Morgunblaðið - 28.04.2022, Side 18
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022
Kynningarfundur um miðborgar-
leikskóla og miðstöð barna
Fimmtudaginn 28. apríl kl. 17 á 7. hæð í Borgartúni 14.
Staðbundinn kynningarfundur um miðborgarleikskóla og fjölskyldumiðstöð
verður haldinn í dag. Um er að ræða leikskóla við Njálsgötu fyrir börn á aldrinum
eins til sex ára en núverandi starfsemi skólans er við Njálsgötu, Lindargötu
og Barónsstíg. Miðstöð barna verður einnig í byggingunni.
Svæðið verður endurnýjað og nýtt leiksvæði verður opið almenningi þegar
leikskólastarfið er ekki í gangi. Hægt er að kynna sér verkefnið á slóðinni
reykjavik.is/midborgarleikskoli-og-fjolskyldumidstod.
Á fundinum verður starfsemin kynnt, byggingin
og lóð ásamt lýsingu, vottun, væntanlegum
framkvæmdum og jarðvegsvinnu.
Reykjavíkurborg
Umhverfis- og skipulagssvið
Mynd: Basalt arkitektar
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Alls hafa borist um 1.100 tillögur í
hugmyndasamkeppni á vegum
Reykavíkurborgar um endurgerð
Laugardalslaugar, en miklar endur-
bætur á mannvirkinu og umhverfi
þess standa nú fyrir dyrum. Þess er
vænst að að lokinni hönnun, meðal
annars út frá þeim hugmyndum sem
komnar eru, megi hefja fram-
kvæmdir í Laugardal á næsta ári,
segir Árni Jónsson forstöðumaður.
Sundlaugarnar eru
sérkenni Íslands
Dýfingalaug og heimsins hæsta
stökkbretti, fjölgun heitra og kaldra
potta með misjöfnu hitastigi, busl-
laug með öldum og yfirbyggð
kennslulaug. Stólar og sólbekkir
með vatnsnudd, fossa og bunur.
Barnalaugar og rennibrautir í ýms-
um útgáfum. Þetta er meðal hug-
mynda sem borist hafa í samkeppn-
ina, sem lauk formlega í síðasta
mánuði enda þó enn sé svigrúm til
að leggja orð í belg. Leitað var eftir
sjónarmiðum gesta í Laugardals-
laug og annarra sem nýta sér þjón-
ustuna, svo sem fulltrúa skóla,
íþróttafélaga og annarra slíkra.
„Sundlaugar eru sérkenni Íslands
og einstakir staðir. Heilsulindir en
líka alveg magnað fyrirbæri viðvíkj-
andi félagsauði og því að mynda
tengsl milli fólks,“ segir Árni Jóns-
son. Hann kom til starfa við sund-
laugina fyrir um ári og hefur síðan
tekið þátt í forsagnarvinnu vegna
endurgerðar laugarinnar sem hefur
verið á dagskrá í nokkur ár. Reykja-
víkurborg hefur þegar tekið frá 2,5
milljarða króna í verkefnið, en lík-
lega þarf að kosta meiru til.
Áhorfendastúkan
aldrei nýst sem skyldi
Laugardalslaug var tekin í notkun
árið 1968, en miklu hefur verið bætt
við síðan. Á svæðinu eru í dag þrjár
laugar, einnig heitir pottar, eimbað
og 86 metra löng rennibraut. Ker
stóru útilaugarinnar er í dag orðið
úr sér gengið sem og lagnavirki
þess. Einnig áhorfendastúkan sem
setur sterkan svip á sundlaugar-
svæðið, en undir henni voru bún-
ingsklefar og afgreiðsla laugarinnar
forðum daga.
Segja má stúkan, sem Einar
Sveinsson arkitekt hannaði, hafi
aldrei nýst sem skyldi. Ekki hefur
verið sinnt um viðhald hennar í ára-
raðir og nú nýtist hún aðeins sem
skjólveggur gegn norðanáttinni.
Steypan í stúkunni er farin að láta
mjög á sjá og trjágróður er jafnvel
farinn að skjótast upp úr mosagró í
fosssprungnum múrnum
„Ýmsar hugmyndir hafa verið
uppi um endurbætur eða breytingar
á stúkunni, svo þar megi koma fyrir
til dæmis veitingaaðstöðu, setustofu
eða öðru slíku. Þá hefur verið í um-
ræðu að endurbyggja þannig að
færa starfsemi menningarhúss
Borgarbóksafns hingað úr Sól-
heimum,“ segir Árni.
Verði paradís
Fram undan er hugmynda-
samkeppni meðal hönnuða. Þar ber
að halda því til haga að nærri lætur
að byggja eigi nýja sundlaug í Laug-
ardalnum, svo miklu stendur til að
breyta eða endubyggja.
„Verkefnið allt og fyrirhugaðar
framkvæmdir hér verða að skoðast í
stóru samhengi, til dæmis við um-
hverfið í Laugardal, sem er einstakt
gróið svæði inni í miðri borg,“ segir
Árni. „Hér eru Fjölskyldu- og hús-
dýragarðurinn, útivistarsvæði, þjóð-
arleikvangur og stærsta sundlaug á
Íslandi, þar sem er mikilvægt að sé
góð aðstaða fyrir fjöskyldur og börn-
in sem vilja busla. Hér þarf allt að
virka saman því Laugardalslaugin
er paradís.“
Fleiri pottar og hátt stökkbretti
- Laugardalslaugin verður endurgerð - Hugmynda er leitað - Framkvæmdin kostar milljarða
- Heilsulind og magnað fyrirbæri - Stúkan fái hlutverk og verði jafnvel gerð að menningarhúsi
Stúkan Ýmsar hugmyndir hafa verið uppi um endurbætur eða breytingar á áhofendapöllunum við Laugardalslaug,
svo þar megi koma fyrir til dæmis veitingaaðstöðu eða slíku. Einnig er rætt um menningarhús og bókasafn.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Forstöðumaður Verkefnið verður að skoðast í stóru samhengi við umhverfið
í Laugardal; einstakt gróið svæði í miðri borg, segir Árni Jónsson í viðtalinu.
Sproti Asparskot í mosagró í sprung-
inni steypu í áhorfendastúkunni.
Eimreiðin Minør er komin á sinn
stað á Miðbakka Gömlu hafnarinnar.
Því má segja að sumarið sé komið
við höfnina. Eimreiðin mun standa
þarna til sumarloka, börnum og full-
orðnum til gleði og ánægju.
Nú eru 105 ár liðin síðan eimreið-
arnar Minør og Pioner luku verki
sínu við gerð Gömlu hafnarinnar,
sem var geysimikil framkvæmd á
sínum tíma. Eimreiðarnar voru
keyptar hingað til lands vegna hafn-
argerðarinnar. Járnbraut var lögð
frá Öskjuhlíð að Reykjavíkurhöfn og
síðar einnig frá Skólavörðuholtinu.
Þar var tekið grjót sem sett var á
vagna sem eimreiðarnar drógu niður
að höfn. Eimreiðin Minør hefur
ávallt verið í vörslu Faxaflóahafna,
en eimreiðin Pioner hefur verið
varðveitt árið um kring á Árbæjar-
safni . sisi@mbl.is
Morgunblaðið/sisi
Miðbakki Eimreiðin nýmáluð og flott í sólskininu, almenningi til ánægju.
Eimreiðin Minør á
sinn stað á Miðbakka