Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2022, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 16.03.2022, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 202222 Gamla myndin Í tilefni þess að á næsta ári fagnar Skessuhorn 25 ára starfsafmæli sínu hefur ritstjórn blaðsins aðeins verið að grúska ofan í gömlum myndakössum sem geyma myndir fyrir og í kringum síðustu aldamót. Mynd vikunnar er frá árinu 2000 og sýnir útskriftarnema Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi að dimmitera. Hvalfjarðarsveit hefur óskað eft- ir tilboðum í heildarhönnun verk- fræði- og landslagshönnunar á nýju íþróttahúsi sem á að byggja við íþróttahúsið Heiðarborg. „Til- boð skal fela í sér fullnaðarhönnun verkfræðinga á öllum verkþáttum sem nauðsynlegir eru til að full- gera bygginguna tilbúna til notk- unar auk landslagshönnunar,“ segir í auglýsingu á heimasíðu sveitarfé- lagsins. Tilboðum skal skilað í síð- asta lagi kl. 16:00 fimmtudaginn 31. mars. arg Iðnaðarmenn voru á fullri ferð í gær við nýbyggingu nýja leik- skólans Garðasels á Asparskógum í Skógarhverfi á Akranesi þegar blaðamaður Skessuhorns átti leið hjá. Nýja húsnæðið verður tæp- lega sextán hundruð fermetrar og er áætlað að hluti af rými húsnæðis- ins verði tilbúið í lok sumars. vaks Skerðing Landsvirkjunar á afhendingu rafmagns til stórkaup- enda eins og Elkem á Grundar- tanga hefur haft töluverð áhrif á starfsemi þessara fyrirtækja. Stað- an í vatnsbúskap Landsvirkjunar er ekki góð núna en þetta er eitt erf- iðasta vatnsár í sögu Landsvirkj- unar í átta ár. Miklir þurrkar síð- asta sumar og haust urðu til þess að Þórisvatn fylltist ekki en það er mikilvægasta miðlunarlónið á stærsta vinnslusvæði Landsvirkjun- ar. Úrkoma úr lægðunum sem hafa gengið yfir landið undanfarnar vik- ur hefur ekki skilað sér ennþá í lón- ið þar sem lægðirnar fluttu með sér snjó en ekki regn á hálendinu. Ljóst er að miðað við stöðuna í dag verð- ur áfram skerðing á afhendingu raf- magns út apríl en allt verður gert til að tryggja afhendingu á for- gangsorku. Að sögn Álfheiðar Ágústsdóttur, forstjóra Elkem Ísland á Grundar- tanga, hefur verulega dregið úr framleiðslu fyrirtækisins vegna þessarar stöðu. Slökkt hefur ver- ið á einum ljósbogaofni af þrem- ur og er hann sá stærsti. „Heilt yfir er þetta erfitt og við missum vissu- lega framleiðslu, sem hefur áhrif. En við gerum það besta í stöðunni og ofninn sem við tókum út fer í viðhald á meðan. Við leggjum líka upp með að fjárfesta í fólkinu og notum þennan tíma í þjálfun fyrir starfsfólk og gera þá hluti sem við höfum ekki náð að gera lengi, sinna viðhaldi, þrífa og gera fínt,“ segir Álfheiður. arg Á fundi sveitarstjórnar Borgar- byggðar í síðustu viku óskuðu full- trúar Framsóknarflokksins, sem sitja í minnihluta, eftir umræðum og greiningu á þeim möguleika að flytja leikskólann á Bifröst á Varmaland síðar á þessu ári þannig að á staðnum yrði samrekinn leik- og grunnskóli. Í bókun sem Magn- ús Smári Snorrason (S) formaður fræðslunefndar lagði fram á fund- inum fyrir hönd meirihluta sveitar- stjórnar kemur m.a. fram að ekki væri raunhæft að framkvæma þessa greiningu á þessu ári auk þess sem sveitarfélagið væri bundið samningi við Hjallastefnuna varðandi rekstur á leikskólanum Hraunborg á Bif- röst. „Þá eru ekki fjárheimildir til stað- ar á yfirstandandi ári fyrir þessari ákvörðun, eða úttekt á ástandi hús- næðisins á Varmalandi, kostnaður við breytingar vegna leikskóladeild- ar, áhrif ákvörðunarinnar á skóla- akstur og gildandi samninga þar um og fl. Gera þarf ráð fyrir að grein- ingar af þessu tagi þurfi að ígrunda vel,“ segir í bókun meirihlutans. „Fulltrúar meirihlutans telja að all- ar ákvarðanir eins og sú sem er hér til umfjöllunar skuli nálgast af yfir- vegun, samtali og með gögnum. Á þeim grundvelli hafnar meirihlut- inn því að þessi tillaga verði tek- in út fyrir sviga og afgreidd með hraði. Málið er í góðum farvegi hjá fræðslunefnd og verður tek- ið fyrir á næsta fundi nefndarinn- ar og er reiknað með að niðurstaða liggi fyrir í vor og þá verður hægt að leggja mat á þá kosti sem eru í stöðunni.“ Var tillaga Framsóknar- manna því felld með fimm atkvæð- um gegn fjórum. arg Álfheiðir Ágústsdóttir forstjóri Elkem Ísland. Stóriðjan í erfiðri stöðu Tölvuteikning af nýju íþróttahúsi í Hvalfjarðarsveit. Ljósm. Hvalfjarðarsveit Auglýsa eftir tilboðum í heildar- hönnun á nýju íþróttahúsi Mynd að koma á nýja Garðasel Varmaland. Ljósm. úr safni Mats Wibe Lund. Óskuðu eftir greiningu á flutningi leikskóla á Varmaland

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.