Morgunblaðið - 28.04.2022, Page 44

Morgunblaðið - 28.04.2022, Page 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022 ✝ Þorvaldur Jónsson fædd- ist á Torfastöðum í Jökulsárhlíð 13. janúar 1931 og ólst þar upp. Hann lést á dval- arheimilinu Brák- arhlíð í Borgarnesi 17. apríl 2022. Foreldrar hans voru Margrét Guð- jónsdóttir, f. 10.11. 1895, d. 24.4. 1992, og Jón Þor- valdsson, f. 16.3. 1886, d. 23.4. 1957. Bræður Þorvaldar voru: Stef- án, f. 4.10. 1921, d. 2.11. 2012; Ingimar, f. 21.10. 1922, d. 19.12. 1993; Stefnir, f. 28.8. 1926, d. 14.4. 1957; Sigurjón, f. 5.3. 1928, d. 19.6. 2017; Hreggviður, f. 21.2. 1941, d. 8.1. 2011. Árið 1955 hófu Þorvaldur og Fregn Björgvinsdóttir, f. 15.10. 1934, d. 8.4. 2005, búskap á Há- felli í Jökulsárhlíð. Þau eign- uðust sjö börn: 1) Stefanía, f. 24.1. 1956, d. 20.1. 2022, maki Kristján Á. landshornaflakki og starfaði á tímabili í Glerskálanum, hann var sundlaugarvörður í Sund- laug Vesturbæjar og í nokkur ár húsvörður og „alt-muligt“- maður hjá Reykjavíkurborg. Aukastarf sem Þorvaldur var í sneri að því sem honum var kærast en það er tónlist. Hann spilaði á harmoniku og hljóm- borð í mörgum hljómsveitum og árið 1987 stofnaði hann sitt tríó sem hann nefndi einfaldlega Tríó Þorvaldar og Vordís en voru það nánast eingöngu fjöl- skyldumeðlimir sem í því voru. Í gegnum árin samdi hann ógrynni af lögum og textum og lék hann sér með það að setja þá á diska svo ekki tapaðist neitt. Árið 1995 gaf hann út geisla- diskinn „Á heimaslóð“ í nokkur hundruð eintökum sem löngu er orðinn ófáanlegur. Í mörg ár gerði hann það sér og öðrum til skemmtunar að fara á milli elli- og hjúkrunarheimila og spila þar á nikkuna. Eins fór hann á tímabili einu sinni í viku inn á líknardeild í Kópavogi og spilaði þar, það gaf honum mikið. Þorvaldur verður jarðsung- inn frá Bústaðakirkju í dag, 28. apríl 2022, klukkan 13. Baldursson, f. 1954. 2) Jón Torfi, f. 18.10. 1957, maki Guðjóna Vilmund- ardóttir, f. 1959. 3) Björgvin, f. 25.12. 1959, maki Ragn- heiður Sigurð- ardóttir, f. 1961. 4) Margrét, f. 25.12. 1959. 5) Vordís, f. 25.4. 1964, maki Haukur Loftsson, f. 1966. 6) Frigg, f. 14.12. 1966, maki Ólafur F. Ólafsson, f. 1962. 7) Þorri, f. 14.12. 1966, maki Lilja Ástudóttir, f. 1979. Afabörnin eru 16, langafa- börnin 23 og langalangafabörn- in fjögur. Eins hafa nokkur hlið- arbörn kallað hann afa. Eftirlifandi sambýliskona hans heitir Alla Árdís Alexand- ersdóttir. Mestalla starfsævi sína starf- aði Þorvaldur við stjórnun þungavinnuvéla og starfs síns vegna ferðaðist hann vítt og breitt um landið. Hann tók sér þó annað slagið pásu frá þessu Elsku pabbi, rétt þremur mánuðum á eftir frumburði þín- um kvaddir þú, orðinn helsjúkur af krabbameini sem að lokum sigraði. Þú hafðir á orði við mig nokkrum vikum fyrir andlát að við skyldum muna að þú hefðir átt góð 90 ár áður en krabbinn vann. Við áttum náið samband í gegnum árin, þú varst fyrir- myndin í svo mörgu, þó aðallega músík. Þótt ég hafi mikið lagt hana niður síðustu ár, þá áttirðu til að hringja og segja: „Ég er kominn með nýtt lag, gaman væri ef þú vildir kíkja á það með mér og prufa að læra það.“ Auð- vitað gerði ég það. Eftir þig liggur aragrúi af textum og lög- um og fullt af geisladiskum sem þú settir lögin þín á, því ekki vildum við tapa þessu. Einn diskur skilur þó mest eftir, en það er diskurinn Á heimaslóð sem gefinn var út fyrir einum 27 árum í nokkrum hundruðum eintaka og er löngu ófáanlegur. Þú varst í nokkrum hljóm- sveitum í gegnum árin og 1987 stofnaðir þú Tríó Þorvaldar og voru viðloðandi það nánast ein- göngu fjölskyldumeðlimir. Þar byrjaði ég að syngja með þér og var í þessu brasi með þér í mörg ár. Á 85 ára afmæli þínu bauðst þú til tónleika og spiluðum við fyrir fullri Fella- og Hólakirkju. Það er ógleymanlegt og varstu ákveðinn í að endurtaka þetta einhvern tímann, en covid-að- stæður komu í veg fyrir að eitt- hvað væri hægt að hugsa um þetta fyrir 90 ára afmælið. Í minningu þína var sett saman band af barnabörnum þínum sem ætla að sjá um alla tónlist í útför þinni. Ætla ég að taka þar lag sem þú samdir í tilefni af fermingu dóttur minnar 1997 en það lag tók þátt í lagakeppni Harmonikufélags Íslands og sigraði, árið er ég ekki með á hreinu, en það var eitt af því sem þú gerðir fyrir barnabörn- in, að gefa þeim lag og texta sem þú samdir, á fermingardag- inn þeirra. Ég get talið upp endalausar ferðir og skemmtanir sem þið mamma og stórfjölskyldan okk- ar fórum í saman. Spánarferð- irnar okkar, allar ferðirnar okk- ar í Galtalæk, þar sem þú varst landvörður og skógarvörður í nokkur sumur og allar ferðirnar austur á Hérað, þangað sem þú elskaðir að koma. Þetta er allt geymt í brjósti mér núna. Þú varst svo góður pabbi, og afi fyrir börnin mín, allt sem þú hefur gert fyrir okkur í gegnum árin er ómetanlegt. Elsku pabbi, góða ferð í draumalandið, þar sem þín bíða mamma, Stef- anía systir og allir hinir sem þangað eru komnir. Og eins og segir í laginu þínu: Fjöll og dalir og lækir taka hérna mér á móti mér finnst alltaf gott að koma hér á heimaslóð. Elska þig og þú skilar góðri kveðju. Þín dóttir Vordís. Elsku Þorvaldur afi og æsku- vinur minn hefur hvatt þessa jarðvist. Við spjölluðum saman í gegnum síma fyrir nokkrum vikum og þá varstu staðfastur á því að þú ætlaðir að rífa þig upp úr þessum veikindum og koma til Vestmannaeyja, en þangað hafðir þú aldrei komið. Þú varst efins þegar ég sagði þér að ég ætlaði að flytja til eyja en ég held að það sé einungis vegna þess að þar hafðir þú ekki lagt land undir fót. Ég hélt lengi vel að þú værir ódauðlegur þar sem þú varst alltaf manna hressastur og veik- indi hafa þig aldrei hrjáð en að lokum þurfti krabbinn að taka þig. Ég hugga mig við allar þær minningar sem við höfum átt saman, sem eru fleiri en ég get talið. Allar minningarnar úr Dvergabakkanum, Sumarbú- staðnum í Kjós, Galtalækjar- skógi og öll giggin okkar saman. Það eru stundir sem ég mun aldrei gleyma. Sú staðreynd að við Dóra höf- um heimsótt þitt með litla bumbu stráknum okkar daginn fyrir andlát þitt mun mér alltaf þykja vænt um. Ég sýndi þér mynd af húsinu okkar í eyjum og þrátt fyrir að þú hafir aug- ljóslega verið kvalinn og þreytt- ur, þá var alltaf stutt í húmorinn hjá þér. Þau orð sem þú sagðir þegar veikindi þín komu til tals koma til með að sitja fast í mér en þú sagðir „Þetta er bara svona“. Þar hefur þú nákvæm- lega rétt fyrir þér en staðreynd- in er sú að þú áttir mjög góð 90 ár og skilur þú rosalega margt gott eftir þig. Elsku afi, ég vill að þú skilir kveðju frá mér til Fregnar ömmu, Stebbu frænku og allra sem ég þekki þarna fyrir hand- an. Fyrir þig, vil ég skilja eftir texta úr lagi sem ég hef hlustað mikið á eftir fregnirnar um and- lát þitt. Góða ferð afi. „Góða ferð, góða ferð, góða ferð Góða ferð já það er allt og síðan bros. Því ég geymi alltaf vinur það allt er gafstu mér Góða ferð, vertu sæll, góða ferð.“ Þinn dóttursonur, Aron Daði. Elsku afi, þegar þetta er skrifað eru 11 dagar síðan ég talaði við þig í síðasta skipti. Við töluðum um lífið og tilveruna og þú varst með það alveg á hreinu að við Helgi hefðum verið að fá okkur hund, við töluðum einnig um húsið sem við vorum að flytja í og þú hafðir orð á því að þegar þú kæmir af spítalanum ætlaðir þú að koma í heimsókn og jafnvel sníkja kvöldmat eins og þú orðaðir það. Þú áttir nefnilega eftir að taka út húsið. Elsku afi, mér finnst svo óraun- verulegt að fá ekki að tala við þig aftur eða bara sjá þig en ég verð að láta það duga að hugsa fallega til þín. Ég verð ævinlega þakklát fyrir allan þann tíma sem við fengum saman, enda aldrei langt á milli okkar og bæði Breiðholtsbúar, allar ferð- irnar saman í Galtalæk, sum- arbústaðarferðirnar og já ekki má gleyma Spánarferðunum sem við fórum í áður en amma lést. Rétt fyrir fermingu hjá mér fór ég að æfa á harmonikku því að mér fannst svo flott þeg- ar þú spilaðir og við hvert ein- asta tækifæri tókum við upp nikkuna og spiluðum saman þessi fjögur lög sem ég kunni enda var það bara gott dæmi um hvernig þú varst, þú vildir allt fyrir alla gera. Nú ert þú kominn í faðm ömmu Fregnar og Stebbu dótt- ur þinnar sem þú saknaðir svo mikið. Elsku afi, takk fyrir allt. Ég mun sakna þín út í geim og aft- ur heim. Ég verð dugleg að segja börnum mínum, Báru Rós og Hauki Michael, sögur af langafa og hversu yndislegur þú varst. Ég elska þig. Þitt barnabarn, Margrét Fídes Hauksdóttir. Jæja afi minn, þá hefur þú kvatt okkur í bili og ég held að þú hefðir nú fussað yfir tilstand- inu á brottfarardag. Fólk að koma og fara, koma aftur. Ég get ekki hugsað það til enda ef við Hilda hefðum ekki ákveðið að renna vestur, þó bara til að kíkja á fólkið þitt á Akranesi og síðan til að hitta þau í Borg- arnesi. En við fengum að koma og vera hjá þér þennan fallega dag sem ekkert okkar óraði þá fyrir að væri sá síðasti. Fjölskyldan var þér svo dýr- mæt. Þú áttir orðið erfitt með að vera með okkur í veislum þar sem heyrnin þín var orðin léleg og búkurinn orðinn þreyttur en þú komst ef þú treystir þér. Best fannst þér að fá fólkið þitt í heimsókn og margir voru þeir kaffibollarnir sem við áttum við eldhúsborðið í Grýtubakkanum. Aðeins tæpir þrír mánuðir liðu á milli þess að þú kvaddir frumburðinn þinn, þar til þú taldir vera komið gott. Að missa mömmu veit ég að hefur verið eitt það erfiðasta sem þú hefur gengið í gegnum á þinni löngu ævi, elsku afi minn. Svo ósann- Þorvaldur Jónsson ✝ Anna Sigríður Skarphéð- insdóttir fæddist í Reykjavík 5. apríl 1932. Hún lést á heimili sínu 10. apr- íl 2022. Foreldrar henn- ar voru Skarphéð- inn Benediktsson sjómaður, f. 14.9. 1899, d. 25.2. 1968, og Anna Þórunn Magnúsdóttir húsmóðir, f. 27.10. 1904, d. 8.7. 1980. Anna var næstelst af fimm al- systkinum. Þau eru: Elfar, f. 23.6. 1930, d. 6.10. 1991, Magn- ús, f. 2.5. 1935, d. 7.4. 1982, Elín f. 31.8. 1937, Hilmar, f. 1.6. 1939. Hálfsystir Önnu sammæðra var Hulda, f. 6.8. 1925, d. 16.5. 2015. Hálfbróðir Önnu samfeðra var Bjarni, f. 1.1. 1927, d. 2.6. 2018. Eiginmaður Önnu var Gunn- ar Ragnarsson, skólastjóri, heimspekingur og þýðandi, f. 20.6. 1926, d. 20.5. 2019. Dóttir hans af fyrra hjónabandi er Margrét, f. 1953. Hverfisgötu um nokkurra ára skeið. Þar kynntist hún eig- inmanni sínum Gunnari Ragn- arssyni og gengu þau í hjóna- band árið 1957. Anna fylgdi manni sínum til Montreal í Kan- ada árið 1958 þar sem hann stundaði framhaldsnám í heim- speki við McGill-háskóla vet- urinn 1958-1959. Eftir heim- komuna fékk Gunnar fljótlega skólastjórastöðu við Grunnskól- ann í Bolungarvík og fluttu þau Anna þangað með tvö ung börn árið 1963. Anna gerðist þá kenn- ari við skólann og kenndi þar í tæp 30 ár. Hún kenndi á öllum skólastigum og sinnti einkum móðurmálskennslu. Hún lauk kennararéttindum og var settur leiðbeinandi í íslensku á Vest- fjörðum á fræðsluskrifstofu Vestfjarða af mennta- málaráðuneytinu. Starfaði hún við það í nokkur ár meðfram kennslunni að ferðast milli skóla á Vestfjörðum og leiðbeina kennurum. Eftir 30 ára starf í Bolungarvík fluttu þau hjónin til Reykjavíkur og settust að í Eski- hlíðinni. Eftir það fékkst hún við prófarkalestur um skeið og sinnti barnabörnum og fjöl- skyldu. Útför Önnu Sigríðar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 28. apríl 2022, klukkan 15. Börn Önnu og Gunnars eru: 1) Helga Kristín, f. 14.6. 1957, gift Þor- leifi Óskarssyni, f. 6.3. 1958. Börn þeirra eru: a) Gunnar Már, f. 1989, maki Birna Erlingsdóttir, f. 1989. Börn þeirra eru Harpa Sigríð- ur, f. 2015, og Bergsteinn, f. 2020, og b) Óskar Helgi, f. 1996, maki Sara Þöll Finnbogadóttir, f. 1997. Sonur Þorleifs er Skúli, f. 1979. 2) Vil- hjálmur, f. 18.3. 1959, giftur Liming Dai, f. 1974. Sonur Vil- hjálms er Ari Þór, f. 1981. Sonur hennar er Xiang Jin, f. 1998. Anna fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún gekk í Austur- bæjarskólann og stundaði nám í Menntaskólanum í Reykjavík. Hún sótti ýmis námskeið og lærði bókband í Myndlista- og handíðaskólanum. Frá því upp úr 1950 vann hún sem bók- bindari á Landsbókasafninu við Með söknuði kveð ég Önnu tengdamóður mína eftir rúmlega þriggja áratuga kynni. Anna fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún gekk í Austurbæjar- skólann frá átta ára aldri, árið 1940, en skólinn tók til starfa árið 1930. Er hann enn talinn ein full- komnasta skólabygging sem reist hefur verið hér á landi og má hafa til marks um stórhug fámennrar og fátækrar þjóðar gagnvart æsku landsins. Að loknu grunn- námi stundaði Anna nám í Menntaskólanum í Reykjavík. Þá lærði hún bókband í Myndlista- og handíðaskólanum, enda afar listræn og vandvirk svo af bar. Hún vann sem bókbindari á Landsbókasafni Íslands á sjötta áratugnum og þar kynntist hún eiginmanni sínum, Gunnari Ragnarssyni, heimspekingi og kennara, sem var þar bókavörður um líkt leyti. Gengu þau í hjóna- band árið 1957. Árið 1963 fékk Gunnar skjóla- stjórastöðu í Bolungarvík og fluttu þau Anna vestur með börn- in sín tvö. Þar áttu þau farsælan feril og kenndi Anna við skólann frá fyrstu tíð. Ekki höfðu þau hjónin hugsað sér að setjast að í Bolungarvík til frambúðar, en sú varð þó raunin því þar kenndu þau í tæpa þrjá áratugi. Anna sinnti einkum móðurmáls- kennslu. Hún var afar glögg á ís- lenskt mál og þekking hennar á málfræði var óskeikul. Þá var hún vel að sér í íslenskum bók- menntum. Anna var góður kenn- ari, góðum gáfum gædd og hafði til að bera ríka þolinmæði sem er mikilvæg forsenda fyrir því að ná góðum árangri í samstarfi við börn. Margir gamlir nemendur minnast hennar með hlýju fyrir þá umhyggju og metnað sem hún hafði fyrir þeirra hönd. Anna bjó fjölskyldu sinni fal- legt heimili þar sem bókakostur skipaði öndvegi; skáldverk, rit um íslenska tungu, sögu þjóðar og heimspeki. Anna sinnti eink- um bókmenntunum, sögu lands- ins og íslenskunni. Gunnar var á hinn bóginn á kafi í heimspek- inni, en sameiginleg var ást þeirra á móðurmálinu og fóstur- jörðinni sem þau nutu að ferðast um og kynnast af eigin raun. Heimili þeirra var jafnan gest- kvæmt, enda voru þau höfðingj- ar heim að sækja. Þar var mikið spjallað, þau voru skemmtileg viðræðu og áhugasöm um menn og málefni. Þegar þau hjónin fluttu til Reykjavíkur urðum við Helga þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga þau að nágrönnum í Eskihlíðinni og þar stóðu jafnan opnar dyr fyrir syni okkar frá unga aldri. Anna og Gunnar létu sér annt um þroska þeirra og menntun, kenndu þeim og fylgdust náið með þeim alla tíð. Seint verður fullþakkað fyrir þann stóra skerf sem þau áttu í uppeldi þeirra. Að leiðarlokum – þegar ég minnist Önnu – kemur upp í hug- ann hógvær kona og dul um per- sónuleg mál og tilfinningar, en þó fyrst og fremst mikil sagna- kona með leiftrandi frásagnar- gáfu til að fræða og skemmta samferðamönnum sínum. Hún hafði líka til að bera, þegar svo bar undir, ríkan húmor til að gæða sögurnar lífi, sem og sam- skipti öll. Hún var lífsglöð og féll aldrei verk úr hendi. Anna var vinur í raun, reyndist mörgum vel og var afar trygg vinum sín- um og fjölskyldu. Blessuð sé minning hennar. Þorleifur Óskarsson. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að eiga í löngu og nánu sam- bandi við Önnu ömmu. Eftir að þau afi Gunnar fluttu suður bjuggu þau í sömu götu og við fjölskyldan. Það má segja að Eskihlíð 10 hafi verið mitt annað heimili framan af. Það er eitthvað sérstakt við þá miklu nánd við ömmu sína og afa sem skapast þegar maður er ekki bara reglu- legur gestur heldur heimalning- ur – sem ég var svo sannarlega. Anna amma hafði öll einkenni hinnar hefðbundnu ömmu. Hún stóð í sultugerð, prjónaði húfur og peysur, bakaði smákökur fyrir jólin, bollur á bolludaginn og pönnukökur alla hina dagana – sérstaklega til að kæta unga menn eftir langan dag. Þess á milli lagði hún kapal, reykti Kent í betri stofunni, spjallaði við vin- konurnar í símann og fór í perm- anent. Öflugur fulltrúi sinnar kynslóðar. Þó á sínum tíma hafi ég alltaf kunnað best við önnukökurnar þá lærði ég fljótt að meta hana fyrir eitthvað svo miklu meira en að gefa mér „eitthvað gott í gogg- inn“ eins og hún sagði alltaf. Ég var eitt af þremur barnabörnum hennar og því var athyglin löngum óskipt og ég naut sann- arlega góðs af hennar einlæga áhuga á því að kenna, fræða og ala upp. Sem kennari í barna- skóla til margra áratuga greip hún fagnandi tækifærið að geta veitt mér forskot í skóla með öfl- ugri lestrar- og íslenskukennslu – alltaf þegar mig vantaði eitthvað að gera. Þó ég hafi kannski ekki alltaf fagnað á þeim tíma þá þykir mér afar vænt um allar stundirn- ar sem við sáum og lásum saman sögur og ljóð og þuldum mál- fræðireglur á bekknum við eld- húsborðið í Eskihlíðinni. En þó henni hafi verið annt um að halda manni við bækurnar var nú líka oft stutt í leik. Við gripum nefni- lega reglulega í spil við eldhús- borðið að lærdómi loknum. Oftast varð marías fyrri valinu og ekk- ert var gefið eftir. Stigin voru tal- in og skráð af mikill reglusemi og engir sénsar gefnir þrátt fyrir nokkurn aldurs- og reynslumun. Það minnisstæðasta í okkar sambandi voru þó án alls efa sam- tölin. Af einlægum áhuga spurði hún spurninga um líf manns og tilveru. Fékk mann til að tala, út- skýra, hlusta, skilja. Við áttum samtöl um allt milli himins og jarðar. Þeirra mun ég sakna allra mest. Ég horfi með hlýhug til baka á þann tíma sem við eyddum sam- an og er jafnframt þakklátur fyr- ir að Harpa Sigríður, dóttir mín, hafi náð að kynnast langömmu Önnu jafn vel og hún gerði. En heimsókn okkar Hörpu til hennar á 90 ára afmælisdaginn mun allt- af lifa í hugum og hjörtum okkar beggja sem falleg kveðjustund. Við elskum þig alltaf. Gunnar Már Þorleifsson. Með söknuði kveð ég ömmu mína, Önnu Sigríði Skarphéðins- dóttur. Við amma vorum miklir mátar. Í æsku dvaldi ég nær dag- lega hjá ömmu og afa í Eskihlíð – og hef verið tíður gestur alla tíð síðan. Þegar maður kom í heim- sókn sat amma gjarnan við eld- húsborðið og leysti krossgátu eða þá við prjónaskap. Amma tók alltaf rausnarlega á móti manni. Til hátíðabrigða hrærði hún í pönnukökur og það var raunar föst regla við ákveðin tækifæri. Einkum og sér í lagi þegar maður hafði fengið einkunnaspjöld úr skólanum – en ömmu var annt um menntun barnabarna sinna. Í seinni tíð fór amma, við minni tilefni, að bjóða upp á lummur að hætti Clarks Gable. Hún sagði mér, stríðin á svip, að lummurnar hefðu verið eftirlætismorgun- Anna Sigríður Skarphéðinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.