Morgunblaðið - 28.04.2022, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 28.04.2022, Qupperneq 32
AFP/Ander Gillenea Vörur Enn eru hnökrar í aðfangakeðju heimsins vegna faraldursins og stríðið í Úkraínu hefur áhrif á hrávöruverð. BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Bergþóra Baldursdóttir, sérfræð- ingur hjá greiningardeild Íslands- banka, segist í samtali við Morg- unblaðið gera ráð fyrir aukinni innfluttri verðbólgu á næstu mán- uðum vegna hækkana á hrávöru- verði erlendis og truflana í að- fangakeðju vegna Covid og stríðsins í Úkraínu. Eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu í gær hækkar hrávöruverð hratt þessa dagana og möguleiki er á skorti á ákveðnum hráefnum til lengri tíma. Fjallað var um þetta í minnisblaði sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lagði fyrir ríkisstjórnina á þriðju- daginn. Enn ýmsir hnökrar „Það ríkir mikil óvissa með hve- nær dregur úr þessum verðhækk- unum erlendis,“ segir Bergþóra. Hún segir að þó svo að farald- urinn virðist að mestu vera búinn hér á landi séu enn ýmsir hnökrar í aðfangakeðju heimsins. „Svo hef- ur stríðið mikil áhrif. Við sáum olíuverð hækka um átta prósent milli mánaða í mars sl. sem færist yfir í flutningskostnað, flugfar- gjöld og annað. Þess vegna hefur þessi innflutta verðbólga verið að láta á sér kræla síðustu mánuði og hefur áhrif á innlendu liðina í verðbólgunni. Við notum erlend aðföng í okkar framleiðslu og þetta smitast út í allt,“ segir Berg- þóra. Íbúðaverð hefur mikil áhrif Hún bendir á að íbúðaverð hafi mikil áhrif á verðbólguþróun hér á landi. Ársverðbólga mældist 6,7% í mars sl. en þar af er húsnæðislið- urinn ábyrgur fyrir þremur pró- sentustigum. „Það sem við vonum að gerist er að þegar aukið framboð íbúða kemur inn á markaðinn, sem er reyndar að gerast aðeins hægar en við vonuðumst eftir, muni hægja á verðbólgunni. Sú þróun mun vega upp á móti innfluttu verðbólgunni. Það er það sem skiptir mestu máli að okkar mati. Við höfum litla stjórn á verðhækkunum erlendis.“ Bergþóra bendir á að vissulega gæti Seðlabankinn gripið til að- gerða til að styrkja krónuna, en slíkt væri ekki gott til lengri tíma. „Það mikilvægasta í verðbólgu- þróuninni er að róa fasteigna- markaðinn.“ Teikn á lofti Aðspurð segir Bergþóra fast- eignamarkaðinn í eðli sínu lengi að bregðast við eftirspurn enda taki tíma að byggja hús. „Það eru samt teikn á lofti um að það sé að koma aukið framboð á íbúðum inn á markaðinn síðar á þessu ári. Seðlabankinn býr líka yfir tólum til að herða á reglum varðandi lán- tökur auk þess sem hann getur hækkað vexti. Það getur spilað inn í húsnæðisliðinn og áhrif hans á vísitöluna.“ Spurð um launaliðinn í vísitölu neysluverðs segist Berg- þóra hafa töluverðar áhyggjur af kjarasamningum undir lok þessa árs. „Við vonum að þeir verði frem- ur hóflegir, en það verður örugg- lega tekist hart á. Vonandi ná menn þó að finna einhvern milli- veg.“ Spáði 6,6% í apríl Í dag birtir Hagstofan nýja verðbólguspá en Íslandsbanki spáði 6,8% verðbólgu í apríl. „Nýjar tölur um íbúðaverð á höf- uðborgarsvæðinu sýna að fast- eignaverð hækkaði reyndar tals- vert meira en vonir okkar stóðu til og hafa því enn meiri áhrif en við væntum. Við gerum svo ráð fyrir að verðbólgan nái hámarki í 7,7% í sumar.“ Eftir það segir Bergþóra að verðbólgan taki að hjaðna hægt og rólega. Hún verði mögulega komin í ásættanleg gildi árið 2023. Ekki nógu góð þróun Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að verðlags- þróunin sé ekki nógu góð um þessar mundir. „Allar hrávöru- verðsvísitölur, hvaða nafni sem þær nefnast, stefna aðeins í eina átt því miður. Þetta eru fordæma- lausar hækkanir, bæði á hrávör- um til matvöruframleiðslu og iðn- aðarframleiðslu.“ Andrés bendir á að eins og glöggt megi sjá í tölum Hagstof- unnar sé það ekki matvælaverð sem knýr verðbólguna áfram heldur íbúðaverð. Andrés segist að lokum óttast að ástandið muni vara í einhvern tíma enn. Aukin innflutt verðbólga - Vonast til að aukið framboð íbúða muni vega upp á móti innfluttri verðbólgu - Spá því að verðbólg- an nái hámarki í sumar og verði 7,7% - Launahækkanir verði hóflegar - Seðlabankinn býr yfir tólum Bergþóra Baldursdóttir Andrés Magnússon 32 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022 28. apríl 2022 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 129.66 Sterlingspund 164.5 Kanadadalur 101.67 Dönsk króna 18.604 Norsk króna 14.131 Sænsk króna 13.316 Svissn. franki 135.3 Japanskt jen 1.0165 SDR 175.45 Evra 138.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 173.8472 Ísland hefur allt sem til þarf til að standa undir þeim kröfum sem betur borgandi ferðamenn gera. Með til- komu lúxushótela í Reykjavík og annars staðar á landinu verður Ís- land enn eftirsóttari áfangastaður. Þetta segja þau Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu, og Haukur B. Sigmarsson, fram- kvæmdastjóri Eleven Experience á Íslandi, í nýjum þætti Dagmála þar sem rætt er um mikilvægi fágæt- isferðaþjónustu hér á landi. Þá er rætt um hvaða efnahagslegu þýð- ingu það hefur að fá til landsins fleiri betur borgandi ferðamenn. Þessi uppbyggingin kallar á mikl- ar fjárfestingar, bæði í innviðum og eins í starfsmannamálum þar sem áhersla er lögð á þekkingu og reynslu. Hár launakostnaður á Ís- landi hefur áhrif á uppbygginguna en ef kröfum ferðamann er mætt eru þeir tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir þá þjónustu sem veitt er enda verðteygni þeirra meiri en annarra. Dagmál Helga Árnadóttir og Hauk- ur B. Sigmarsson ræða um fágæt- isferðaþjónustu. Ræða um betur borgandi ferðamenn - Íslensk upplifun er besta söluvaran Vinir fá sérkjör Skráning á icewear.is GRÍMSEY hanska Kr. 2.990.- RUMUR flannel skyrta Kr. 9.990.- SÓLA zip-off göngubuxur Kr. 17.990.- ARCTIC EXPLORER göngustafir Kr. 5.990.- Þín útivist - þín ánægja HVÍTANES Merínó hálsklútur Kr. 4.990.- MÁR tveggja laga regnjakki Kr. 22.990.- LYNG Kr. 1 ullarsokkar .590.- ASOLO Falcon Kr. 29.990.- DRANGSNES merino buxur Kr. 11.990.- DRANGSNES hálfrennd peysa 11.990 Kr. r
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.