Skessuhorn - 29.06.2022, Side 12
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 202212
Brákarhátíð fór fram í Borgarnesi
um liðna helgi, þó með aðeins
breyttu sniði frá síðustu árum. Í
boði voru fjöldi viðburða á veg-
um fyrirtækja og félaga á svæðinu.
Meðal annars var á dagskrá dögurð-
ur í boði Kvenfélags Borgar ness,
Bubblu-fótbolti á vegum meistara-
flokks Skallagríms, markaðstorg
var í Englendingavík, götugrill,
sundlaugardiskó og margt fleira.
Ball var svo haldið í Hjálmakletti á
laugardagskvöldinu.
sþ
Sveitahátíðin Hvalfjarðardagar fór
fram dagana 24.–26. júní. Dag-
skránni var dreift víðsvegar um
sveitarfélagið. Þannig var t.d. hægt
að heimsækja Hernámssetrið að
Hlöðum, fá sér dögurð á Hótel
Glym, kíkja í sund á Hlöðum, skoða
listsýningar hjá Skraddaralúsum í
Miðgarði eða skoða sýningu Jós-
efinu Morell í Stjórnsýsluhús-
inu, fylgjast með víkingum eða
fara í plöntugreiningu í Álfholts-
skógi nú eða bara þiggja ketilkaffi,
fara í gönguferðir, hlusta á tónleika
og fara á skemmtun í Melahverfi.
Sóknarnefnd Innri-Hólmskirkju
sá um markaðstjald á Hagamel og
sumartónleikar voru í Saurbæ.
Hátíðin þótti takast mjög vel
og ágætlega var mætt á viðburði.
Ljósmyndakeppni er í gangi þar
sem þemað er mannlíf í sveitinni.
Þá var einnig keppt í skreytingum
þar sem sjá mátti ýmsar fíkúrur við
heimreiðar og hús í sveitarfélaginu.
Meðfylgjandi myndir tók Kolbrún
Invarsdóttir ljósmyndari á ferð um
hátíðina, en auk þess eru nokkrar
myndir af FB síðu Hvalfjarðarsveit-
ar. mm
Brákarhátíð fór fram
um helgina
Dögurður úti í blíðunni hjá Kvenfélagi Borgarness.
Kvenfélagskonur báru fram veitingar.
Nytjamarkaður Körfuknattleiksdeildar Skallagríms. Markaðstorg í Englendingavík.
Kaffisala unglingadeildarinnar Glanna
var í nýja björgunarsveitarhúsinu
Brákar að Fitjum 2. Boðið var upp á
kassaklifur í bílasalnum ásamt ýmsu
fleiru, eins og að fara á rúntinn í björg-
unarsveitabílunum. Ljósm. Brák.
Hvalfjarðardagar gengu
prýðilega um helgina