Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2022, Side 15

Skessuhorn - 29.06.2022, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2022 15 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is Bergsveinn S. 863 5868 Sigurður J. Helgi Már S. 897 7086 Magnús S. 861 0511 Ólafur S. 824 6703 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is - Sími 534 1020 TIL LEIGU Smiðjuvellir 28, Akranesi Stærðir: frá um 150-600 m² Gerð: Verslunar-, þjónustu- og skrifstofuhúsnæði Verslunar-, þjónustu- og skrifstofuhúsnæði á góðum stað í alfaraleið við hlið Þjóðbrautar. 147,3 m² glæsilegt og nýtt verslunar-/ þjónustuhúsnæði. Húsnæðið skiptist upp í opið verslunar-/ þjónusturými með góðum verslunargluggum á tvo vegu. 151 m² glæsilegt og nýtt verslunar-/ þjónustuhúsnæði. Húsnæðið skiptist upp í opið verslunar-/ þjónusturými með góðum verslunargluggum á tvo vegu. 157,4 m² glæsilegt og nýtt skrifstofuhúsnæði á 2. hæð. Húsnæðið skiptist upp í opið og bjart skrifstofurými með uppteknu lofti, vandaðri hljóðvist, gluggum á tvo vegu með útgengi á svalir. Við hlið þessa rýmis er 153,6 m² rými sem hægt er að opna á milli og verður þá hægt að ná samtals 311 m² rými á einum gólffleti. Væntanlegir leigjendur geta komið að hönnun og innréttingu rýmanna. Næg bílastæði eru á lóð hússins. Nánari upplýsingar um eignina veitir Helgi Már Karlsson löggiltur fasteignasali og leigumiðlari í s. 897 7086, hmk@jofur.is Dagur í lífi... Nafn: Gísli Einarsson Fjölskylduhagir/búseta: Giftur Guðrúnu Huldu Pálmadóttir. Búum í Borgarnesi og eigum þrjú börn (sem öll eru uppkomin) og 4 barnabörn. Starfsheiti/fyrirtæki: RÚV ohf. Í frí- um starfa ég stundum sem fararstjóri fyrir Bændaferðir og ég var akkúrat með fararstjórahattinn þennan dag. (Ég týndi hattinum reyndar í ferðinni en það var ekki fyrr en daginn eftir.) Áhugamál: Fjölskyldan, gönguferðir, ferðalög almennt og fótbolti. Dagurinn: Laugardagur 25. júní 2022. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vaknaði klukkan hálf sjö á Hót- el Scandic Victoria í Lillehammer í Noregi á áttunda degi ferðarinnar „Í tröllahöndum í Noregi“ a vegum Bændaferða. Ég byrjaði á að renna yfir minnispunkta mína fyrir daginn en í þessum ferðum reyni ég að koma með einhverskonar fróðleik tengt þeim svæðum sem farið er um. Gjarn- an líka einhverjar sögur, sannar og minna sannar. Það er nefnilega þannig að það er ekki endilega það gáfuleg- asta sem fellur best í kramið! Fljótlega fór ég svo í morgunmat á hótelinu. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Ég borðaði brauð með kjötáleggi og osti, einnig heitreiktan makríl, lifrar- kæfu og reyktan lax. Drakk með þessu eplasafa og svart kaffi og sykurlaust. (Sem er nýr siður hjá mér. Lengst af hef ég nýtt mér ótæpilega landbúnað- arafurðirnar sykur og mjólk). Hvenær fórstu til vinnu og hvern- ig? Það má segja að ég hafi farið gang- andi til vinnu, þ.e.a.s. út í rútu, ehh, afsakið; langferðabifreiðina. Fyrstu verk í vinnunni? Að segja frá ferðalaginu framundan, þ.e. frá Lillehammer til Óslóar. Eitthvað blaðraði ég líka annað þarna í upp- hafi. Meðal annars fór ég yfir fréttir úr norskum fjölmiðlum af skógareldum í Guðbrandsdal, sem við höfðum orðið vitni að á leið okkar um dalinn kvöldið áður. Fljótlega sáum við svo fréttir af hinum hroðalegu voðaverkum í mið- borg Óslóar um nóttina. Eðlilega veltu því margir fyrir sér hvaða áhrif þessi atburður hefði á okkar ferðir þar sem við vorum einmitt á leið í mið- borg Óslóar. En að sjálfsögðu var það ekki mikið áhyggjuefni í stóra sam- henginu. Hvað varstu að gera klukkan 10? Þá höfum við verið að virða fyrir okk- ur „Víkingaskipið“ eða öllu heldur Ólympíuskautahöllina í Hamri sem byggð var fyrir vetrarólympíuleikana í Lillehammer 1994. Þá hef ég líka verið farinn að svitna hressilega því hitinn hefur verið kominn í 27 gráð- ur eða um það bil. (Ég held að ég hafi drukkið ca. 3 lítra af vatni og ístei þennan dag). Hvað gerðirðu í hádeginu? Þá vor- um við að koma að Holmenkollen, einum vinsælasta ferðamannastað Noregs. Þar fóru margir upp á topp á skíðastökkpallinum fræga. Einhverj- ir fóru meira að segja niður í „zipline“. (Ég þekki því miður ekki neitt íslenskt orð sem nær yfir þessa fáránlegu athöfn) Hvað varstu að gera klukkan 14? Þá vorum við akkúrat að koma heim á Hótel Bondeheimen í miðborg Óslóar, hótel sem er í eigu samtaka ungra bænda í Noregi og alveg ljóm- andi fínt. Það var hinsvegar ekki auð- velt að komast þar inn því skotárásin kvöldið áður hafði átt sér stað aðeins 90 metra frá hótelinu okkar, í göt- unni beint á móti. Eðlilega var því þar gríðarlegur fjöldi fólks að votta hin- um látnu virðingu sína og lýsa andúð og sorg yfir þessum voðaverkum. Við komumst því ekki nálægt hótelinu á rútunni og þurftum að olnboga okkur í gegnum mannþröngina með ferða- töskurnar. Það skal hinsvegar tekið fram að tillitsemi var til fyrirmyndar á báða bóga. Frá hótelinu urðum við síðan vitni að því þegar Jónas Gahr Störe og Hákon prins komu á staðinn til að votta virðingu sína. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Það var að undir- búa skoðunarferð, á fæti, um miðborg Óslóar en hún var farin morguninn eftir. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Ég rölti um miðborgina og sá hvar hinseg- in fólk og fjöldi annarra hafði safn- ast saman, tók utan um hvert annað og hughreysta með gleðina að vopni þrátt fyrir allt. Hvað var í kvöldmat og hver eld- aði? Það var steiktur steinbítur í Hollandies sósu með nýjum kartöfl- um. Eldað af einhverjum öndveg- iskokki sem ég kann ekki að nefna. Í eftirrétt var síðan gulrótarkaka sem ég eftirlét öðrum að gera skil. Enda er það mín bjargföst skoðun að ekki eigi að blanda sama bakkelsi og grænmeti! Hvorutveggja er gott í sitthvoru lagi en þetta tvennt á ekki samleið. Hvernig var kvöldið? Kvöldið var náttúrulega skrítið þar sem það var svolítið undarleg tilfinning að vera á þessum stað og manni fannst maður vera svo nálægt grimmdinni í mann- inum en líka ástinni um leið. Hvenær fórstu að sofa? Svona um tíu leitið. Sofnaði fljótt eftir hita- svækju dagsins. Vaknaði reyndar nokkrum sinnum við gleðilæti af göt- unni. Hvað var það síðasta sem þú gerð- ir áður en þú fórst að hátta? Senda skilaboð til Guðrúnar minnar. Hvað stendur upp úr eftir daginn? Að sjálfsögðu er það nálægðin við þennan hörmungaratburð í miðborg Óslóar og reiði og sorg yfir þeirri grimmd og fávisku sem þar býr að baki en ekki síður gleði yfir þeirri ást og manngæsku sem betur fer er öfl- ugri þegar upp er staðið. Eitthvað að lokum? Það eru for- réttindi að eiga fjölbreytta daga þó vissulega séu þeir fyrir vikið misgóðir. Fararstjóra hjá Bændaferðum í Noregi

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.