Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2022, Qupperneq 26

Skessuhorn - 29.06.2022, Qupperneq 26
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 202226 Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum, gengst nú fyrir bátahátíð á Breiðafirði í fimmtánda sinn laugardaginn 9. júlí nk. Að þessu sinni verður far- ið til Hvalláturs þar sem rekin var afkastamikil bátasmíðastöð fram á sjöunda áratug síðustu aldar. Þar hefur teinæringurinn Egill verið geymdur allt frá árinu 1940 er hætt var að nota hann og honum lagt Ráðgert er að þátttakendur safn- ist saman á Reykhólum föstudaginn 8. júlí. Flóð er um klukkan 14 og þá er gott að setja bátana niður í höfn- inni fyrir þá sem koma með bát- ana landleiðina. Einnig er hægt að sjósetja báta í höfninni við Stað á Reykjanesi. Á laugardagsmorgun verður haldið frá Reykhólum um klukkan 9 og áformað að sigla um svokallað- ar Staðareyjar. Við Stað koma þeir, sem þaðan fara, til móts við þátttak- endur (um kl. 10) og síðan er siglt áleiðis um Skáleyjalönd og til Hval- láturs. Staðarhaldarar í Hvallátrum munu kynna þátttakendum það starf sem þar fer fram en þar er stunduð æðarrækt og dúntekja. Einnig mun Egill verða skoðaður og saga hans sögð. Ráðgert er síðan að koma til baka seinni partinn. Að sjálfsögðu ráða aðstæður, sjávarföll og veður, mestu um hvernig siglingin verð- ur og áætlunin getur því breyst ef aðstæður krefjast. Siglingin verður undir stjórn manna sem þekkja vel til aðstæðna við Breiðafjörð. For- maður hvers báts er ábyrgur fyr- ir því að nauðsynlegur öryggisbún- aður sé fyrir hendi um borð. Vin- samleg tilmæli eru að þátttakendur verði með bjargbelti og að sem flest- ir bátar séu búnir björgunarbátum. „Allir bátar eru velkomnir og við viljum hvetja sem flesta til að nýta sér þetta tækifæri til siglingar um þetta fallega umhverfi,“ segir í til- kynningu frá Bátasafni Breiðafjarð- ar. mm Eins og margir Grundfirðinga vita er Birna Kristmundsdótt- ir að berjast við leghálskrabba- mein í þriðja sinn á skömm- um tíma. Hefur hún undanfarna mánuði verið í strangri lyfjameð- ferð sem auðvitað tekur sinn toll. Nokkrir Grundfirðingar tóku sig til og héldu styrktartónleika síð- astliðinn þriðjudag fyrir Birnu og fjölskyldu. Á tónleikunum sem fóru fram í Grundarfjarðarkirkju sungu nokkrar sem sótt hafa söng- námskeið hjá Sylvíu Rún ásamt Sylvíu sjálfri. Þá var sömuleiðis safnað fyrir Birnu með öðrum hætti í vikunni sem leið. Box7 stóð fyrir áheita róðrarkeppni. Fyrir keppnina var stefnt að því að hjóla/róa 1.500 km. á róðrarvélum og bike erg hjólum. Fimm róðrarvélar og fimm hjól voru á staðnum. Á báðum þessum viðburðum; tón- leikum og róðrarkeppni, var óskað eftir frjálsum framlögum í söfnun sem hafði sama tilgang. tfk Heimildamyndahátíðin IceDocs var sett við hátíðlega athöfn í Skemmunni við Akranesvita í síð- ustu viku og stóð hún til sunnu- dags. Eliza Reid forsetafrú Íslands, flutti opnunarávarp og í kjölfarið var sýnd opnunarmyndin Distopia Utopia eftir skjálistamanninn Die! Goldstein. Eliza minntist á mik- ilvægi þess að glöggt sé gests aug- að og fagnaði þannig þeirri flóru erlendra heimildamynda sem myndu segja sögur á hátíðinni að þessu sinni, en sagnalist væri sam- ofin íslenskri menningu. Þannig myndum við öll víkka út sjón- deildarhringinn. Þetta er í fjórða skipti sem hátíð- in fór fram og hefur hún vaxið og dafnað ár frá ári þrátt fyrir heims- faraldur. Í ár var boðið upp á vand- aðar heimildamyndir erlendar sem innlendar og var frítt inn á alla viðburði á dagskránni. Hátíðinni lauk svo sunnudaginn 26. júní með verðlaunaafhendingu. mm Þrettánda Ólafsdalshátíðin í Gils- firði verður haldin laugardaginn 16. júlí, glæsileg fjölskylduhátíð að vanda. Megindagskráin verður frá kl. 13 til 17. Meðal skemmtikrafta verða Lalli töframaður, Bjartmar Guðlaugsson og fleiri. Áhugaverð gönguferð með leiðsögn verð- ur farin áður en formleg dagskrá hefst (um kl. 11). Ólafsdalshapp- drættið verður á sínum stað, góðar veitingar, Erpsstaðaís, handverks- markaður, hestar fyrir börnin o.fl. Gestum gefst auk þess kostur á að kynna sér glæsilega uppbyggingu húsa í Ólafsdal á vegum Minjaverd- ar. Þar eru nú risin fimm hús þar sem skólahúsið stóð eitt áður. End- anleg dagskrá verður nánar kynnt fljótlega. Sumaropnun Ólafsdalsfélagsins í Ólafsdal verður frá 10. júlí til 1. ágúst kl. 12-17. Boðið er upp á sýn- ingar um Ólafsdalsskólann (1880- 1907), kaffiveitingar og leiðsögn. Þá er vinsælt að ganga að land- námsskálanum og fornminjasvæð- inu innar í dalnum þar sem Forn- leifastofnun Íslands mun stunda rannsóknir fimmta sumarið í röð (um 15 mín ganga frá skólahús- inu). Allan opnunartímann verða listaverk bræðranna Halldórs og Sverris Ásgeirssona til sýnis. Verk Halldórs verður utandyra (vís- un í áform um vindmyllugarða á Íslandi) en myndverk Sverris í Suðurstofu skólahússins. Þau verk eru liður í myndlistarverkefninu, „Nr. 4 Umhverfing“, sem fjöldi listamanna tekur þátt í með sýning- um í Dölum, á Ströndum og Vest- fjörðum í sumar. Þeir bræður eru afkomendur Torfa og Guðlaugar í Ólafsdal. Staðarhaldarar í Ólafsdal í sumar verða m.a. Rögnvaldur Guðmunds- son formaður Ólafsdalsfélagsins og kona hans Helga Björg Stefánsdótt- ir. Einnig Torfi Ólafur Sverrisson og fjölskylda. -fréttatilkynning Svipmynd frá opnunarhátíðinni. F.v. Die! Goldstein, Helena Guttorms og Eliza Reid forsetafrú. Heimildamyndahátíð fór fram á Akranesi Á mynd í kirkjunni. F.v. Sylvía Rún Guðnýjardóttir, Ragnheiður Dröfn Benedikts- dóttir, Heiðrún Hallgrímsdóttir, Krista Rún Þrastardóttir, Rakel Birgisdóttir, Birna Kristmundsdóttir, Guðbjörg Jóhanna Níelsdóttir og Ólöf Gígja Hallgrímsdóttir. Grundfirðingar taka höndum saman fyrir Birnu Frá Ólafsdalshátíð. Ljósm. Rögnvaldur Guðmundsson. Ólafsdalshátíð verður haldin 16. júlí Í Ólafsdal eru nú risin fimm hús þar sem skólahúsið stóð eitt áður. Ljósm. Torfi Ólafur Sverrisson. Svæðið sem siglt verður um. Bátadagar verða á Breiðafirði í júlí

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.