Morgunblaðið - 28.04.2022, Page 45

Morgunblaðið - 28.04.2022, Page 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022 ✝ Ruth Guðjóns- dóttir banka- ritari fæddist 15. júlí 1940 í London í Vestmannaeyjum. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Droplaugarstöðum 15. apríl 2022. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guð- jón Þorkelsson skipstjóri frá Sand- prýði í Vestmannaeyjum, f. 12.9. 1907, d. 8.12. 1982, og Þuríður Einarsdóttir húsfreyja frá London í Vestmannaeyjum, f. 31.12. 1910, d. 30.1. 1988. Systkini Ruthar eru Sigríður, f. 30.6. 1935, Guðbjörg, f. 20.3. 1937, og Gylfi, f. 27.8. 1947. Árið 1961 giftist Ruth ástinni sinni, Bjarna Th. Mathiesen brunaverði, f. 12.1. 1940, d. 9.3. 2022. Börn þeirra eru Arna Sig- ríður arkitekt, maki Eyjólfur Kjalar Emilsson; Guðjón Þór við- skiptafræðingur, maki Auðný Vil- hjálmsdóttir, og Theódóra við- skiptafræðingur, maki Arnór Þorkell Gunnarsson. Barnabörn þeirra eru Kristín Anna Eyjólfsdóttir, Úlfur Kjalar Eyjólfsson, Theodór Árni Mathiesen, Sig- ríður Erla Mathiesen, Aron Bjarni Arnórsson og Arnór Alex Arnórsson. Ruth lauk námi frá Kvenna- skólanum í Reykjavík. Hún starfaði lengst af sem bankarit- ari hjá Arion banka og for- verum hans eða allt þar til hún lét af störfum sökum aldurs. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 28. apríl 2022, klukkan 15. Elsku mamma. Hversu sárt er að kveðja. Takk fyrir allt sem þú og pabbi hafið gert fyrir okkur Adda og strákana. Alltaf boðin og búin til þess að aðstoða okkur og taka þátt í okkar ævintýrum. Skíðaferðir, skíðamót, hestaferðir, hestamannamót, sumarbústaður- inn ykkar eða okkar fyrir vestan, minningarnar eru óteljandi og ómetanlegar. Já og ekki má gleyma öllu fallega handverkinu, prjónar léku í höndum þínum og fengum við og svo margir aðrir að njóta. Læri, kálbögglar, kjúlli og marengs, það verður aldrei eins og hjá mömmu. Að lokum mæðgnaferðin okkar til Glasgow, þar vorum við í essinu okkar að skoða falleg föt og fylgihluti því þú varst alltaf mesta skvísan og vel tilhöfð. Þið pabbi voruð í mínum huga alltaf glæsilegust. Mikið eig- um við eftir að sakna ykkar. Þú ert gull og gersemi góða besta mamma mín. Dyggðir þínar dásami eilíflega dóttir þín. Vandvirkni og vinnusemi væntumþykja úr augum skín Hugrekki og hugulsemi og huggun þegar hún er brýn. Þrautseigja og þolinmæði – kostir sem að prýða þig. Bjölluhlátur, birtuljómi, barlóm lætur eiga sig. Trygglynd, trú, já algjört æði. Takk fyrir að eiga mig. (AÞ) Þín Theódóra, Arnór og ömmu- strákarnir Aron Bjarni og Arnór Alex. Nú kveð ég elsku vinkonu mína Ruth Guðjónsdóttur, en við höfum þekkst frá því að við gengum í Austurbæjarskólann árið 1947. Hún átti heima á Rauðarárstígn- um en ég í Meðalholtinu svo við hittumst á miðri leið í skólann. Síðan lá leið okkar í Kvennaskól- ann og hvað við nutum okkar þar, mikið lært en mikið gaman. Og enn var gengið hvernig sem viðr- aði, nú frá Kvennó í Melaskólann í matreiðslutíma og leikfimin var í húsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu. Svo var auðvitað stofnaður Kvennósaumaklúbbur sem hefur verið starfandi með hléum. Við Ruth höfum brallað margt saman í gegnum öll þessi ár og það eru góðar minningar að ylja sér við nú þegar Ruth og Bjarni eru farin í Sumarlandið. Ruth var mikil handavinnu- kona og allur útsaumurinn og prjónaskapurinn segir sína sögu en hún var mikill fagurkeri og heimili þeirra Bjarna bar þess vel merki. Ruth var glæsileg kona, hlýleg og einstaklega skemmtileg og það hreinlega geislaði af þeim hjónum, en þau voru samstiga í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. Hestamennskan sem þau höfðu gaman af og allar skíðaferðirnar bæði hér heima og í Sölden þar sem þau skemmtu sér vel og nutu útiveru og náttúrunnar. Svo var það hjólhýsatímabilið okkar beggja í Borgarfirðinum, þá var mikið talað, spilað og skálað. Hús- móðurstarfið var Ruth í blóð bor- ið, þeir voru ófáir sem nutu góðrar gestrisni þeirra hjóna og eftir að Maggi minn var farinn þá pössuðu þau upp á að bjóða okkur Möggu vinkonu í mat. Þetta voru sann- arlega unaðsstundir og ekki sjálf- gefið að svo góð vinátta endist ævilangt. Þótt mikið sé nú lagt á börnin þeirra að missa báða for- eldra sína á svona stuttum tíma lifa góðar minningar. Elsku Arna, Guðjón, Tedda og fjölskyldur, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið algóðan Guð að styrkja ykkur í sorginni og elsku Ruth mín, takk fyrir að vera þú. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þin vinkona, Þóra Katrín Kolbeins (Kata). Ruth Guðjónsdóttir ✝ Gunnar fæddist á Bjarnastöð- um á Gríms- staðaholti 5. sept- ember 1941. Hann lést 12. apríl 2022. Foreldrar hans voru hjónin Guðjón Bjarnason, f. 28. ágúst 1888, d. 16. ágúst 1951, útvegs- bóndi á Bjarnastöð- um, og Guðrún Val- gerður Guðjónsdóttir, f. 24. júní 1896, d. 22. janúar 1988, hús- móðir og hænsnabóndi á Æg- isíðu. Systkini Gunnars voru Björn, f. 11. nóvember 1921, d. 2008, trilluútgerðarmaður við Æg- isíðu, Þorbjörg, f. 11. apríl 1923, d. 2017, garð- yrkjukona við Gróðrarstöðina, Bjarni, f. 17. ágúst 1927, þjónn á Hótel Flugleiðum, d. 2015. Börn Gunnars eru Ólöf, f. 28. des- ember 1968, Hlyn- ur, f. 23. apríl 1973, Ásdís Birta, f. 13. maí 1978, Dagmar Evelyn, f. 31. mars 1986, Alex- andra Aníta, f. 20. desember 1988, og Erik Bjarni, f. 21. júní 1991. Gunnar skilur eftir sig stóran hóp afa- og langafabarna. Útför hans fer fram frá Nes- kirkju í dag, 28. apríl 2022, klukkan 15. Elsku pabbi minn. Þakklæti er mér efst í huga á okkar kveðjustund. Mikið er ég heppin að hafa fengið að vera dóttir þín. Þú varst svo hlýr og faðmlagið þitt var það besta sem ég vissi um. Þú varst pabbi minn og vinur, traustur og hvetjandi og ég gat alltaf leitað til þín. Ef ég var í vafa sagðir þú mér að láta vaða, ef ég hringdi og var í vanda eða bara langaði að hitta þig sagðir þú „ég fer í skóna“ og varst mættur stuttu seinna. Þegar ég var um 10 ára þurfti ég að fara í smá aðgerð á eyrum. Ég kveið því mjög og vildi ekki fara en þú sagðir við mig „ef þú ferð skal ég kaupa handa þér 13 páskaegg þegar við erum búin“. Ég fór og eftir aðgerðina keyptum við 13 páskaegg. Svo fórum við út um allan bæ og gáfum fólki egg, frændfólki, ókunnugu fólki, vinum og ég fékk að eiga eitt egg. Þú kenndir mér gjafmildi og að það er allt í lagi að líða eins og manni líður. Maður á sína góðu og slæmu daga. Ég fékk að róa með þér til sjós og ég smurði heilt samlokubrauð af samlokum með kæfu á meðan þú fiskaðir. Þú passaðir upp á mig. Það er ekki skrítið að fólk laðaðist að þér, þú dæmdir aldrei aðra og varst æðrulaus gagnvart áliti annarra á þér. Það lifði allt og dafnaði í hönd- um þér, bæði dýr og gróður og líka vinabönd. Þú hafðir gaman af því að sjokkera svolítið og hræra í pottunum og fórst þínar eigin leiðir, hvort sem var í listsköpun eða klæðaburði. Málverkin þín eru jafn litrík og þú, yfirnáttúruleg, hlý, óvænt, gáskafull, einstök og sköpuð af ástríðu og innri þörf. Þau voru hluti af þinni veröld og verða allt- af hluti af okkar veröld, yndisleg minning um hversu heppin við vorum að hafa þig í lífi okkar. Þú leiddir hönd mína í gegnum lífið og ég fékk að að halda í hönd- ina þína á meðan þú tókst þinn síðasta andardrátt. Fyrir allt sem við áttum saman verð ég ævin- lega þakklát, fyrir allar stundirn- ar, sögurnar, hlýjuna og allt sem þú kenndir mér, börnunum mín- um og Sigga. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar og ég trúi því að lífsglaði andinn þinn svífi nú eins og dúfa yfir Þingvallavatni, Ægisíðunni, Snæfellsnesinu og undraperlum náttúrunnar. Bless á meðan, pabbi minn. Þín dóttir, Ásdís Birta. Elsku pabbi minn. Það var alltaf hægt að treysta á þig og lífið þitt var stórbrotið. Við vorum með svipaðan húmor. Man svo vel eftir þér akandi með opinn gluggann að spekúlera í náttúrunni og málverkum þínum. Þú sagðir gjarnan: „Þetta er bara hamingja.“ Með þakklæti fyrir að hafa verið þér náin og með sökn- uði kveð ég þig í dag. Alexandra Aníta Gunnarsdóttir. Gunnar I. Guðjónsson listmál- ari, móðurbróðir minn og vinur, fór ekki hefðbundnar leiðir í líf- inu. Hver rétta leiðin er geta hinsvegar fáir dæmt um. Hann var fæddur og uppalinn á Grímsstaðaholtinu, við Ægisíð- una, þar sem mannlífið þreifst við sjóinn. Karlarnir reru til fiskjar, veiddu grásleppu, rauðmaga, stórlúðu og annað það sem hafið gaf. Þar var hans leikskóli. Og þar átti hann eftir glíma við sjó- inn á eigin bát, ásamt hinum körl- unum. Þeir reru eldsnemma að morgni og komu síðdegis. Þá biðu viðskiptavinirnir í fjörunni eftir að geta keypt sér í soðið. Þar var einnig Bjössi bróðir hans á sínum báti. Þar voru gömlu beitinga- skúrarnir. Grásleppan hengd upp og látin síga. Allavega einn stend- ur enn. Þetta var leiksviðið. Gunnar starfaði einnig við annað leiksvið, sem sviðsmaður í Þjóðleikhúsinu. Þar hitti hann ýmsar litríkar persónur. Hann nærðist á því að kynnast marg- breytilegu mannlífi. Sem unglingur fékk hann vinnu hjá Pétri í Málaranum, þar sem listmálararnir gátu fengið litatúpurnar sínar. Þar kynntist Gunnar listagyðjunni, sem aldrei yfirgaf hann. Þangað kom Kjar- val og prufaði litina á föðurland- inu sínu. Þar kom Stefán frá Möðrudal, nýfluttur í bæinn. Þeirra leiðir áttu eftir að liggja sundur og saman í fjöldamörg ár. Þar hittust listmálararnir. Seinna fór Gunnar í listnám til Barce- lona, og þar þróaðist listferill hans. Á hverju sumri fór hann um landið til að festa náttúruna á striga. Hann átti sér sína staði, og var Snæfellsjökull og Snæ- fellsnesið í miklu uppáhaldi. Kon- ur rötuðu oft á strigann hjá hon- um sem myndefni. Honum leið vel í návist kvenna, og löðuðust þær oftar en ekki að honum. Börn hans, sem eru ákaflega vel gerð, eru ekki öll sammæðra, en það hefur ekki torveldað þeirra samband. Fyrir um 30 árum fékk hann landspildu úr landi Króks við Þingvallavatn. Þar kom hann sér upp sínu athvarfi í samræmi við sinn lífsstíl. Sá staður heitir Hónef. Þar var hann með hestana og dúfurnar, sem fylgdu honum alla ævi. Stundum nokkrar hænur. Vatnið var gjöfult og skaffaði í matinn, og stundum rúmlega það. Þá var vinum gefið í soðið. Húsakostur- inn þróaðist og varð að einu alls- herjar galleríi. Þar leið honum vel. Eldaðar dýrindis máltíðir, silungur, kartöflur og íslenskt smjör. Hrafninn og refurinn sáu um uppvaskið, eða þá næsti ull- arsokkur. Þarna blómstraði list- in. Trjáplöntur sem ekki var spáð brautargengi í gróðrarstöðinni í Laugarási fengu ný tækifæri í Hónefi. Þar er kominn myndar- legur skógur. Þá voru elduð hrossabjúgu með hnausþykkum grænkálsjafningi. Ekkert var betra. Stundum rauðvínstár með. Hörður frændi kom oft með. Hann var „unik“. Peningar héldust ekki vel í vistinni hjá Gunna móðurbróður mínum. Þeir áttu það til að bregða sér af bæ. Hann sagði það engu skipta. Aðrir þyrftu meira á þeim að halda. Þeir kæmu ein- hvern tíma aftur. Hann lét ekki áþján auðæfa angra sig. Gunnar var sögumeistari. Hann naut sín við að segja sögur af vinum sínum og athyglisverðu fólki. Þær gátu verið langar og þroskuðust við endurtekningar. Þegar hann náði sér á strik, datt hann í karakter. Enginn sagði betur sögur. Fyrir 4 árum varð hann fyrir áfalli. Fékk heilablóðfall. Sögurn- ar fóru fyrst, síðan lá leiðin niður brekkuna, þar til yfir lauk. Nú er hann eflaust með gengn- um vinum sínum að segja sögur. Vernharður Gunnarsson. Gamall heimilisvinur er horf- inn á vit feðra sinna. Og án efa hvíldinni feginn. Gunni var veiði- maður og listamaður af guðs náð og í sérstöku vinfengi við náttúr- una. Það er okkur öllum ógleyman- legt þegar hann birtist á Snæ- fellsnesi á vorin, eins og lóan, til að fanga það sem við honum blasti með pensilinn að vopni. Fjöllin, hraunið, huldufólkið, dýr- in, orkuna, fiskana, fólkið, sjóinn, jökulinn. Hann fangaði athygli dýranna og einnig kvenna af því hann var eins og hann var og kunni réttu orðin, rétta handtakið. Gunni sá það sem við hin sáum ekki og sat dögum saman fyrir framan strig- ann undir berum himni, við spóa- söng og gagg tófunnar, berjablár og brosandi. Mamma og pabbi skutu yfir hann skjólshúsi í Ólafsvík, eða amma og afi á Staðastað, en helst hefði hann kosið að leggja sig á milli stokka og steina og bíða eft- ir réttri birtu. Þá héldu honum engin bönd. Í flæði varð hann ósýnilegur og þá tóku við töfrar, strokur og hinn eini sanni tónn var sleginn. Þegar Gunni birtist í sveitinni og opnaði skottið á bílnum dró hann flösku upp úr stígvéli svo lítið bæri á og rétti afa. Svo var drukkið, hlegið, sungið og málað. Og vakað. Á nóttunni var dregið á í Vatnsflóanum undir björtum himni. Bleikja í netið og seinna í pottinn. Hausinn soginn en sporðurinn frátekinn fyrir grjót- kastarann. Eins og gengur rofnuðu tengslin þegar árin færðust yfir en í þau skipti sem við rákust hvor á annan hlýddi ég á litskrúð- ugar frásagnir listamannsins. Eitthvað var kryddað, annað spunnið en hann kunni sannar- lega að segja frá. Hann talaði um Þingvelli, hest- ana, sveitina, mannfólkið á svo einstakan hátt að ég dró ávallt upp minnisbókina til að taka nið- ur punkta. Til að nota seinna, í réttu samhengi. Listamaðurinn lagði ekki net einhvers staðar í Þingvallavatn heldur tók hann mið af nátt- úrunni. Hann leit til fjalla og þeg- ar ákveðið kennileiti bar við ann- að lagði hann netin. Og upp komu boltar. Hann vissi hvað hann söng enda lífsreyndur maður og veðurbarinn. Þannig vildi hann vera. Við systkinin vottum fjöl- skyldu og vinum Gunnars I. Guð- jónssonar okkar dýpstu samúð. Minningin um hlýjan mannvin mun lifa og hver veit nema hann birtist okkur í hrauninu á Snæ- fellsnesi þegar síst varir. Það væri í hans anda. Þorgrímur Þráinsson. Gunnar I. Guðjónsson gjarnt sem það var að þurfa að jarðsyngja barnið sitt, það er eitthvað sem enginn á að þurfa að gera. En svona er þetta bara, sagðir þú oft. Sumarið 2020 var sérstakt að mörgu leyti. Þið Alla áttuð lítið heimangengt út af Covid og það er dásamleg minning þegar við komum til ykkar og sungum fyrir ykkur fyrir utan svalirnar hjá ykkur. Þegar þú sást í hvað stefndi baðstu okkur um að hinkra. Þú dróst Öllu inn og svo komuð þið aftur íklædd bolum sem á stóð ÉG HLÝÐI VÍÐI! Síðan náðir þú auðvitað í nikk- una þína og spilaðir undir með okkur. Það var mikið sungið og spilað og við höfum örugglega vakið mikla athygli í hverfinu. Seinna um sumarið héldum við SKRÆK 2020 hér í Vogum. Við stórfjölskyldan áttum frá- bæra helgi þar sem þið Alla komuð og voruð með okkur all- an laugardaginn. Þið skemmtuð ykkur svo vel þennan dag. Þú hafðir auðvitað með þér nikkuna og spilaðir fyrir lýðinn sem tók vel undir með þér. Þetta var síð- asti SKRÆKUR ykkar mömmu og verður ykkar minnst með fal- legum hætti næst þegar við komum saman og höldum SKRÆK. Já, tónlist var eins og allir vita þitt líf og yndi og það er ómæld vinna fram undan hjá fólkinu þínu að fara yfir það allt efni sem þú hefur samið. Útgef- ið sem óútgefið. Við fengum flest ef ekki öll að njóta afrakst- urs þíns í lagasmíð, lögin voru samin fyrir stóra daga í lífi okk- ar eins og brúðkaup og ferm- ingar. Það er ómetanlegur fjár- sjóður sem við munum varðveita um alla tíð. Takk fyrir allt, afi minn! Þangað til næst. Jórunn Fregn. - Fleiri minningargreinar um Þorvaldur Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. verður leikarans og að hann hefði sennilega hrært í þær á hverjum morgni. Gable, frægan Holly- wood-leikarann, þekkti ég ekki í fyrstu – en aðspurð sagði amma glettnislega að hann hefði verið „höfuðsjarmur 20. aldarinnar“. Við amma áttum oft skemmti- leg samtöl og oft á tíðum gam- ansöm. Amma sá jafnan spaugi- legar hliðar á ýmsum málum. Þegar manni tókst að koma henni á óvart hrópaði hún stundum upp: „Hættið þið nú alveg að prjóna og pissa!“ Og þegar menn stóðu ráðalausir gagnvart við- fangsefnum tilverunnar greip amma gjarnan til orðatiltækisins „nú er stand á Goddastöðum“, stundum með stríðnisbros á vör. En erfitt er að finna viðlíka lýs- ingu og á heimilisástandinu á Goddastöðum þann daginn. Amma og afi létu sér alla tíð menntun barnabarna sinna miklu varða. Amma var afar góður kennari. Það þekki ég af eigin raun, enda sátum við oft við eld- húsborðið í Eskihlíðinni þar sem hún kenndi mér íslensku. Amma var afar nákvæm en hafði jafn- framt einstakt lag á að kveikja áhuga manns á hlutunum. Hún var mikill sögumaður og fróð um flesta hluti. Móðurmálið var hennar helsta áhugamál svo og íslenskar bók- menntir, sem hún hafði mikla ánægju af að ræða. Fornsögurn- ar las hún aftur og aftur – og upp til agna. Þeim hafði hún ánægju af að miðla áfram, eins og svo mörgu öðru. Með hlýju í hjarta og miklum söknuði kveð ég kæran vin, góða ömmu og fyrirmynd í lífi mínu. Óskar Helgi Þorleifsson. - Fleiri minningargreinar um Önnu Sigríði Skarphéð- insdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.