Morgunblaðið - 28.04.2022, Page 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022
Jón Magnússon skrifar á blog.is
um stuld tveggja kvenna á
listaverki Ásmundar Sveinssonar.
Jón segir að þegar
„þjófnaðurinn upp-
götvaðist og hið
þjófstolna fannst
inni í klambri sem
þær stöllur kölluðu
listaverk voru þær
kokhraustar og
réttlættu þjófn-
aðinn með því að listaverk Ás-
mundar Sveinssonar af einum
mesta kvenskörungi sögualdar
hafi verið rasískt“.
- - -
Síðar sagði Jón: „Í frjálsu þjóð-
félagi hefur fólk tjáning-
arfrelsi og getur haldið fram sín-
um skoðunum, en það réttlætir
ekki, að einstaklingurinn fari sínu
fram og taki sér sjálfdæmi um að
framfylgja hverju svo sem honum
dettur í hug jafnvel þó það gangi
á réttindi annarra. Ef við sam-
þykkjum það, þá er komið hið
raunverulega frumskógarlögmál
sem endar alltaf með því að sá
sterkari fer sínu fram að geðþótta
gagnvart hinum veikari.“
- - -
Jón bendir einnig á að væri fall-
ist á það sem lögmaður
kvennanna hefði sagt um að kon-
urnar hefðu sæmdarrétt á því
„sem þær gerðu og kalla lista-
verk“ þá gæti „hver sem er stolið
hverju sem er og réttlætt það með
einhverjum fáránleika eins og
„listakonurnar“ gera og komið
hinu þjófstolna inn í eitthvert
klambur og slegið þar með sinni
„sæmdar“eign á hið stolna“.
- - -
Sú fjarstæða að kalla verk Ás-
mundar rasískt skiptir í raun
ekki máli í þessu sambandi. Og
það er hægt að taka undir með
Jóni að það væri ekki „beinlínis
hugnanlegt eða mundi stuðla að
friði og allsherjarreglu í samfélag-
inu“ fengi slíkt háttalag að við-
gangast.
Jón Magnússon
Er þjófnaður list?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Fyrsta skóflustungan fyrir stóla-
lyftu var tekin í Bláfjöllum í gær-
morgun en í nóvember voru kynnt
áform um uppbyggingu á skíðasvæð-
inu samkvæmt samkomulagi Sam-
taka sveitarfélaganna á höfuðborg-
arsvæðinu. Einar Bjarnason,
rekstrarstjóri í Bláfjöllum og starfs-
maður til margra ára, tók fyrstu
skóflustunguna með skurðgröfu.
„Þetta er mikill gleðidagur. Loks-
ins, loksins,“ sagði Magnús Árnason,
framkvæmdastjóri skíðasvæða höf-
uðborgarsvæðisins, við mbl.is í gær.
„Ég held að það megi segja að við
höfum unnið markvisst að uppbygg-
ingu frá árinu 2010 en á þeim tíma
snerist það mest um snjóframleiðslu.
Framkvæmdir sem þessar voru
samþykktar árið 2018 en fyrst nú er-
um við að sjá framkvæmt. En fyrir
því eru svo sem margar ástæður.
Loksins erum við farin af stað og
ekki er hægt að stoppa okkur héðan
af,“ sagði Magnús.
Mikil vinna fram undan
Fram undan er mikil vinna í sum-
ar. „Tvær lyftur verða reistar í sum-
ar og önnur þeirra verður örugglega
tekin í gagnið fyrir næsta vetur og
hin þá væntanlega ári síðar. Við tök-
um þessu fagnandi,“ sagði Magnús
enn fremur.
Framkvæmdir við stólalyftu hafnar
Uppbygging á skíðasvæðinu í Bláfjöll-
um að hefjast - Mikill gleðidagur
Ljósmynd/Skíðasvæðin
Skóflustunga Einar Bjarnason tek-
ur fyrstu skóflustunguna í gær.
Nýlega blómstraði blæösp í garði á
Egilsstöðum og er þetta í þriðja
skipti sem ræktuð blæösp hefur náð
að blómstra á Íslandi svo vitað sé.
Blómgun villtrar blæaspar hefur
aldrei verið skráð hér á landi.
Frá þessu greinir Þröstur
Eysteinsson skógræktarstjóri á
heimasíðu Skógræktarinnar. Í pistli
hans segir að mynd sem Sigrún Þöll
Hauksdóttir Kjerúlf, kennari á Eg-
ilsstöðum, birti á Facebook af
blómstrandi blæösp hafi vakið at-
hygli hans. „Þessi atburður var svo
merkilegur að skógræktarstjóri fór
á stúfana og skoðaði blæaspir í trjá-
safninu á Hallormsstað og þær villtu
í Egilsstaðaskógi til að kanna hvort
þær blómstruðu. Svo reyndist ekki
vera,“ skrifar Þröstur.
Aðlöguð mun hlýrri sumrum
Við skoðun á öspinni hafi komið í
ljós að hún reyndist vera karlkyns,
sem sást á því að frjóduft hristist úr
mjúkum reklunum í blænum. Öspin
var keypt á sínum tíma í gróðrar-
stöð, annaðhvort í Kjarna eða á
Vöglum, og gróðursett í garðinn
sunnan við húsið árið 1982. Þar hef-
ur hún dafnað vel síðan.
„Blómgun trjáa stjórnast að
mestu leyti af hitafari sumarsins áð-
ur. Blæösp er aðlöguð mun hlýrri
sumrum en Ísland hefur yfirleitt að
bjóða og nær því (nánast) aldrei að
blómstra. Í fyrra var óvenjuhlýtt og
sólríkt á Austurlandi, líkt og var
1955 og (sennilega) 1980 á Norður-
landi. Það dugði samt ekki fyrir
blæaspir á Héraði yfirleitt. Í viðbót
þurfti vaxtarstað sunnan við hús í
skjólgóðu umhverfi og fullri sól,“
skrifar skógræktarstjóri. aij@mbl.is
Blómstrandi blæösp
aðeins í þriðja skipti
- Frjóduft hristist
úr mjúkum rekl-
unum í blænum
Ljósmynd/Þröstur Eysteinsson
Í þriðja sinn Sjaldséð blómgun á
blæösp á tré í garði á Egilsstöðum.
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
562–1500
Friform.is.
2
0
0
0
—
2
0
2
0
Eldhúsinnréttingar
Tímabundin opnunartími
vegna Covid–19
Mán. – Föst. 10–17
Laugardaga 11–15