Morgunblaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 8. A P R Í L 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 98. tölublað . 110. árgangur . 28. apríl-1. maí Sigraðu innkaupin LAUGARDALS- LAUG VERÐUR ENDURGERÐ SKARSGÅRD GENGUR BER- SERKSGANG ANTON MEÐ SJÖTTA BESTA ÁRANGURINN THE NORTHMAN BBBBB 60 SUND Á HEIMSVÍSU 541.100 TILLÖGUR 18 Karítas Ríkharðsdóttir Anton Guðjónsson Tillaga um að hópuppsögn á skrifstofu Eflingar yrði dregin til baka var felld með 152 atkvæðum gegn 106 á félagsfundi stéttarfélagsins sem haldinn var í gærkvöldi. Stjórn stéttarfélagsins boðaði seint á sunnudagskvöld til fundarins eftir að félagsmenn höfðu knúið á um hann. Til- gangur fundarins var að fjalla um skipulags- breytingar á skrifstofu félagsins en ákvörðun stjórnar Eflingar um að segja upp öllu starfs- fólki skrifstofu sinnar hefur verið harðlega gagnrýnd. Lófatak mátti heyra þegar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kom inn í salinn. Sólveig Anna opnaði fundinn og sagði að þrátt fyrir mismunandi skoðanir innan hópsins gætu allir verið sammála um að lýðræðisvæðing fé- lagsins, sem hefði átt sér stað frá árinu 2018, væri jákvæð. Sakaði Agnieszku og Ólöfu um leka Strax í upphafi fundar var gerð athugasemd úr sal við tillögu Sólveigar Önnu um að hún sjálf myndi stýra fundinum. Mikill hiti virtist vera í fólki vegna tillögunnar en fundargestir hrópuðu og kölluðu sín á milli. Sólveig bað um traust og sagðist geta sjálf ráðið við að stýra fundinum. Niðurstaðan var þó að Halldór Oddsson, lögmaður ASÍ, var kjörinn fundarstjóri. Sólveig Anna sakaði Agnieszku Ewu Zió- lowska, varaformann Eflingar, og Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, ritara í stjórn Eflingar, um að leka upplýsingum um hópuppsögnina í fjölmiðla. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari í stjórn Eflingar, gerði athugasemd við það að dagskrá fundarins væri ekki í samræmi við það sem óskað var eftir samkvæmt undirskriftalista. Kröfurnar snúist um enskukunnáttu Átta starfsmenn hafa sótt um störf sín að nýju hjá Eflingu. Atvinnuauglýsingar fyrir störf þeirra sem sagt var upp hafa vakið athygli vegna nýrra hæfniskrafa, á borð við íslensku- kunnáttu sem gerir mörgum erfitt að sækja um áframhaldandi starf á skrifstofu Eflingar. Sólveig sagði það ósvífnar árásir gegn sér, að halda því fram að Efling væri að losa sig við fólk sem ekki tali íslensku. Öllu fremur sé núna gerð krafa um að allir tali líka ensku. Þá sagði hún það skjóta skökku við að starfs- fólk, sem hefur skilað inn langtímaveikindavott- orði, sæi sér fært að mæta á fundinn í gær- kvöldi. Mikill hiti var í fundargestum fyrir en við þessi orð æstist salurinn enn frekar. Tillagan felld Morgunblaðið/Eggert Formaður Sólveig Anna vildi stýra fundinum en fundargestir kusu lögmann ASÍ sem fundarstjóra. Fjöldi fólks sótti félagsfund stéttarfélagsins í gærkvöldi. - Hópuppsögn á skrifstofu Eflingar verður ekki dregin til baka eftir kosningu í gær - Formaður sagði mætingu langtímaveikra starfsmanna skjóta skökku við Morgunblaðið/Eggert Efling Mikill hiti var í fundargestum og salurinn æstist enn meir við ummæli Sólveigar Önnu. Samkvæmt ársreikningi Árborgar fyrir liðið ár nam rekstrarhalli A- hluta sveitarfélagsins, lögbundins rekstrar af skatttekjum, 2.145 millj- ónum króna, en áætlun hafði gert ráð fyrir 1.446 milljóna halla. Sam- antekinn halli á rekstri A- og B- hluta sveitarfélagsins nam 1.790 milljónum kr. Sömuleiðis hafa skuldir hækkað mikið, en ástæður þess má rekja til fjárfrekra framkvæmda tengdum vexti sveitarfélagsins, uppreikn- uðum lífeyrisskuldbindingum og fjármögnun rekstrar á lánum. Fjármál Árborgar og önnur verk- efni eru til umræðu í Kosn- ingahlaðvarpi Dagmála í dag og sér- stök umfjöllun um Árborg er í blaðinu. »28-29 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Árborg Við mjólkurbúið í hinum glæsilega nýja miðbæ á Selfossi. Róðurinn þyngist í Árborg - 2,1 milljarðs halli _ Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur (HER) leggst gegn því að sigl- ingaklúbbur fyrir börn verði stað- settur í nágrenni skólpdælustöðvar Veitna á Skeljanesi við Skerjafjörð. „Ef neyðarlúga opnast verður gerlamengun í umhverfinu langt yfir leyfilegum mörkum. Erfitt er að meta hver lágmarksfjarlægð ætti að vera en benda má á að við núverandi staðsetningu eru örveru- fræðileg gæði strandsjávar góð. Ef álag verður of mikið eða bilun verð- ur getur neyðarlúga opnast án fyr- irvara og gerlamengun borist á það svæði sem börn og ungmenni eru að stunda siglingar á,“ segir í minn- isblaði HER. Einnig er mælir Heil- brigðiseftirlitið gegn smábátahöfn austar í víkinni. »24 Vill ekki siglinga- klúbb við dælustöð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.