Skessuhorn - 29.06.2022, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 202218
Margt áhugafólk um íþróttir og
tónlist þekkir til Skagamannsins
góðkunna Gunnlaugs Jónssonar.
Hann var lengi í fremstu röð sem
knattspyrnumaður, spilaði með ÍA,
KR og sem spilandi þjálfari hjá Sel-
fyssingum. En á þessum árum og
nú í seinni tíð hefur hann í aukn-
um mæli snúið sér að fjölmiðlun í
útvarpi og sjónvarpi og sérstaklega
við gerð þáttaraða um tónlist og
íþróttir. Tvær þáttaraðir hans hafa
unnið til Eddu verðlauna. Í dag
starfar hann sem íþrótta- og verk-
efnastjóri hjá Gróttu. Skessuhorn
heyrði hljóðið í Gunnlaugi til þess
að forvitnast um núverandi starf
hans og þá ljósvakaþætti sem hann
hefur unnið að og einnig hvort eitt-
hvað væri á prjónunum hjá honum
þessa dagana í þáttagerð.
Íþrótta- og verk-
efnastjóri hjá Gróttu
„Varðandi starfið hjá Gróttu þá
þróaðist það þannig að í byrj-
un árs 2019 var ég þjálfari Þrótt-
ar í Reykjavík. Á sama tíma var
ég að byrja á sjónvarpsverkefninu
„Áskorun,“ sem var viðamikið verk-
efni þar sem rætt var við fólk sem er
eða var í íþróttum. Þegar það verk-
efni fór á fullt skrið þá gerði ég mér
það ljóst að þetta var of mikið í fang
tekið að vinna að þessu verkefni og
vera samhliða við knattspyrnuþjálf-
un. Ég eiginlega ákvað þá að taka
skrefið og fara alveg út í þáttagerð
í sjónvarpi og útvarpi og hætti því
sem þjálfari Þróttar. En eins og
gerist í þessum bransa þá kom fljót-
lega í ljós að verkefnin sem ég var
með í kollinum kröfðust mikillar
vinnu og fjármögnunar og hlutirn-
ir gengu ekki hratt fyrir sig og ég
þurfti á meiri vinnu að halda og sá
þá auglýst þetta starf hjá Gróttu og
sótti um og fékk. Starfið er ótrú-
lega fjölbreytt. Félagið er með þrjár
deildir, sem er knattspyrna, hand-
bolti og fimleikar. Ég á í samskipt-
um við þjálfara, iðkendur og for-
eldra hjá öllum deildunum. Þetta er
gefandi og skemmtilegt.“
Hófst með þáttaröð
um Nýdönsk
Gunnlaugur á sér samt draum um
að geta unnið enn frekar að þátta-
gerð í framtíðinni og þá alfarið.
Þau verkefni sem hann hefur unnið
að hafa fengið lofsamlega dóma og
unnið til verðlauna. Hann hefur
alla tíð haft brennandi áhuga á tón-
list og sérstaklega íslenskri tónlist.
Fyrstu skref Gunnlaugs hjá ljós-
vakamiðlunum voru árið 2008 með
þáttaröð sem hann gerði um hljóm-
sveitina Nýdönsk og voru fluttir á
Rás 2.
„Ég viðraði hugmynd mína við
Óla Palla og hann kom henni áfram
til Sigrúnar Stefánsdóttur sem
þá var yfirmaður á Rás 2, sem gaf
grænt ljós á verkefnið. Í kjölfarið
kom þáttaröðin „Árið er“ sem var
flutt á Rás 2 árið 2013 og svo önn-
ur þáttaröð árið eftir. Sú þáttaröð
fékk lofsamlega dóma gagnrýnenda
og á þeim tíma komst Hallgrímur
Oddsson blaðamaður á Viðskipta-
blaðinu þannig að orði í umfjöll-
un sinni um þættina: „Þættirnir
Árið er eru einhverjar mikilvæg-
ustu menningarheimildir sem Rík-
isútvarpið hefur nokkurn tíma tek-
ið saman.“ Það var Skagamaðurinn
Ásgeir Eyþórsson sem vann með
mér að þáttunum. Það var ómet-
anlegt að fá hann að gerð þeirra.
Hann er frábær tæknimaður, mjög
skipulagður og með röddina sem
þurfti. Við áttum það sameigin-
legt að vera fullkomnunarsinnar.
Án hans hefðum við ekki komist í
gegnum þetta. Auk okkar var ein-
vala lið sem einnig kom að þátta-
gerðinni.“
Þáttaröð um Ísland
í Eurovision
Fyrsta sjónvarpsverkefni Gunn-
laugs var árið 2016 þegar hann gerði
ásamt Ásgeiri Eyþórssyni þáttaröð
um þátttöku Íslands í Eurovision
í 30 ár. „Þetta voru fimm þættir
sem heppnuðust mjög vel og urðu
vinsælir og hlutu Edduverðlaunin
árið 2016 fyrir skemmtiþátt ársins.
Sigurinn í flokki skemmtiþátta
kom okkur félögunum algerlega í
opna skjöldu, en það var jafnframt
afskaplega ánægjulegt.“
Vann Edduna
fyrir Áskorun
Næsta verkefni Gunnlaugs voru
þættirnir „Áskorun“ sem sýnd-
ir voru á Stöð 2 og voru tilnefnd-
ir til Eddu verðlauna og sigruðu
þar í flokki íþrótta. Þættirnir voru
fimm talsins. Var þar rætt við sund-
garpinn Inga Þór Jónsson frá Akra-
nesi, Elísabetu Gunnarsdóttur
knattspyrnuþjálfara í Noregi, Guð-
mund Guðmundsson landsliðs-
þjálfara í handbolta, Tryggva Snæ
körfuboltamann og svo fimleikalið
Gerplu.
„Það var ánægjulegt að vinna
við gerð þessara þátta en gríðar-
lega mikil vinna sem lá að baki og
afar ánægjulegt að fá klapp á bakið
að þeim loknum með þessum verð-
launum. Það má eiginlega segja að
það sé kostur minn að áhuginn og
metnaðurinn er til staðar hjá mér
til þess að gera hlutina vel en jafn-
framt minn veikleiki að ég sekk mér
svo í verkefnin að ég týnist alger-
lega í þeim ef hægt er að orða það
þannig.“
Gunnlaugur gerði þáttaröðina
„Víkingar – fullkominn endir“ um
sigur Víkinga í deild og bikar á síð-
asta ári og hefur sú þáttaröð ver-
ið tilnefnd til Eddu verðlauna sem
besta íþróttaefnið. Úrslitin verða
kunngerð í haust.
Sáttur með verkefnin
Gunnlaugur sýndi það snemma
að hann hefur mikinn metnað fyr-
ir þeim verkefnum sem hann tekur
sér fyrir hendur og hefur hæfileika
til þess að leiða hóp og stjórna.
Þegar hann kom í meistaraflokk hjá
Skagamönnum varð hann fljótt fyr-
irliði liðsins, en það var árið 2000,
og hélt hann þeim titli til ársins
2006. Þegar hann gekk til liðs
KR-inga varð hann fyrirliði þar. En
það urðu síðan vendingar árið 2009
þegar honum bauðst óvænt þjálf-
arastarf á Selfossi.
„Það var aldrei ætlunin að fara
strax í þjálfun en þetta var spennandi
tækifæri sem ég stökk á. Það gekk
ljómandi vel og við komumst upp
í efstu deild. En um haustið bauð
knattspyrnufélagið Valur mér þjálf-
arastöðuna hjá sér. Auðvitað var það
freistandi að þiggja það sem ég og
gerði og það gekk ekki sem skyldi.
Svona eftir á að hyggja var þetta of
stórt stökk fyrir frekar óreyndan
þjálfara að taka við brotnu Valsliði
á þessum tíma. Eftir það tók ég við
KA á Akureyri. Ég var þar í tvö ár
og gekk alveg ágætlega. Eftir það
fór ég til HK og fæ um leið tæki-
færi til þess að gera þáttaröðina
Árið er, því starfið hjá HK var ekki
fullt starf. En svo kom draumastarf-
ið mitt loksins þegar mér var boð-
ið að taka við ÍA árið 2013. Þá var
liðið í næstefstu deild og við náðum
að fara í efstu deild á fyrsta ári. Árin
urðu fjögur hjá ÍA. Eftir það tók ég
við Þrótti Reykjavík eins og áður
sagði. Þannig að ég get ekki annað
en verið sáttur við þau verkefni sem
hafa fallið mér í skaut fram að þessu
og er hvergi hættur,” segir Gunn-
laugur að lokum. se
Gamlir liðsfélagar hittast: Kári Steinn Reynisson, Gunnlaugur, Pálmi Haraldsson
og Hjörtur J. Hjartarson.
„Alltaf haft brennandi áhuga á fjölmiðlun“
Rætt við Gunnlaug Jónsson knattspyrnu- og fjölmiðlamann
Gunnlaugur Jónsson.
Gunnlaugur ásamt aðstoðarkonum með Eddu verðlaunin.
Frá Eddu verðlaunaafhendingunni.
Gunnlaugur og Ásgeir Eyþórsson.
Tveir þekktir Skagamenn; Gunnlaugur
Jónsson og Hallgrímur Ólafsson.