Skessuhorn - 29.06.2022, Qupperneq 21
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2022 21
SKIPULAGSAUGLÝSING
Í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga
að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.
Aðalskipulagsbreyting Litlu-Tunguskógur
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 12. maí 2022 að auglýsa tillögu að
breytingu á aðalskipulagi fyrir Litlu-Tunguskóg í landi Húsafells III í Borgarbyggð.
Sett er fram stefna um að breyta landnotkun á 30 ha svæði innan
frístundasvæðis F128 (Húsafell 2 og 3) yfir í íbúðarsvæði en frístundasvæðið er
nú 98 ha að stærð en yrði 68 ha eftir breytinguna. Markmið tillögunnar er að
heilsársbúseta verði möguleg á svæðinu og verða 40 frístundalóðum breytt í
íbúðarhúsalóðir.
Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga
að breytingu á deiliskipulagi í Borgarbyggð.
Deiliskipulag Litlu-Tunguskógur
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 12. maí 2022 að auglýsa tillögu að
breytingu á deiliskipulagi fyrir Litlu-Tunguskóg í landi Húsafells III í Borgarbyggð.
Tillagan tekur til breytinga á skilmálum þar sem 40 lóðir fyrir frístundahús
verða skilgreindar sem lóðir undir íbúðarhús. 14 lóðir austast á svæðinu
verða áfram skilgreindar sem frístundalóðir. Aðrir skilmálar haldast óbreyttir.
Aðalskipulagsbreyting er gerð samhliða.
Ofangreindar tillögur eru aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar www.
borgarbyggd.is frá 29. júní til og með 12. ágúst 2022. Ef óskað er eftir nánari
kynningu á ofangreindum tillögum þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á
að gera athugasemd við auglýstar skipulagstillögur og er frestur til að skila
inn athugasemdum til 12. ágúst. Athugasemdum skal skila skriflega í Ráðhús
Borgarbyggðar, Bjarnabraut 8, 310 Borgarnesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á
netfangið skipulag@borgarbyggd.is eða thjonustuver@borgarbyggd.is .
Borgarbyggð, 29. júní 2022
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar.
Laxveiðin fer ágætlega af stað víða
og töluvert af laxi að ganga í árn-
ar. Hítará var með sex laxa opn-
un. Fyrsta hollið í Langá veiddi tvo
laxa og eitthvað er komið af laxi í
Haffjarðará. Það veiddust 18 lax-
ar í opnun Grímsár, tveggja ára lax
og eins árs lax í bland. „Þetta byrj-
ar bara vel hjá okkur,“ sagði Jón
Þór Júlíusson er við spurðum um
Grímsá og bætti við: „Það er helli-
rigning hérna núna í holli núm-
er tvö, en þar voru að byrja veið-
ar,“ sagði Jón Þór þegar rætt var við
hann í síðustu viku. gb
Í tilkynningu hvetur Matvælastofn-
un til arfgerðagreininga með til-
liti til næmis gegn riðusmiti og að
bændur nýti þá þekkingu í sinni
ræktun. „Mikilvægt er að líflömb
sem flutt eru milli bæja eða svæða
til kynbóta og/eða sem nýr fjár-
stofn á svæðum þar sem skorið hef-
ur verið niður vegna riðu séu arf-
gerðagreind. Verndandi arfgerðir
gegn riðu hafa nú fundist á Íslandi
og mikið í húfi að nýta þær í barátt-
unni gegn riðuveiki í öllu ræktun-
arstarfi sauðfjár, hvort heldur sem
er við kaup á lömbum eða notkun-
ar sæðinga.“
Þá segir að verndandi arfgerðin
ARR hefur raunar ekki fundist á líf-
lambasölusvæðum enn sem komið
er, en arfgerðin AHQ finnst þar í
einhverjum mæli og er flokkuð sem
„lítið næm arfgerð“. Hér á landi er
hlutlausa arfgerðin ARQ algeng-
ust en áhættuarfgerðin VRQ er því
miður einnig nokkuð algeng. Arf-
gerðin T137, sem hefur sýnt sig að
vera verndandi arfgerð í tiltekn-
um fjárstofni á Ítalíu, hefur fund-
ist í íslensku fé og því er vænlegt að
rækta fé með þá arfgerð.
Í gildi er reglugerðarákvæði þar
sem segir: „Þar sem fram hefur far-
ið niðurskurður vegna riðu skal þó
einungis heimilt að flytja líflömb
sem ekki hafa VRQ arfgerðina
á búið.“ Samkvæmt ákvæðinu er
bannað að flytja lömb með VRQ
áhættuarfgerðina inn á bú þar sem
skorið hefur verið niður vegna riðu.
Ekki er ábyrgt að kaupa fé með
VRQ arfgerðina á aðra bæi.“
mm
„Við vorum í tveggja daga hjóna-
holli í Straumfjarðará. Hollið end-
aði með sex fiska á land, frábær ferð
í alla staði,“ sagði Birna Dögg Jóns-
dóttir í samtali við Skessuhorn. „Af
þessum sex löxum vor tveir Maríu-
laxar, sem var frábært. Veðrið var
ekki að vinna með okkur en við lét-
um það ekki á okkur fá. Að kasta
flugu í roki og kulda er eitthvað
sem við höfum öll prófað áður og
flestir veiðimenn kannast vel við.
Leiðsögumennirnir Daníel og Ótt-
ar voru með okkur allan tímann og
þeirra vinna var framúrskarandi,“
sagði Birna Dögg.
Straumfjarðará hefur nú gefið á
milli 20 og 25 laxa. gb
Opnað var fyrir veiði á sunnan-
verðri Arnarvatnsheiði um miðjan
júní. „Það er alltaf gaman að fara
á Arnarvatnsheiðina, enda farið
þarna æði oft og þetta er skemmti-
legt,“ sagði Ingólfur Kolbeins-
son þegar tíðindamaður Skessu-
horns heyrði í honum, nýkominn á
heiðina og strax kominn með fína
veiði og væna fiska. „Já, það var
góð veiði; bleikja og urriði í bland,
strax og hvassviðrið sem gekk yfir
á föstudag og framan af laugardegi
var gengið yfir, fór hann að gefa sig.
Frá miðjum degi á laugardaginn og
fram á kvöld veiddist vel á fluguna,
til dæmis á Zug bug krók, Bjarnar
og moppuna. Einnig var að veið-
ast á Íslandsspún, Lyppu og Mor-
esilda. Vatnsstaðan er fín í vötnun-
um og þá er alltaf gaman að veiða,
það er að segja þegar veðrið leyfir,“
sagði Ingólfur.
Við fréttum að fleiri veiði-
mönnum á heiðinni og fengu þeir
sömuleiðis fína veiði, en veðurfar-
ið hefði mátt vera betra. Þá virðist
silungurinn vel haldinn eftir vetur-
inn.
Veiðileyfi eru seld í gegnum
heimasíðuna arnarvatnsheidi.is
með því að senda inn fyrispurn eða
í veitingahúsinu við Hraunfossa.
Þar er opið frá kl. 11 til 15 mánu-
daga til fimmtudaga og kl. 11-17
föstudaga til sunnudaga.
gb
Svipmynd úr
Þverárrétt.
Ljósm. úr safni
Skessuhorns.
Hvetja til ábyrgra líflambakaupa í haust
Flottur smálax í Viðbjóði
Ingólfur Kolbeinsson með fína veiði.
Veiðin byrjuð á
Arnarvatnsheiði
Fallegur urriði veiddur á flugu.
Tveir Maríulaxar
veiddust í hollinu
Jóhanna Íris Guðmundsdóttir með flottan lax úr Straumfjarðará.
Sá stóri að sleppa.