Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2022, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 16.03.2022, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 2022 21 Síðastliðinn fimmtudag var opnuð sölusýningin Hafið eftir listakon- una Brynju Brynjars á Bókasafni Akraness. Sýningin stendur yfir til 31. mars og er hluti af Vetrar- dögum. Verk Brynju eru abstrakt (emotional) expressionism mál- verk. Brynja Brynjars er fædd á Akur- eyri, ólst upp á Ólafsfirði til tólf ára aldurs og hefur búið á Akranesi síð- an þá. Að sögn Brynju hefur mynd- listin fylgt henni nánast alla tíð en hún fór í Menntaskólann á Ólafs- firði og útskrifaðist þaðan af list- námsbraut árið 2012. Eftir það tók hún sér smá hvíld frá listinni en byrjaði að mála aftur fyrir um þremur árum síðan.Verkin á sýn- ingunni eru frekar nýleg, öll mál- uð á þessu ári og eru yfir tíu tals- ins. Brynja segir að það séu miklar tilfinningar í þeim og hún tjái sig beint frá hjartanu. Sýningin er opin virka daga frá klukkan 10 til 18 og á laugardögum frá klukkan 11 til 14. vaks Þegar ljósmyndari Skessuhorns var í sumarbústaðarferð í Borgarfirði í hálfgerðri ófærð í síðustu viku sá hann þá tvo olíubrúsa í vegkantin- um. Þarna hafði eitthvert öku- tæki orðið eldsneytislaust og höfðu brúsarnir tveir í úkraínsku fána- litunum greinilega gleymst. þg Snyrtistofan Mey ehf. er stað- sett á Smiðjuvöllum 17 á Akra- nesi og hóf rekstur í maí árið 2020. Sex konur starfa á Mey og eru all- flestar í fullu starfi. Steinunn Inga Guðmundsdóttir og Kolbrún Ösp Valdimarsdóttir eru eigend- ur Mey. Steinunn útskrifaðist sem naglafræðingur árið 2011, lauk sveinsprófi í snyrtifræði 2014 og fékk þá viðurkenningu fyrir fram- úrskarandi sveinspróf. 2018 útskrif- aðist hún með kennararéttindi í augnaháralengingum og 2021 fór hún á framhaldsnámskeið í augn- háralengingum og lash lift. Kol- brún Ösp sér um vefsíðugerð, bók- hald, lagerinn og allt sem kemur að starfsmannahaldi. Aðalbjörg Guðbrandsdóttir útskrifaðist sem förðunarfræðingur árið 2002, naglafræðingur 2006 og þá var hún Íslandsmeistari nema. Hún er með kennararéttindi frá ProNails frá 2014. Sif Agnarsdóttir útskrifaðist sem förðunarfræðingur árið 2001, snyrtifræðingur 2006 og fótaaðgerðafræðingur 2021. Sig- ríður Ólöf Valdimarsdóttir er á síð- asta ári í heilsunuddnámi og hef- ur starfað á stofunni frá því í mars 2021. Lára Bogey Finnbogadóttir hefur verið á stofunni síðan í maí 2021 og útskrifaðist um síðustu jól sem heilsunuddari. Blaðamaður Skessuhorns kíkti í síðustu viku í kaffi á Mey og hitti á þær Steinunni Ingu, Aðalbjörgu og Láru. Þær segja að rekstur- inn hafi gengið vel frá byrjun en þær Steinunn og Kolbrún opnuðu stofuna skömmu eftir að faraldur- inn hófst. Það hafi komið sér ágæt- lega þannig séð þegar þær þurftu að loka í smá tíma því þá náðu þær að standsetja allt, innréttuðu fimm herbergi og aðra hæð með kennslu- rými fyrir Glamakademíuna gervi- nagla-og augnhára skóla. „Nagla- skóli ProNails er alla miðvikudaga frá klukkan 17.30 til 21. Í mesta lagi eru fimm nemendur á hverju nám- skeiði í einu og stendur það yfir í tólf vikur. Síðan rúllar það þannig ef ein útskrifast getur önnur byrj- að því það hentar vel að þær séu á mismunandi stigi í náminu. Þá er viðkomandi útskrifuð sem nagla- fræðingur og getur unnið á vegum Pro Nails út um allan heim. Við erum með umboð fyrir ProNails og erum einnig að flytja það inn. Það er elsta naglamerkið á Íslandi og hefur verið hér síðan 1999. Oh My Lash eru augnháralengingarvör- ur og við erum með eitt námskeið í því í hverjum mánuði á föstudög- um. Um er að ræða tvo daga með tveggja vikna millibili frá klukkan 10 til 16 og 12 til 16. Öll aðstaðan á efri hæðinni er fyrir skólann og er allt til alls fyrir kennsluna.“ Oft of mikið að gera Þær segja að viðtökurnar hafi ver- ið mjög góðar frá byrjun og oft of mikið að gera. Alltaf þéttbók- að fram í tímann og því hafi þær ekki verið að auglýsa sig mikið. En hvernig er að vera á þessum stað og í þessu húsnæði? „Það er mjög fínt, nóg pláss og við erum smám saman að aðlagast. Þetta er ótrú- lega þægilegt, hátt til lofts og vina- legt því þetta er svo stórt en samt svo þétt. Við erum allar fimm með sér herbergi og aðstöðu enda erum við með fjölbreytta starfsemi. Þá er þetta afar góð staðsetning og nóg af bílastæðum.“ Tilbúnar til að takast á við stærra verkefni Hvernig hefur samvinnan geng- ið á milli ykkar? „Þetta er ótrúlega góð liðsheild, þetta er mjög fyndið því við komum allar úr sitthvorri áttinni en smullum allar saman um leið. Við erum allar svo ólíkar en kemur rosalega vel saman og það myndast oft skemmtileg stemning hjá okkur. Við erum mjög bjartsýn- ar á framhaldið og næstu ár enda á góðum stað og tilbúnar að takast á við stærri verkefni. Við erum alltaf að læra betur og betur á þetta og bæta okkur, við viljum alltaf gera betur. Auka þjónustuna og byggja ofan á góðan grunn því það var alveg kominn tími á þessa fjöl- breyttu þjónustu í svona stóru sam- félagi því þó það sé stutt í bæinn þá eru ekki alltaf allir sem vilja sækja þjónustuna þangað. Við erum sjálf- ar með kúnna frá Reykjavík og Borgarnesi og frá nágrannabæjun- um. Það styrkir okkur að hafa þessa fjölbreyttu þjónustu alla á sama stað því það eru fáar snyrtistofur þannig.“ Lára bætir við varðandi nuddið að það sé allt of oft þannig að það er hálfpartinn falið, í herbergj- um heima hjá fólki eða kompum og það sé mikilvægt að hafa það á opnu svæði. „Það þurfa nánast all- ir einhvern tímann á lífsleiðinni að fara í nudd og það er gott að hafa aðgengi að því. Þú veist líka ef þú kemur inn á snyrtistofu þar sem er nuddari að þá eru miklu meiri líkur að hann sé búinn að læra og þá ekki bara af einhverjum YouTube mynd- böndum.“ Mey.is er vefverslun þar sem hægt er að versla allar þær vörur sem þær bjóða upp á. Alls konar úrval af snyrtivörum er á síðunni, fyrir alla. Auk þess eru þær með glamakademian.is sem er heildsölu netverslun fyrir þá sem hafa lært neglur, augnháralengingar eða las- hlift. Opið er alla virka daga frá klukkan 9 til 16. Gengið er frá tímapöntunum í gegnum www. noona.is/meysnyrtistofa og ef fólk vill hringja og panta þá er síminn 625-8373. vaks Olíubrúsar í úkraínsku fánalitunum Hluti af málverkasýningu Brynju Brynjars á Bókasafni Akraness. Ljósm. vaks Hafið, sýning Brynju Brynjars á bókasafninu Snyrtistofan Mey er á Smiðjuvöllum 17 á Akranesi. Ljósm. vaks „Styrkir okkur að hafa alla þessa fjölbreyttu þjónustu á sama stað“ Starfsfólkið á Snyrtistofunni Mey. Neðri röð frá vinstri: Aðalbjörg, Kolbrún Ösp og Sigríður Ólöf. Efri röð frá vinstri: Lára Bogey, Steinunn Inga og Sif. Ljósm. aðsend

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.