Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2022, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 16.03.2022, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 20222 Svartþröstur í sumarskapi AKRANES: Á meðan við bíðum eftir vorboðanum, lóunni, til að kveða burt snjóinn og lægðirnar sem hafa gengið yfir landið síð- ustu vikur er svartþröstur á Akranesi kominn í sumar- skap. Bjarni Þór Bjarnason listamaður fann þrjú egg í hreiðri ofan á kransi utan á húsinu sínu síðastliðinn laugardag. Því til sönnun- ar deildi hann á Facebook myndum af fuglinum liggj- andi á hreiðrinu og eggjun- um þremur. -arg Gamla þjóðveg- inum lokað AKRANES: Gamla þjóð- veginum sem liggur frá Hausthúsatorgi að Æðar- odda á Akranesi var lok- að síðasta mánudag, 14. mars, vegna vinnu við lagn- ir. Hundaeigendum er bent á að fara Æðaroddaleiðina að hundasvæðinu á meðan að vinna stendur yfir. Áætlaður lokunartími er um mánuður. Akraneskaupstaður hvetur alla til þess að sýna aðgát og tillitssemi og virða 30 kíló- metra hámarkshraða á svæð- inu. -vaks Vestlendingar eins og aðrir landsmenn eru eflaust að bölva veðrinu þessa dag- ana því undanfarið hefur veðrið ver- ið frekar mislynt eins og oft áður í vet- ur. Einn daginn á það til að gefa okk- ur smá bros út í annað að nú sé vor- ið á næsta leiti en svo kannski næsta dag heilsar það okkur með fýlusvip og dembir á okkur góðri dembu eða hríð. Við eigum það til oftar en ekki að láta skapið stjórnast af því hvernig veðr- ið er úti og erum alltaf að pæla í því hvernig veðrið á að vera á morgun eða hinn. Gleymum veðri og vindi af og til, gerum eitthvað skemmtilegt og gleðj- um hvort annað þegar hægt er. Á fimmtudag er gert ráð fyrir suð- vestan 13-20 m/s og éljum um landið sunnan- og vestanvert. Suðaustan hvassviðri eða stormur austanlands um morguninn með snjókomu eða slyddu, en snýst síðan í allhvassa suðvestan- átt þar og styttir upp. Frost 0 til 4 stig. Á föstudag má búast við minnkandi suðvestanátt og éljum, en þurrt norð- austan til á landinu. Hiti um og undir frostmarki. Snjókoma eða slydda suð- austan- og austanlands undir kvöld. Á laugardag er útlit fyrir suðvestan og vestan 5-13 og dálítil él, en birtir upp á austanverðu landinu. Hiti breytist lítið. Á sunnudag gengur í sunnan 8-15 með rigningu eða slyddu, en bjart að mestu Norður- og Austurlandi. Hlýn- andi veður. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Hvað hlustar þú á í bílnum?“ Mikill meirihluti eða 63% sögðu „Útvarpið,“ 13% sögðu „Tónlist sem ég vel sjálfur,“ 12% sögðu „Þögnina,“ 8% prósent sögðu „Hlaðvarpsþætti“ og 5% sögðu „Aðra farþega.“ Í næstu viku er spurt: Hvar horfir þú mest á afþreyingarefni? Hjónin Ársæll Rafn Erlingsson og Lovísa Lára Halldórsdóttir stóðu fyrir kvikmyndahátíðinni Frostbiter á Akra- nesi um síðustu helgi. Þau eru verðugir Vestlendingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur 20% AFSLÁTTUR Rennd hettupeysa Verð með afsl 3.992,- / (Verð áður 4.990,-) Smiðjutorgi, Smiðjuvöllum 32 • www.dotari.is OPNUNARTÍMI VIRKA DAGA KL. 13-18 HELGAR KL. 11-15 Lengri opnun og Sigga Kling kemur í heimsókn FIMMTUDAGINN 17. MARS - OPIÐ 13:00-22:00 KL. 18 KEMUR SIGGA KLING MEÐ SPILIN OG STUÐIÐ TIL OKKAR TILBOÐ GILDIR 17.-20. MARS ALLUR FATNAÐUR Á 20% AFSLÆTTITölvuleikjadýr Verð 2.990,- LEGO DUPLO Verð frá 1.990,- Dúkkuhaus Verð 6.990,- Traktor Verð frá 2.990,- Bifreið fauk út af Akrafjallsvegi á móts við BM Vallá. Endaði för á hvolfi ofan í skurði. Ljósm. mm. Mikið gekk á í óveðrinu á mánudaginn Ár og lækir leituðu upp fyrir hefð- bundna farvegi sína, heyrúllur færðust úr stæðum sínum, tré gáfu eftir og björgunarsveitir héldu til aðstoðar bændum við að hefta fok á þakplötum. Þetta var meðal þess sem gekk á um vestanvert landið síðastliðinn mánudag, þegar enn einn óveðurshvellurinn gekk yfir. Veðurstofan spáði býsna rétt fyr- ir um vindhraðann og gaf út appel- sínu gula viðvörun fyrir allt vestan- vert landið og miðhálendið. Vind- hraði fór á nokkrum stöðum á sjötta tug metra á sekúndu í hvið- um og því ekki að undra að eitt- hvað léti undan. Skessuhorn heyrði í Lögreglunni á Vesturlandi til að fá upplýsingar um áhrif veðursins. Öllum vegum var lokað á Snæ- fellsnesi í óveðrinu á mánudaginn og var á köflum bandvitlaust veð- ur og ekkert skyggni þar um slóð- ir. Hræddir útlendingar voru á ferðinni þar um morguninn og hringdu í Neyðarlínu. Fólkinu var komið til aðstoðar, bílarnir skild- ir eftir á vettvangi og því komið í skjól í Stykkishólmi. Tré fauk ofan á bílskúr í Borgar- nesi, lagðist ofan á bílskúrsþak hjá nágranna vel skorðað og ekki talið líklegt að það myndi fjúka lengra. Engar sjáanlegar skemmdir urðu á bílskúrnum. Þá brotnaði einnig stórt tré í garði á Hvanneyri en skemmdi ekki húsið. Bifreið fauk út af á Akrafjallsvegi á móts við BM Vallá og var ökumaðurinn kominn í skjól þegar lögregla kom á vett- vang. Bifreiðin lenti utan vegar og hálf ofan í skurði en vindurinn hafði lyft vinstri hlið bifreiðarinn- ar og var á tveimur hjólum þegar önnur vindhviða kom og og feykti bílnum á hliðina. Ökumaður fann fyrir verkjum í baki og höfði og var fluttur á HVE á Akranesi til skoðunar. Þá varð bílvelta við Hótel Hafnarfjall í hádeginu þegar bíll á suðurleið valt þrjár veltur og var hringt á sjúkrabíl vegna meiðsla á hálsi og baki annars farþeg- ans. Enginn sjúkrabíll var tiltækur og flutti lögregla fólkið á heilsu- gæsluna í Borgarnesi. Ýmis foktjón urðu á Vesturlandi þennan dag. Helmingur af þaki fauk af Brekku II í Norðurárdal og þá fuku þakplötur af útihúsum í Borgarfirði. Loks fuku trampólín, þakplötur og annað lauslegt út um víðan völl víða á Vesturlandi. vaks Miklir vatnavextir voru víða í landshlutanum samhliða snöggum hlýindum. Hér er umflotinn vegur neðan við Reykholt í Borgarfirði þar sem ræsi hafði engan veginn undan vatnsflaumnum. Ljósm. bhs. Þessi mynd var tekin í höfninni í Ólafsvík. Ljósm. þa Svona var umhorfs á Vatnaleið á Snæfellsnesi að kvöldi mánudags þegar vegur- inn var opnaður eftir hvellinn. Þar voru fjórir bílar fastir og yfirgefnir. Hér eru menn frá BB og sonum búnir að stinga í gegnum skaflinn. Ljósm. þa Vatn flæddi í kjallara Landnámsseturs í Borgarnesi og þurfti að kalla til slökkvilið til að dæla úr húsinu. Ljósm. glh.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.