Morgunblaðið - 28.04.2022, Page 14
Seðill og borðapantanir á apotek.is
LAUGARDAGA & SUNNUDAGA 11:30-14:30
LJÚFFENGIR
BRUNCH RÉTTIR
KOKTEILAR & KAMPAVÍN
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Persónuvernd hefur fellt niður athug-
un sína á framkvæmd íslenskra dóm-
stóla við birtingu persónuupplýsinga í
dómum á netinu. Þetta kemur fram í
tilkynningu sem birt hefur verið á
heimasíðu stofnunarinnar. Ástæðan
er sú að athugunin er nú talin falla ut-
an valdsviðs Persónuverndar.
Það var í fyrrahaust sem Persónu-
vernd tilkynnti að á meðal 19 frum-
kvæðisathugana sem væru í vinnslu
hjá stofnuninni væri birting persónu-
upplýsinga í dómum á netinu. Að auki
væri sérstök athugun í gangi á birt-
ingu persónuupplýsinga í tveimur
dómum Héraðsdóms Reykjavíkur.
En í síðustu viku var greint frá því á
heimasíðu Persónuverndar að hún
hefði sent dómstólum landsins bréf
og tilkynnt að stofnunin hefði fellt
þessa athugun niður með vísan til
dóms Evrópudómstólsins frá 24.
mars síðastliðnum í máli nr. C-245/20.
Dómurinn varðar undanþágu frá
valdsviði eftirlitsyfirvalda samkvæmt
evrópsku persónuverndarreglugerð-
inni, sem vísar til þess þegar dóm-
stólar fara með dómsvald sitt. Í nið-
urstöðu dómsins segir að vinnsla
persónuupplýsinga framkvæmd af
dómstólum í sambandi við upplýs-
ingastefnu þeirra varðandi mál sem
þeir hafa til meðferðar falli utan vald-
sviðs eftirlitsyfirvalda samkvæmt
reglugerðinni. Þetta fer þvert á skoð-
un sem Persónuvernd hér á landi
hafði lýst yfir.
Vilborg Steingrímsdóttir, sviðs-
stjóri öryggis og úttekta hjá Persónu-
vernd, segir að þrátt fyrir þessa nið-
urstöðu megi ráða af fjölda ákvæða
evrópsku persónuverndarreglugerð-
arinnar að henni sé ætlað að gilda um
þá vinnslu persónuupplýsinga sem
fer fram þegar dómstólar fara með
dómsvald sitt en Persónuvernd taki
ekki afstöðu til þess hvernig æskileg-
ast sé að haga eftirfylgni með því að
dómstólar fari að löggjöfinni.
Vilborg segir að sums staðar í Evr-
ópu hafi verið komið á innra eftirliti
með persónuvernd hjá dómstólunum,
t.d. með persónuverndarfulltrúa
dómstóla, umboðsmanni, sérstakri
deild eða nefnd um persónuvernd eða
stjórnsýslueiningum, sem eru sam-
bærilegar Dómstólasýslunni, verið
falið þetta eftirlit.
Eftirlitið talið utan vald-
sviðs Persónuverndar
- Hætt við að athuga netbirtingu persónupplýsinga í dómum
Morgunblaðið/Þór
Dómstólar Þeir ráða sjálfir hvernig persónuupplýsingar eru birtar.
Flutningabíl var ekið undir brú á
Hnoðraholti í Garðabæ undir kvöld á
þriðjudag með þeim afleiðingum að
kassinn aftan á honum tættist í sund-
ur. Engin slys urðu á fólki en bíllinn
skemmdist mikið.
Hæðartakmarkanir eru við brúna
og skýrar merkingar fyrir framan
hana. Þrátt fyrir það gerist það öðru
hverju að of háir bílar aka undir hana,
samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.
„Þetta gerist alltaf af og til að
menn átta sig ekki á hæð bíls og hæð
brúarinnar þarna undir,“ segir Sævar
Guðmundsson, aðalvarðstjóri hjá lög-
reglunni í Hafnarfirði, í samtali við
mbl.is.
Brúarhandriðið virðist hafa komið í
veg fyrir að brak af kassa bílsins
þeyttist upp á Reykjanesbrautina á
háannatíma. Þá voru hlauparar að
koma að brúnni og ætluðu undir hana
þar sem brakið þeyttist í allar áttir.
Sjónarvottur segir að fólki hafi verið
ansi brugðið, enda hafi bíllinn komið á
töluverðri ferð og lítið hægt á sér
þrátt fyrir höggið. Bílstjórinn hafi
ekið áfram undir brúna þrátt fyrir að
kassinn tættist í sundur.
Flutningabíll lenti á umferðarbrú
- Brak úr kassa á bílnum þeyttist í allar áttir en engan sakaði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skemmdir Kassinn á flutningabílnum var mikið skemmdur.
Vegfarendur um Öskjuhlíð hafa tekið eftir ummerkjum
eftir hoppukastalann Skrímslið sem starfræktur var
hjá Perlunni í fyrra og hitteðfyrra. Þótt kastalinn sé
farinn hefur ýmislegt verið skilið eftir, eins og gervi-
grasdúkar, plastdúkar, undirstöður og pallar. Þegar
ljósmyndari var á ferðinni í byrjun vikunnar lágu
margar járngrindur niðri, sem höfðu verið í kringum
svæðið, en daginn eftir voru þær komnar upp aftur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skrímslið skilur eftir sig slóð