Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2022, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 16.03.2022, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 202214 Framboðslisti Framsóknar með frjálsum var kynntur og samþykktur á flokksfundi á Breiðinni síðastliðið miðvikudagskvöld. Oddviti listans verður Ragnar B. Sæmundsson bæjarfulltrúi og verslunarmaður. Listinn í heild er þannig: Nr. 1. Ragnar Baldvin Sæmundsson, verslunarmaður og bæjarfulltrúi Nr. 2. Liv Åse Skarstad, verkefnastjóri Nr. 3. Sædís Alexía Sigurmundsdóttir, verkefnastjóri Nr. 4. Magni Grétarsson, byggingatæknifræðingur Nr. 5. Aníta Eir Einarsdóttir, hjúkrunarnemi Nr. 6. Guðmann Magnússon, löggildur áfengis- og vímuefnaráðgjafi Nr. 7. Elsa Lára Arnardóttir, aðstoðarskólastjóri og bæjarfulltrúi Nr. 8. Ellert Jón Björnsson, fjármálastjóri Nr. 9. Martha Lind Róbertsdóttir, forstöðumaður búsetuþjónustu fatlaðra Nr. 10. Róberta Lilja Ísólfsdóttir, lögfræðinemi og knattspyrnukona Nr. 11. Monika Górska, verslunarmaður Nr. 12. Jóhannes Geir Guðnason, birgðastjóri og við- skiptafræðingur Nr. 13. Sigrún Ágústa Helgudóttir, þjónusturáðgjafi Nr. 14. Eva Þórðardóttir, stuðningsfulltrúi og tækni- teiknari Nr. 15. Sigfús Agnar Jónsson, vélfræðingur og vakt- stjóri Nr. 16. Þórdís Eva Rúnarsdóttir, framhaldsskólanemi Nr. 17. Þröstur Karlsson, vélstjóri Nr. 18. Gestur Sveinbjörnsson, eldri borgari, fyrrum sjómaður. mm Nýverið auglýsti fiskeldisfyrirtækið Arnarlax, sem er með höfuðstöðvar sínar á Bíldudal, eftir fólki í 37 laus störf. Þar af eru langflest störfin, eða 31 talsins, á Vestfjörðum og er því líklega um að ræða mestu fjölg- un atvinnutækifæra á Vestfjörðum í áratugi. Óskað er eftir fólki í fjöl- breytt sérfræðistörf, allt frá eldis- bændum til mannauðsstjóra. Störf- in eru ekki einungis á Vestfjörðum heldur einnig í Grímsnesi, Ölfusi og Reykjavík, svo að með þessari hópráðningu hyggst fyrirtækið bæta við starfsfólki í fimm aðskild- um sveitarfélögum. Starfsemi Arnarlax hefur vaxið mikið síðustu ár, en eins og kom fram í síðasta ársfjórðungsuppgjöri þá námu tekjur fyrirtækisins um fimm milljörðum íslenskra króna á tímabilinu október til desember 2021. Þessi mikli vöxtur kallar á ráðningu fleira fólks á öllum svið- um fyrirtækisins en flest störfin sem Arnarlax auglýsir um helgina eru sérfræðistörf og öll bjóða þau upp á góða tekjumöguleika. Kjartan Ólafsson, stjórnarfor- maður Arnarlax segist stoltur af þessum mikla fjölda verðmætra starfa sem fiskeldið er að skapa á Íslandi. „Þetta er ung atvinnu- grein sem mikilvægt er að skapa góð skilyrði fyrir og við þurfum horfa til þess hvað við getum gert til að styrkja hana, þar sem hún get- ur skapað mikil verðmæti fyrir okk- ur ef rétt er að staðið. Það er ekki ýkja langt síðan hér voru brothætt- ar byggðir um allt land en sem nú standa í blóma. Vandinn sem við stöndum helst frammi fyrir og er í raun lúxusvandi, snýr að því að skapa nýju starfsfólki og fjölskyld- um þeirra sem bestar aðstæður hvað varðar húsnæði og þjónustu. Við ætlum að vinna að þeim mál- um í samvinnu við sveitarfélögin og nærsamfélagið á hverjum stað,“ sagði Kjartan í fréttatilkynningu sem Arnarlax sendi frá sér. mm Á fundi Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð á þriðjudag í síðustu viku var borin upp og samþykkt tillaga uppstill- ingarnefndar um framboðslista flokksins fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar 14. maí. Líkt og fyrir fjórum árum er það Lilja Björg Ágústsdóttir forseti sveitarstjórnar sem skipar odd- vitasæti listans. Nýir frambjóðendur koma í næstu sæti. Listinn í heild er þannig: Nr. 1. Lilja Björg Ágústsdóttir, Signýjarstöðum Hálsasveit Nr. 2. Sigurður Guðmundsson, Borgarnesi Nr. 3. Jóhanna Marín Björnsdóttir, Borgarnesi Nr. 4. Árni Gunnarsson, Borgarnesi Nr. 5. Ragnhildur Eva Jónsdóttir, Arnþórsholti Lundar- reykjadal Nr. 6. Kristján Ágúst Magnússon, Snorrastöðum Nr. 7. Birgir Heiðar Andrésson, Borgarnesi Nr. 8. Sjöfn Hilmarsdóttir, Borgarnesi Nr. 9. Valur Vífilsson, Borgarnesi Nr. 10. Birgitta Sigþórsdóttir, Hvanneyri Nr. 11. Bjarni Benedikt Gunnarsson, Hlíðarkletti Reykholtsdal Nr. 12. Dóra Erna Ásbjörnsdóttir, Ásbjarnarstöðum, Staf- holtstungum Nr. 13. Bryndís Geirsdóttir, Hvanneyri Nr. 14. Sigurjón Helgason, Mel Nr. 15. Arnar Gylfi Jóhannesson, Borgarnesi Nr. 16. Silja Eyrún Steingrímsdóttir, Borgarnesi Nr. 17. Sigurður Guðmundsson, Hvanneyri Nr. 18. Guðrún María Harðardóttir, Borgarnesi. mm Líklega ein mesta fjölgun atvinnutækifæra Fjögur efstu á listanum. F.v. Sædís Alexía, Ragnar Baldvin, Liv og Magni. Framsókn með frjálsum kynnti framboðslista sinn á Akranesi Sextán af átján frambjóðendum á listanum. Á myndina vantar Birgittu og Silju Eyrúnu. Ljósm. aðsend. Sjálfstæðismenn í Borgarbyggð samþykktu framboðslista

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.