Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2022, Síða 7

Skessuhorn - 16.03.2022, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 2022 7 BORGARBYGGI> ÍBÚAFUNDUR UM SKÓLASTEFNU Borgarbyggð stendur fyrir íbúafundi vegna skólastefnu sveitarfélagsins. Um er að ræða lokaþáttinn í þeirri vinnu sem unnin hefur verið í samstarfi við skólastofnanir Borgarbyggðar og hagsmunaaðila. Ingvar Sigurgeirsson, f.v. prófessor í kennslufræði verður fundarstjóri og mun vera leiðandi í þeirri vinnu sem farið verður í. Fundurinn verður haldinn 22. mars nk., kl. 20:00 í Hjálmakletti. Áhugsamir eru hvattir til þess að mæta, enda mikilvægt að íbúar séu þátttakendur í þessari vinnu. Skráning fer fram á heimasíðu Borgarbyggðar, www.borgarbyggd.is. Júlíana, hátíð sögu og bóka, verð- ur haldin dagana 24.-26. mars í Stykkishólmi og verður þetta viðamesta hátíðin frá upphafi. Að hátíðinni standa að þessu sinni þær Ásdís Árnadóttir, Gréta Sig- urðardóttir, Nanna Guðmunds- dóttir og Sunna Guðný Högna- dóttir. „Það verður rosalega skemmtileg dagskrá hjá okkur í ár, eins og alltaf,“ segir Gréta ánægð í samtali við Skessuhorn. Hátíðin verður formlega sett í kirkjunni fimmtudagskvöldið 24. mars kl. 20:00 þar sem Litla lúðrasveitin mun leika nokkur lög og nemendur kynna það sem þeir hafa verið að gera í samstarfi grunnskólans og Júlíönu hátíð- ar veturinn 2021. Hólmari ársins verður heiðraður fyrir framlag til menningarmála auk þess sem verðlaun verða afhent í smásagna- samkeppni. „Við höfum alltaf lagt mikið upp úr samstarfi við grunn- skólann og ákváðum að auka sam- starfið í ár og bjóða öllum nem- endum frá 5.-10. bekk að taka þátt, en við höfum áður bara boð- ið þremur bekkjum í einu,“ segir Gréta. Gunnar Theodór Eggerts- son rithöfundur kom og vann með krökkunum að skapandi skrifum fyrir hátíðina. Var áhersla lögð á þjóðsögur eða Íslendingasögurn- ar. Afrakstur samstarfsins verður kynntur í Amtsbókasafninu föstu- daginn 25. mars kl. 11:00. Yrsa Þöll Gylfadóttir mun lesa fyrir nemendur í fyrsta bekk í hádeginu á föstudeginum og Sveinn Davíðsson mun syngja og spila á gítar á Dvalarheimilinu kl. 14:00 sama dag. Þá verða ýmsir skemmtilegir viðburðir fram eftir degi. Um kvöldið mun Ragnhild- ur Sigurðardóttir frá Álftavatni segja sögur Guðríðar Þorbjarnar- dóttur í kirkjunni og svo mun Anton Helgi Jónsson skáld flytja tilgátuljóð sín við ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Á laugardeginum verður boðið upp á Júlíönusúpu í Narfeyrarstofu kl. 11:30. Þar mun Bergsveinn Birgisson rithöfund- ur hitta leshópinn sem hefur ver- ið að lesa bókina hans „Leitin að svarta víkingnum“ í aðdraganda hátíðarinnar. „Leshópurinn hef- ur verið að lesa þessa bók und- ir stjórn Ólafs Ólafssonar Sýslu- manns og bókaunnanda,“ seg- ir Gréta. Þá verður skemmtileg dagskrá í kirkjunni í Stykkishólmi þar sem Einar Kárason kemur og fjallar um Sturlunga og annað fólk. Kl. 15:00 verður kaffisala í Safnaðarheimilinu þar sem kven- félagskonur verða með kaffi og meðlæti. Steinunn Jóhannesdótt- ir rithöfundur verður í kirkjunni eftir kaffi þar sem hún mun fjalla um Reisubók Guðríðar Símonar- dóttur. Um kvöldið verður hátíð- inni slitið með söng og gleði í kirkjunni. Hægt er fylgjast með viðburðum hátíðarinnar á Face- book síðu Júlíönu-hátíð sögu og bóka. arg Dómsmálaráðherra hefur hleypt af stokkunum gagngerri endur- skoðun á skipulagi sýslumanns- embætta landsins meðal annars til að fylgja eftir skýrslu um framtíðar- sýn í starfsemi sýslumanna sem ráðuneytið gaf út í mars árið 2021 og til þess að bregðast við skýrslum og úttektum sem gerðar hafa verið á starfsemi og rekstri sýslumanns- embættanna undanfarin ár. „Mark- miðið er að efla núverandi starf- semi þannig að úr verði nútíma- legar þjónustueiningar, einskon- ar stjórnsýslustöðvar ríkis í heima- byggð, sem veita framúrskarandi þjónustu, óháð staðsetningu borg- arans eða stjórnsýslustöðvarinn- ar. Framangreind endurskoðun dómsmálaráðherra hefur jafn- framt skýra samsvörun við áherslur í byggðamálum, sem koma meðal annars fram í hvítbók um byggða- mál, sem var útgefin af samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu í maí árið 2021,“ segir í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. Fyrirætlanir ráðherra hafa verið kynntar sýslumönnum og áformin tekin til umræðu. Munu ráðherra og starfsmenn ráðuneytisins jafn- framt heimsækja öll sýslumanns- embættin á næstu vikum til að ræða málin nánar og halda vinnufundi með starfsfólki. Þannig er áætlað að áformin verði unnin í nánu sam- starfi við sýslumenn og starfsfólk þeirra. Með breyttu skipulagi telur ráð- Stefna að stafrænum og skilvirkum stjórnsýslustöðvum sýslumanna Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Ljósm. úr safni Skessuhorns. herra einnig hægara um vik að fela starfsstöðvunum ný verkefni hins opinbera sem snúa að þjónustu við almenning og er undirbúningur þess þegar hafinn hjá ráðuneytinu. Hver starfsstöð verði áfram öflug- ur vinnustaður í heimabyggð til að þjónusta bæði heimamenn og allt landið, ásamt því að málsmeðferðin verður skilvirkari, samræmdari og vandaðri. Þá skapast sveigjan- leiki með innleiðingu nútímalegri stjórnsýsluhátta sem auðveldar starfsfólki að vinna verkefni hvar sem er á landinu og eru því tækifæri fyrir hendi að geta boðið starfsfólki upp á störf án staðsetningar í anda opinberrar stefnu þar um. Fyrirhugað er að ljúka almennu samráði og undirbúningsvinnu fyrir næsta haustþing og leggja þá fram frumvarp um breytta högun sýslumannsembætta landsins. mm Júlíana framundan í Stykkishólmi Frá verðlaunaafhendingu í ljóða- samkeppni Júlíönu hátíðar í fyrra. F.v. Sigþrúður Silja Gunnarsdóttir, formað- ur dómnefndar, Ægir Þór Jahnke sem hlaut 1. verðlaun í ljóðasamkeppninni, Birna Hjaltadóttir sem hlaut 2. verð- laun og Sigrún Björnsdóttir, sem hlaut 3. verðlaun. Ljósm. úr safni/ Anna Melsteð. Sími 433 5500 • skessuhorn.is Starf blaðamanns á Skessuhorni Skessuhorn – fréttaveita Vesturlands, auglýsir starf blaðamanns laust til umsóknar. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á umfjöllun um líf og störf íbúa á Vesturlandi, en starfssvæðið nær frá Hvalfirði í suðri, um Akranes, Borgarfjörð, Snæfellsnes og Dali og í Reykhólasveit. Aðalskrifstofan er á Akranesi, en til greina kemur að viðkomandi hafi búsetu á öðrum stöðum innan starfssvæðisins. Skessuhorn ehf. rekur samnefnt vikublað og vef. Miklar breytingar eru framundan á fréttavef okkar og felur starfið m.a. í sér umsjón með honum, auk almennra fréttaskrifa og viðtala. Umsækjendur þurfa að hafa gott vald á íslensku máli í ræðu og riti, sem og staðgóða kunnáttu í ensku og notkun samfélagsmiðla. Þá þurfa umsækjendur að geta unnið sjálfstætt, hafa áhuga á málefnum líðandi stundar, hafa góða samskiptahæfileika, sýna frumkvæði og metnað. Umsóknir sendist á netfangið; skessuhorn@skessuhorn.is fyrir 27. mars nk. Ráðið verður í starfið við fyrsta hentugleika. Nánari upplýsingar veitir Magnús Magnússon ritstjóri í síma 894-8998.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.