Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2022, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 16.03.2022, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 2022 19 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM með og án rafmagns lyftibúnaði Komið og skoðið úrvalið Garða- og Saurbæjarprestakall Sunnudagur 20. mars AKRANESKIRKJA Sunnudagaskóli kl. 10 Kvöldmessa kl. 20 Miðvikudagur 23. mars Bænastund kl. 12:15 Opið hús og bingó kl 13:30 Það var mikið fjör og mikil stemn- ing í Tónbergi á Akranesi á fimmtu- dagskvöldið þegar Hátónsbarka- keppnin fór fram fyrir fullu húsi. Ellefu söngvarar, átta frá Brekku- bæjarskóla og þrír frá Grundaskóla, tóku þátt og kepptu um að verða fulltrúar Skagamanna í söngkeppni SamVest á móti sigurvegurum frá hinum grunnskólunum af Vestur- landi. Hún fer fram í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi að öllum líkindum þriðjudaginn 29. mars en það verður staðfest fljótlega. Sig- urvegarinn úr þeirri keppni mun svo fara á stóra sviðið; Söngkeppni SAMFÉS sem verður haldin 30. apríl í Hafnarfirði. Eins og áður sagði var góð stemning í Tónbergi og áhorfend- ur ansi vel með á nótunum. Kynn- ar kvöldsins voru vinnufélagarn- ir úr Arnardal og Brekkubæjar- skóla, þeir Guðlaugur Þór Brands- son og Ragnar Ingi Pétursson, og stóðu þeir sig afar vel með hressi- legum kynningum og léttu gríni. Söngvararnir stóðu sig allir með prýði, örlítið örlaði á taugaspennu hjá sumum keppendum en það er ósköp eðlilegt enda meira en að segja það að syngja fyrir fullum sal af fólki. Dómnefnd kvöldsins var skipuð þeim Guðna Hannessyni, Mörtu Lind Jörgensdóttur og Ægi Frey Birgissyni og fengu þau það erf- iða verkefni að velja tvo söngvara úr þessum efnilega hópi. Á með- an dómnefndin var að ráða ráðum sínum steig á svið ásamt hljómsveit Hanna Bergrós Gunnarsdóttir, sig- urvegari keppninnar í fyrra, og söng lagið Feeling Good með glæsibrag. En svo var komið að stóru stund- inni að tilkynna sigurvegara kvölds- ins. Í öðru sæti lenti Sylvía Þórðar- dóttir úr Grundaskóla en hún söng lagið Ain´t No Mountain High Enough sem varð fyrst vinsælt í flutningi Marvin Gaye og Tammi Terrell. Í fyrsta sæti var Viktoría Hrund Þórisdóttir sem söng lagið Stay með Rihönnu. Þær verða því verðugir fulltrúar Skagamanna á SamVest í lok mars. Blaðamaður Skessuhorns var á staðnum og tók nokkrar mynd- ir af keppninni og skemmti sér hið besta ásamt örugglega öllum þeim sem mættu í Tónberg á fimmtu- dagskvöldið. Það er nokkuð ljóst að framtíðin er björt í tónlistarlífi Skagans og það verður að hrósa þeim sem stóðu að keppninni fyr- ir flotta umgjörð og skemmtilega kvöldstund. vaks Viktoría Hrund vann Hátónsbarkann Svipmyndir frá kvöldinu. Sylvía og Viktoría Hrund voru hæstánægðar með sigurinn. Ljósm. vaks

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.