Morgunblaðið - 28.04.2022, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 28.04.2022, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022 Ánægjuábyrgð Bindur lykt hratt Klumpast vel Rykast ekki Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is Orkumálaráðherrar Evrópusam- bandsins ætla að funda á mánudag- inn eftir að rússneska jarðgasfyr- irtækið Gazprom ákvað í fyrradag að loka fyrir sendingar á jarðgasi til Póllands og Búlgaríu, þar sem ríkin hefðu ekki greitt fyrir gasið í rúbl- um, líkt og Rússar krefjast nú. Mateusz Morawiecki, forsætisráð- herra Póllands, fordæmdi í gær ákvörðun Rússa, og sagði hana „beina árás“ á Pólland. Hét hann því að ekki yrði látið undan því sem hann kallaði „fjárkúgunartilraun“ Rússa, og sagði að Pólverjar myndu ekki þurfa á neinum birgðum frá Rússlandi að halda í haust. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, sagði í gær að önnur aðild- arríki ESB væru nú að hlaupa undir bagga með ríkjunum tveimur. „Við munum tryggja að ákvörðun Gaz- prom muni hafa eins lítil áhrif á evr- ópska neytendur og mögulegt er,“ sagði von der Leyen. Sagði hún að Kremlverjar hefðu ekki náð að sá misklíð milli aðild- arríkjanna líkt og þeir hefðu ætlað sér. „Tímabil rússnesks jarð- efnaeldsneytis í Evrópu er að líða undir lok.“ Pútín Rússlandsforseti lýsti því yfir í marsmánuði að Gazprom myndi einungis taka við greiðslum í rúblum frá „fjandsamlegum ríkjum“ og var það hugsað sem svar við refsi- aðgerðum vesturveldanna. Von der Leyen varaði innflytj- endur innan Evrópusambandsins við því að hefja greiðslur í rúblum, þar sem það gæti þýtt að refsiaðgerð- irnar myndu einnig ná yfir þau fyrir- tæki. Auk þess væri það skrifað skýru letri í um 97% af þeim orku- sölusamningum sem gerðir hafa ver- ið við Rússa að greitt yrði fyrir orkuna í evrum eða dölum. AFP/Janek Skarzynski Gas Morawiecki sagði að Pólverjar myndu ekki láta undan Rússum. Fá jarðgas frá ná- grannaríkjunum - ESB ræðir stöðuna eftir helgi í gegnum borgina sem gæti tengt saman Krímskagann við yfirráða- svæði Rússa í austurhluta Úkraínu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti í síðustu viku yfir sigri Rússa í bardögum um borgina, þar sem mót- spyrna Úkraínuhers virðist nú bund- in við Asovstal-stálverksmiðjuna, en engu að síður berast enn fregnir af bardögum í borginni. Það skiptir máli, því að þær hersveitir Rússa sem þurfa að gæta borgarinnar nýt- ast þá ekki til aðstoðar í Donbass- héruðunum. Í suðvestri eru Rússar svo að reyna að stöðva gagnsókn Úkraínu- manna að borginni Kerson, sem var sú fyrsta af stórborgum Úkraínu til að falla í hendur Rússa. Þá þykir lík- legt að Rússar myndu vilja geta haf- ið aftur sókn að hafnarborginni Ódessa, með það að markmiði að ná valdi yfir allri strandlengju Úkraínu, og um leið tengja yfirráðasvæði Rússa við Transnistríu, hérað rúss- neskumælandi aðskilnaðarsinna í Moldóvu, en þar hefur spenna aukist í kjölfar sprenginga síðustu daga. Mannaflaskortur hái Rússum Gallinn frá sjónarhóli Rússa, er að þrátt fyrir að sókn þeirra suður af Isíum virðist ganga vel, hefur hún gengið of hægt til að raunhæft sé að hún nái því markmiði að loka Úkra- ínuher inni. Á sama tíma segjast Úkraínumenn hafa náð að eyðileggja rúmlega 111 skriðdreka og um 256 bryndreka frá því að Donbass-sókn- in hófst. Phillips B. O’Brien, prófessor í herfræðum við St. Andrews-háskóla, segir á Twitter-síðu sinni að slíkar tölur, jafnvel þó þær væru ofmetnar, bendi til þess að herstyrkur Rússa í austurhluta Úkraínu muni brátt fara dvínandi, og að þeir þurfi því að ná árangri í sókn sinni helst á næstu dögum. Byggir hann mat sitt meðal ann- ars á því að Rússar hafa einkum nýtt hersveitir sem náðu að flýja frá sókninni að Kænugarði til þess að styrkja sókn sína í austri, án þess þó að veita þeim þá hvíld sem hefði þurft til þess að byggja upp bardaga- þrek þeirra að nýju. Þá er mikið af þeim hersveitum sem Rússar hafa sent til átakanna ekki í fullum styrk- leika, en það er raunar algengt í miðju stríði að hersveitir séu ekki fullmannaðar miðað við skipulag þeirra á friðartímum. Öllu má þó ofgera, og bandaríska varnarmálaráðuneytið áætlar að mikið af hersveitum Rússa séu nú bara með um 70% af þeim mannafla sem skipulag þeirra geri ráð fyrir. Til samanburðar má nefna að flestir herir á Vesturlöndum myndu telja hersveitir sem hafa einungis misst um 10% af mannafla sínum í slæmu ásigkomulagi, og að hersveitir með 70% af mannafla sínum væru ekki lengur taldar bardagahæfar. Rússar glíma því í raun við skort á mannafla, en áætlað er að einungis um hundrað þúsund manns séu í her- afla þeirra í Donbass-héruðunum, en það er svipað og Úkraínumenn eru sagðir hafa. Rússar höfðu á móti yf- irhöndina í fjölda þungavopna, það er skriðdreka og bryndreka, sem og í beitingu stórskotaliðs á borð við eld- flaugavagna og hábyssur (e. Howit- zer), sem skotið geta hátt og langt fram á vígvöllinn. Komin að þolmörkum? Á sama tíma hafa Úkraínumenn greiðari aðgang að mannafla og bar- áttuandi þeirra hefur verið meiri en Rússa til þessa. Það sem þá hefur hins vegar skort eru þungavopn, enda hafa þeir ítrekað kallað eftir slíku frá vesturveldunum. Síðustu daga virðist sem vestur- veldin hafi svarað kallinu, þar sem til dæmis Bandaríkjastjórn hefur á síð- ustu vikum látið Úkraínumönnum í té vígbúnað, sem hefði þótt nær ótrúlegt fyrir nokkrum mánuðum að þeir myndu láta af hendi. Þar á meðal eru hábyssur og drón- ar, sem geta nýst Úkraínumönnum til að svara eldflauga- og stórskota- hríð Rússa, sem og varahlutir sem gera þeim kleift að halda flugher sín- um gangandi lengur og þannig mein- að Rússum að ná algjörum yfirráð- um í lofti. Vandinn fyrir Úkraínumenn og vesturveldin er hins vegar sá, að í nútímahernaði er hægt að fara ansi hratt í gegnum skotfæri og eldflaug- ar, og bendir ýmislegt til þess að vesturveldin séu farin að ganga all- nærri sínum eigin birgðum. Þannig tilkynnti vopnaframleið- andinn Raytheon að ekki yrði hægt að framleiða nýjar Stinger-eldflaug- ar, en þær hafa reynst vel gegn flug- vélum og þyrlum Rússa, fyrr en á næsta ári, þar sem framleiðslu þeirra hafði verið hætt fyrir nærri tveimur áratugum og íhlutirnir feng- ust ekki lengur. Þá er ekki víst að það magn af þungavopnum sem vesturveldin hafa sent eða muni senda dugi Úkraínu- mönnum til að snúa vörn í sókn. Það þykir því ólíklegt að Rússar muni geta náð markmiðum sínum í Don- bass-héraði, og gæti sókn þeirra fjarað fljótlega út, líkt og hún gerði í norðri. En á sama tíma er alls óvíst hvort Úkraínumenn muni geta nýtt sér það til þess að hefja gagnsókn, nái Rússar ekki að knýja fram sigur. Mun sóknin í Donbass fjara út? - Víglínan lítið hreyfst frá því að orrustan um Donbass hófst - Tangarsókn Rússa í norðri virðist ganga hægt - Mannfallstölur sagðar háar - Skortur á þungavopnum sagður há Úkraínumönnum AFP/US MARINE CORPS/Royce H. Dorman liðþjálfi. Þungavopn Þessar hábyssur frá bandaríska landgönguliðinu bíða þess að verða sendar austur til Úkraínu. SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Nú þegar rúm ein og hálf vika er lið- in frá upphafi stórsóknar Rússa í Donbass-héruðunum, virðist sem Rússum hafi orðið lítt ágengt. Víg- línan hreyfist lítið sem ekkert, og ýmislegt bendir til þess að sókn Rússa sé við það að renna út í sand- inn, jafnvel áður en hún náði ein- hverju flugi. Aðgerðum Rússa nú má skipta eftir þremur mismunandi svæðum. Aðalsókn þeirra er nú í Lúhansk- og Donetsk-héruðum, þar sem Rússar vilja ná yfirráðum yfir öllu því land- svæði sem tilheyrir þeim héruðum. Þá stefna þeir að tangarsókn úr bæði norðri og suðri sem gæti lokað inni meginþorra þess herafla, sem Úkraínuher hefur til þess að verjast sókn Rússa frá Donbass-héruðun- um, en áætlað er að það séu um 40.000 manns. Er sá herafli að meg- instofni skipaður þeim, sem mesta bardagareynslu hefur. Tangarsóknin úr suðri hefur ekki náð neinu flugi, en Rússum virðist hafa orðið mun betur ágengt í norðri, þar sem þeir sækja frá borg- inni Isíum og stefna að borgunum Barvinkoje og Slovíansk. Þá stefna þeir að því að umkringja borgina Rubisjne. Í greiningu hugveitunnar Insti- tute for the Study of War kemur fram að sókn Rússa þar græði eink- um á tvennu, annars vegar að þeir hafi breytt um hernaðartaktík, þannig að nú fari þeir sér hægar en í fyrri sóknum, og svo hinu að sóknin liggur í raun fyrir aftan þau svæði, þar sem Úkraínuher hefur undirbú- ið varnir síðastliðin átta ár. Þar hef- ur Úkraínumönnum hins vegar tek- ist betur að halda aftur af sókn Rússa. Enn barist í Maríupol Í suðri eru Rússar enn að reyna að ná hafnarborginni Maríupol al- farið á sitt vald, en þjóðvegur liggur Stríð í Evrópu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.