Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2022, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 16.03.2022, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 2022 25 Hryllingsmyndahátíðin Frostbiter var haldin í sjötta skiptið á Akranesi um helgina. Hátíðin hófst klukk- an 18 á föstudaginn og voru allir viðburðir hennar haldnir á fyrstu hæðinni í Gamla Landsbankahús- inu á Suðurgötu 57, við Akratorg. Opnunarmynd hátíðarinnar var myndin Miracle Valley eftir Greg Sestero og var Sestero viðstaddur sýninguna og svaraði spurningum gesta eftir sýningu myndarinnar á föstudagskvöldið. Fjöldinn allur af hryllingsstuttmyndum frá öllum heimshornum voru einnig sýnd- ar á hátíðinni um helgina og lauk henni á laugardagskvöldið með sýningu myndarinnar Faust: Love of the Damned, eftir leikstjórann Brian Yuzna frá árinu 2000 með þeim Mark Frost og Isabel Brook í aðalhlutverki. Að sögn Ársæls Raf- ns Erlingssonar var nánast fullt á allar sýningar um helgina og þurfti stundum að bæta við sætum. Boð- ið var upp á íslenska kjötsúpu og íslenskt brennivín á laugardags- kvöldið þar sem vel var mætt og segir Ársæll þau afar ánægð með viðtökurnar og hlakki mjög til næstu hátíðar sem fram fer væntan- lega á næsta ári. Blaðamaður Skessuhorns skellti sér á opnunarmynd hátíðarinnar, Miracle Valley, skemmti sér mjög vel og smellti af nokkrum myndum í leiðinni. vaks Franska listakonan Catherine Red- olfi er stödd í Grundarfirði þessa dagana þar sem hún vinnur að list sinni undir áhrifum frá umhverf- inu. Catherine kom til landsins í byrjun árs og verður út mars- mánuð í listamannaíbúð ArtAk350 í Grundarfirði. Hún stefnir samt á að dvelja á Íslandi í tvö ár. Þann 25. og 26. mars næstkomandi mun hún halda sýningu á verkum sínum í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði og hvetur alla til að mæta. „Ég pakkaði því sem ég gat í bílinn og lagði af stað,“ segir Catherine í stuttu spjalli við fréttaritara Skessu- horns, en fyrir utan íbúðina stendur lítill Suzuki jeppi á frönskum núm- erum. „Ég er hannyrðakona og öll mín verk eru gerð með þeim hætti. Ég reyni að endurskapa landslag sem ég sé á myndum og endurgeri þær úr því efni sem ég hef aðgang að. Ég nota mikið perlur og tvinna í verkum mínum.“ Catherine sýnir gesti myndir sem eru eftir loftmynd af Skeiðarárjökli annars vegar og svo brotnum ísjökum við Kirkju- fellsfoss hins vegar. Catherina starfaði sem vísinda- maður á rannsóknarstofu þegar hún var yngri. „Þegar ég var 45 ára gömul fór ég á listsýningu þar sem ég heillaðist algjörlega. Ég skráði mig í listnám og fékk leyfi og náms- styrk hjá vinnuveitendum mínum. Síðan þá hef ég nær eingöngu ein- beitt mér að listinni. Ég er einnig heilluð af eldfjöllum og eldgosum og geri margar svoleiðis myndir.“ Catherine ekur um og lætur lands- lagið veita sér innblástur og er mik- ið af ís og snjó í verkunum sem hún er að vinna að núna. „Ég stefni svo á að vera á Íslandi í tvö ár og er að leita mér að íbúð eða herbergi á Snæfellsnesi frá 1. apríl.“ Catherine er afar þakklát öllu fólkinu á Snæfellsnesi en hún hefur mætt velvild og hjálpsemi hvar sem hún hefur komið. Lúðvík Karlsson, eða Liston, fær sérstakt hrós frá henni. „Liston átti að koma og vera með mér á myndinni en var því miður vant við látinn. Ég kom fyrst til Íslands árið 1980 sem ferða- maður og varð heilluð af landinu og landslaginu. Ég vil vera hérna næstu tvö árin að minnsta kosti og vinna að listinni,“ segir hún að lok- um. tfk Félagarnir Björgvin Franz Gíslason og Greg Sestero en Björgvin kemur fram í litlu hlutverki sjónvarpskynnis í myndinni. Fjör á Frostbiter um helgina Hjónin Ársæll Rafn Erlingsson og Lovísa Lára Halldórsdóttir stóðu að hátíðinni Frostbiter. Feðgarnir Guðni Hannesson og Bergur Líndal voru hressir. Hilmar Sigvalda og hjónin Tinna Grímars og Axel Freyr Gíslason voru hæstánægð með hátíðina. Frönsk listakona dvelur í húsnæði ArtAk Verkið í svarta rammanum táknar brotinn ís og frosið gras við Kirkjufellsfoss en verkið í hvíta rammanum er unnið eftir loftmynd af Skeiðarárjökli. Catherine Redolfi á vinnustofu sinni hjá ArtAk350 í Grundarfirði. Hérna má sjá hvernig hún fær innblástur að verkum sínum en þarna hefur hún tekið mynd af frosnum fossi í Búlandshöfða, teiknað upp og svo byrjað á mynd með því efni sem hún hefur aðgang að. Catherine á vinnustofunni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.