atkvæði að ég fengi þá sæti í sveitarstjórn. Í síðustu kosning- um skipaði ég svo oddvitasætið líkt og ég geri núna. Okkar mark- mið í kosningunum í vor verður að endurheimta fyrri styrk og stefn- um óhikað á þrjá eða fjóra fulltrúa í sveitarstjórn.“ Aðspurð segir Lilja Björg að það taki langan tíma að komast inn í þau mál sem fjallað er um á vett- vangi sveitarstjórnarstigsins og þess vegna hafi hún ákveðið að gefa aft- ur kost á sér. „Pólitíkin er skemmti- leg, en mjög svo krefjandi. Það tek- ur tíma að komast inn í málin og því ákvað ég strax í vetur að gefa kost á mér að nýju. Í rauninni er maður eitt kjörtímabil að læra og nýtist því best á öðru. Fannst mér renna blóðið til skyldunnar að hætta ekki á þessum tímapunkti. Það er nauðsynlegt að í bland við nýliða í sveitarstjórn sé reynslu- fólk.“ Á næstu dögum segir Lilja Björg að unnið verði að málefna- skrá framboðsins og hún kynnt. Stór verkefni að baki Lilja Björg segir að samstarf meirihlutans í Borgarbyggð hafi gengið mjög vel. „Það eru auðvitað áskoranir sem fylgja því að mynda meirihluta úr þremur framboðum, en heilt yfir hefur samstarfið verið mjög gott. Ég er þakklát fyrir að fá tækifæri til að geta tekið áfram þátt í sveitarstjórnarstörfunum af heilum hug og hafa áhrif á þróun samfé- lagsins okkar. Á síðasta kjörtímabili hefur átt sér stað mikil innviðaupp- bygging. Meðal annars hefur verið kláruð framkvæmd við viðbyggingu Grunnskólans í Borgarnesi með fjölnota sal og mötuneyti, byggð- ur leikskóli á Kleppjárnsreykjum og fest kaup á húsnæði við Digra- nesgötu undir starfsemi ráðhússins. Þá voru líka teknar ákvarðanir um enn frekari uppbyggingu með því að eyrnamerkja fjármuni í fjárhags- áætlun til að endurbæta fótbolta- völlinn í Borgarnesi, byggja við íþróttahúsið og fara í endurbæt- ur á skólahúsnæðinu á Kleppjárns- reykjum. Það var ákveðið að fara í það um leið og byggingin var rifin þar sem leikskólinn stendur nú, en það voru í raun teknir ansi margir fermetrar af grunnskólanum við þá framkvæmd. Eru báðar þessar framkvæmdir farnar í gang og búið að skipa byggingarnefndir.“ Stjórnsýslan skilvirkari Þá segir Lilja Björg að einnig hafi verið unnið mikið úrbótastarf í stjórnsýslunni. „Farið var í gagn- gera stjórnsýsluúttekt með áherslu á skipulags- og byggingarsvið á kjörtímabilinu. Þegar í stað var farið í að framkvæma samkvæmt niðurstöðu úttektarinnar þ.e. aukin stöðugildi, aukin áhersla á faglega þekkingu, skerpt á verkferlum, inn- leiddar gæðahandbækur, aukin raf- ræn þjónusta og sett á þjónustuver, en allt þetta á að auka þjónustu- stig við íbúa og stytta málsmeð- ferðartíma erinda. Þetta hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig en far- ið að bera þó nokkurn árangur og finnur maður í samtölum við íbúa að þeir finna marktækan mun. En það er að sjálfsögðu enn af mörgu að taka og þarft að halda áfram á þessari braut. Eins brutum við upp fastanefndir á kjörtímabilinu með það að leiðarljósi að veita ákveðn- um þáttum frekara rúm í stjórnsýsl- unni en til dæmis var sett á laggirnar atvinnu-, markaðs og menningar- málanefnd til að fjalla m.a. sérstak- lega um atvinnuþróun, tækifæra- sköpun, menningarauð og mark- aðssetningu sveitarfélagsins. Enda voru stórauknir fjármunir í mark- aðssetningu, unnin markaðsstefna og farið í bæði innri og ytri mark- aðssetningu. Eins var komið á fót umhverfis- og landbúnaðarnefnd m.a. til þess að koma til móts við auknar kröfur í umhverfismálum og sérstaklega til að veita landbún- aði meira rými í umræðunni, en hann er ein af grunnstoðum sam- félagsins.“ Erfið mál „Það að sitja í sveitarstjórn á síð- ustu fjórum árum hefur í raun verið ákveðin eldskírn fyrir alla fulltrúa. Það hefur riðið yfir heimsfaraldur með öllum tilheyrandi áskorunum. Það hefur hins vegar gengið nokk- uð vel að stýra skútunni í Borgar- byggð í gegnum þessar þrengingar en við byggjum á sterkum grunni. Rekstur sveitarsjóðs hefur geng- ið vel og við höfum náð að halda dampi í þeim framkvæmdum sem hafa verið í pípunum.“ Þá segir Lilja Björg að komið hafi upp nokkur mál sem tengjast áskor- unum í húsnæðismálum á kjör- tímabilinu, til dæmis vegna myglu og ríkari krafna í lögum og reglu- gerðum. „Eitt af þeim málum er t.d. Eyjumálið svokallaða en þar kom upp sú staða að loka þurfti húsnæði í eigu sveitarfélagsins í Brákarey, þar sem félagasamtök og hluti stofn- ana sveitarfélagsins höfðu aðsetur. Þar til bær yfirvöld létu loka hús- næðinu og það var of kostnaðar- samt fyrir sveitarfélagið að fara í endurbætur svo húsnæðið uppfyllti reglugerðir og lög. Þetta var mikið áfall fyrir okkur öll en sveitarstjórn hefur í heild sinni unnið hörðum höndum í því að reyna að leysa þá flóknu stöðu sem komin var upp. Búið er að vera samtal í gangi við umrædd félagasamtök og fundið hefur verið rými fyrir aðstöðu ein- hverra þeirra annars staðar í hús- næði sveitarfélagsins. Auk þess hafa verið samþykktir styrkir til félag- anna frá sveitarfélaginu þ.e. eins konar flutningsstyrkir. Nú er mik- ilvægt að horfa til framtíðar og því hefur byggðarráð ákveðið að stofn- að verði þróunarfélag til að standa að uppbyggingu í Brákarey sem er óslípaður demantur. Þá skal halda í sérkenni eyjunnar, m.a. litið til þess að varðveita „burstirnar þrjár“ og hugsanlega fleiri byggingar sé það raunhæft. Á svæðinu skal vera blönduð byggð, með íbúðabyggð, menningartengdri starfsemi, léttum iðnaði, útivist og frístundastarfs- semi, í sátt við núverandi starfsemi í eyjunni. Aðalskipulag framundan „En nú lítum við til framtíðar,“ seg- ir Lilja Björg. „Það er búið að sam- þykkja framboðslista þar sem bæði er reynslumikið fólk og nýlið- ar og það er mikill hugur í hópn- um. Það verður skemmtilegt að taka samtal við íbúa og ræða stefnu- mál í komandi baráttu. Eitt mik- ilvægasta verk efni næstu sveitar- stjórnar verður að stuðla að áfram- haldandi uppbyggingu bæði inn- viða og samfélagsins alls. Verið er að fara í vinnu við nýtt aðalskipulag og er mikilvægt að nýta það tæki- færi til þess að marka okkur stefnu varðandi það hvernig við viljum að byggðin í Borgarbyggð vaxi, en eins að taka afstöðu til mála eins og t.d. vindorkunýtingar og þétt- býliskjarna í dreifbýli. Í skipulags- málunum felast tækifærin til upp- byggingar og við verðum að hugsa stórt til að stækka. En nú er t.d. búið að ákveða að fara í hugmynda- samkeppni um nýtt hverfi hand- an Borgarvogsins og hefst sú vinna vonandi fljótlega. Mikilvæg breyta í fjölgun íbúa og uppbyggingu svæð- isins eru bættar samgöngur og er ég sannfærð um að þær samgöngubæt- ur sem á að ráðast í á næstu misser- um á milli Reykjavíkur og Borgar- byggðar munu gera það að verkum að Borgar byggð stimplar sig enn frekar inn sem raunhæfur búsetu- kostur fyrir fólk af höfuðborgar- svæðinu. Það eru því spennandi tímar fram undan í Borgarbyggð,“ segir Lilja Björg Ágústsdóttir að endingu. mm Lilja Björg Ágústsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Borgarbyggð. „Það eru spennandi tímar fram undan í Borgarbyggð“ Rætt við Lilju Björg Ágústsdóttur sem áfram mun leiða framboð Sjálfstæðisflokksins

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.