Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2022, Qupperneq 23

Skessuhorn - 29.06.2022, Qupperneq 23
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2022 23 Sumarlesari vikunnar „Sumarlesturinn á bókasafninu gengur alveg þrusu vel,“ að sögn starfsfólks Bókasafns Akraness. „Krakkarnir okkar hafa náð að lesa yfir 20 þúsund blaðsíður nú þegar og eru hvergi nærri hættir. Lestur er bestur.“ Lesari vikunnar þessa vikuna er Sveinn Theódór Oddsson. Hvaða bók varstu að lesa og hvernig var hún? „Ég var að lesa Heyrðu Jónsi og týnda hreindýrið.“ Hvernig bækur eru skemmti- legastar? „Heyrðu Jónsi bækurnar.“ Hvar/hvenær er best að lesa? „Í sófanum, bara alltaf.“ Ef þú gætir lifað í einni bók hvaða bók myndir þú velja? „Geimverubók.“ Ef þú gætir galdrað hvaða töfra mátt myndir þú velja? „Að hverfa“ Uppáhalds veður? „Sumarveður.“ Laugardaginn 18. júní síðastliðinn var stærsta útskrift í sögu Háskól- ans á Bifröst. Alls voru 134 nem- endur brautskráðir; 22 úr háskóla- gátt, 40 úr bakkalárnámi og 72 úr meistaranámi. Grunnnámsnem- endur skiptust þannig á milli deilda að 17 útskrifuðust frá viðskipta- deild, 17 úr félagsvísindadeild og sex úr lagadeild. Skipting meist- aranema eftir deildum var síðan þannig að 60 luku námi við við- skiptadeild, fjórir við félagsvísinda- deild og átta við lagadeild. Að vanda voru verðlaun veitt fyr- ir besta námsárangur í hverri deild. Þá fékk einn nemendi úr hverri deild, sem er í námi, skólagjöld felld niður sem hvatningarverð- laun fyrir framúrskarandi árangur. Nemendur sem fengu skólagjöld niðurfelld voru: Brynjar Óskars- son, Einar Freyr Elínarson og Þór- unn Marinósdóttir. Nemendur sem hlutu útskriftarverðlaun eru: Auður Ösp Ólafsdóttir, Ásdís Elvarsdóttir, Dagbjört Una Helgadóttir, Helga Þorvaldsdóttir, Íris Björg Birg- isdóttir, Líney Lilja Þrastardótt- ir, Magnús Þór Jónsson, Pauline Jeannine M. Lafontaine og Selma Hrönn Maríudóttir. mm/ Ljósm. James Einar Becker Hluti þess hóps sem útskifaður var. Stærsta útskrift frá upphafi skólans á Bifröst Keppt var í knattspyrnu á lokadegi mótsins. Hér undirbýr Guðlaugur Þór Þórðar- son sig undir að skjóta að marki. Skömmu síðar tognaði ráðherrann og annar leikmaður sleit hásin, þannig að leikurinn var flautaður af. Ljósm. umfí Skagakonan Hallbera Jóhannesdóttir með tvö gull og tvö silfur fyrir 50 og 100 metra skrið og bringu. Ljósm. gg. Hér flýgur Nokia stígvél í stærðinni 39 hjá Eygló Lind Egilsdóttur. Kastið dugði henni til sigurs. Ljósm. gle. Púttað var á Hamri. Ljósm. sþ. Svipmynd frá keppni í bridds. Ljósm. sþ. Frá keppni í sundi. Ljósm. sþ.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.