Skessuhorn


Skessuhorn - 16.03.2022, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 16.03.2022, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 16. MARS 2022 13 2021 - 2024 Gildi ÁTVR eru LIPURÐ – ÞEKKING – ÁBYRGÐ. Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu taka mið af þessum gildum. Starfshlutfall er breytilegt eftir þörfum. Umsóknarfrestur er til og með 21. mars nk. Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri. Umsóknir óskast fylltar út á vinbudin.is Nánari upplýsingar: Emilía Ingadóttir, borgarnes@vinbudin.is – 560 7862 og Thelma Kristín Snorradóttir, starf@vinbudin.is – 560 7700. Vínbúðin Borgarnesi leitar að jákvæðum og röskum einstaklingum sem eru tilbúnir að veita framúrskarandi og ábyrga þjónustu. Hæfniskröfur • Jákvæðni og góð þjónustulund • Hæfni í mannlegum samskiptum • Reynsla af verslunarstörfum er kostur Helstu verkefni og ábyrgð • Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini • Framstilling á vöru og vörumeðhöndlun • Umhirða búðar ÁTVR rekur 51 Vínbúð um allt land. Stefna fyrirtækisins er að vera í hópi bestu þjónustufyrirtækja landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar. Fyrirtækið vill að vinnustaðurinn sé öruggur, heilsueflandi og skemmtilegur þar sem samskipti einkennast af lipurð, þekkingu og ábyrgð. Lífleg sumarvinna fyrir tvítuga og eldri SUMAR VINNUR ERU SKEMMTILEGRI EN AÐRAR VÍNBÚÐIN BORGARNESI • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hef- ur samþykkt tillögu þar sem lagt er til að snjómokstur stíga- og gang- stétta í bænum verði þjónustuflokk- aður og tímasettur í verklagsreglum á sam bærilegan hátt og snjómokstur á götum bæjarins. Sviðsstjóra umhverf- is- og skipulagssviðs hefur verið falið í samráði við bæjarstjóra að útfæra til- löguna. Í greinargerð með tillögunni seg- ir að meginmarkmið snjómoksturs sé að minnka þau óþægindi sem snjór og hálka getur valdið. „Hvað varð- ar snjómokstur á stígum og gang- stéttum kemur fram í verklagsreglun- um að fyrst séu mokaðar fjölfarn- ar gönguleiðir sem liggja að skóla og leikskólum, því næst helstu stofnun- um sveitarfélagsins. Þær áætlanir eru ekki með tímasett markmið í verklags- reglum. Þar á eftir eru aðrar fjölfarn- ar gönguleiðir mokaðar. Með mokstri gönguleiða er með reglunum stuðl- að að góðum og öruggum samgöng- um fyrir gangandi vegfarendur.“ Það er tekið fram að markmið tillögunnar sé að opna helstu leiðir sem liggja að skólum á morgnana og „setja tímasett markmið í þeim efnum sem og stuðla að góðum samgöngum fyrir gangandi vegfarendur og íbúar séu upplýstir um forgangsröðun með birtingu upplýs- inga með myndrænum hætti á heima- síðu sveitarfélagsins.“ arg/ Ljósm. Visit Stykkishólmur. Svandís Svavarsdóttir matvæla- ráðherra kynnti á mánudaginn nýtt upprunamerki, Íslenskt stað- fest. Merkið á við um vörur sem eru framleiddar og þeim pakk- að á Íslandi og mun það auðvelda neytendum að velja íslenskt. Til að mega nota merkið þurfa fram- leiðendur að ábyrgjast að hráefni sé íslenskt og framleiðsla hafi far- ið fram hér á landi. Kjöt, egg, sjáv- arafurðir og mjólk skal í öllum til- fellum vera 100% íslenskt. Allt að 25% innihalds í blönduðum/unn- um matvörum má vera innflutt. Svar við ósk neytenda Í tilkynningu frá matvælaráðu- neytinu kemur fram að neytend- ur vilja skýrar upplýsingar um uppruna matvöru og betri upp- runamerkingar. Yfirgnæfandi meirihluti, eða tæp 90% lands- manna, vill velja íslenskt. Þá telja um 20% svarenda að þeir hafi Íslenskt staðfest er nýtt upprunamerki fyrir matvörur og blóm Matvælaráðherra og forsvarsmenn Bændasamtaka Íslands kynntu nýja merkið við athöfn í Hörpu. upplifað að hafa verið blekktir við innkaup hvað varðar uppruna matvöru. Rúm 70% neytenda segjast óánægðir með að erlend- ar kjötafurðir séu seldar undir íslenskum vörumerkjum og 63% svarenda óska þess að innlend- ar matvörur verði upprunamerkt- ar. Ríflega 80% neytenda kjósa íslenskar vörur í verslunum sé þess kostur. Þessar niðurstöður fengust úr viðamikilli könnun sem Gallup gerði fyrir Icelandic Lamb á síð- asta ári. Bændasamtök Íslands eiga og reka nýja upprunamerkið. Vott- unarstofan Sýni sér um úttekt- ir hjá þeim fyrirtækjum sem kjósa að nota það, en enginn má nota merkið nema hafa til þess leyfi sem sótt er um sérstaklega, gangast undir staðal merkisins og uppfylla opinberar kröfur til sinnar starf- semi. mm/ Ljósm. Stjórnarráðið. Merkið á við um vörur sem eru framleiddar og þeim pakkað á Íslandi. Auka áherslu á snjómokstur fyrir gangandi vegfarendur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.