Morgunblaðið - 28.04.2022, Síða 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022
✝
Hreinn Bern-
harðsson fædd-
ist í Ólafsfirði 10.
júlí 1942. Hann lést
á hjúkrunarheimili
Hrafnistu Boða-
þingi, Kópavogi 17.
apríl 2022.
Foreldrar hans
voru Sigríður Guð-
mundsdóttir, f. 23.
apríl 1908, d. 6. júní
1964, og Bernharð
Ólafsson, f. 14. nóvember 1906,
d. 13. janúar 1990.
Hreinn ólst upp hjá for-
eldrum sínum í stórum systk-
inahópi, en á heimilinu voru
einnig amma hans og afi. Systk-
inin voru fimm. Elstur var Þórð-
ur, hann drukknaði árið 1950
við Skarfasker í Vestmanna-
eyjum, Freydís sem lést árið
2014, Óli Sveinn sem lést árið
2018, Hreinn og svo Aðalsteinn
sem lést árið 1998. Einnig átti
hann tvær hálfsystur, þær Að-
alheiði Maggý Pétursdóttur sem
lést árið 2007 og Erlu Bern-
fyrra hjónabandi, Evu Rún, f.
1994, og Helenu, f. 1995. Þau
eiga eitt barnabarn.
Hreinn gekk í barnaskóla
Ólafsfjarðar, eftir grunnskóla
fór hann að vinna á sjó, við
beitningar og síldarvinnslu. Ár-
ið 1963 fóru
Hreinn og Rakel saman til
Vestmannaeyja þar sem hann
stundaði sjómennsku á Bergi
VE. Þau Hreinn og Rakel
byggðu húsið á Aðalgötu 37
Ólafsfirði og fluttu þar inn árið
1969.
Hreinn útskrifaðist sem
meistari í vélvirkjun árið 1971
Árið 1988 fluttu þau suður,
þar sem þau fóru út í eigin at-
vinnurekstur (Eyjakleinur) og
störfuðu við það í níu ár eða til
1997. Eftir það vann Hreinn við
skiltagerð í Reykjavík með syni
sínum Sigurði Frey. Við 67 ára
aldur fluttu Hreinn og Rakel til
Dalvíkur þar sem þau bjuggu í
átta ár.
Árið 2015 fóru þau aftur suð-
ur og settust að í Kópavogi.
Vegna veikinda dvaldi Hreinn á
hjúkrunarheimili Hrafnistu í
Kópavogi og þar lést hann 17.
apríl 2022.
Útför Hreins fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 28. apríl
2022, klukkan 11.
harðsdóttur sem
lést 2018.
Hinn 11. júní
1964 giftist Hreinn
eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Rakel
Kristbjörnsdóttur,
f. 23. maí 1945. Þau
eignuðust þrjú
börn:
1) Sigmundur
Hannes, f. 1965,
giftur Sigurlaugu
Harðardóttir, f. 1964. Börn
þeirra eru: Rakel Óla, f. 1985,
Sandra Dögg, f. 1986, og Jón
Heiðar, f. 1989. Barnabörn
þeirra eru sjö.
2) Sigurður Freyr, f. 1968,
giftur Þuríði Andrésdóttur, f.
1967. Þau eiga tvö börn, Söru
Dís, f. 1998, og Hrein Óla, f.
2004.
3) Birna Jenný, f. 1970, gift
Hannesi Stefánssyni, f. 1969.
Þau eiga tvö börn, Gunnfríði
Rakel, f. 2006, og Jenný Lind, f.
2008.
Einnig á Birna tvö börn úr
Ég man fyrst eftir Hreini á ár-
unum 1965-6. Þá var hann vertíð-
armaður í Vestmannaeyjum,
leigði á Brekku og var með þessa
fallegu konu með sér, bæði frá
Ólafsfirði.
Það heyrðist glögglega á tali
þeirra, hörð og ákveðin á hljóð-
unum p, t, k. Ekki köstuðum við
kveðju hvor á annan en ég tók
eftir honum.
Seinna kynntist ég honum
mun betur og varð húsgangur
hjá þessum hjónum Rakel og
Hreini. Svo opnaðist á mun meiri
tengingar milli Eyjanna og
Ólafsfjarðar. Hann missti eldri
bróður sinn í Helgaslysinu 7.
janúar 1950 þegar engin mann-
björg varð við Faxasker. Hálf-
bróðir tengdapabba fórst í sama
slysi og þessi sára reynsla tengdi
okkur sterkari böndum.
Hann átti bróður og hálfsyst-
ur búandi í Vestmannaeyjum.
En aukin tengsl urðu þegar
þau hjón, Rakel og Hreinn,
gengu til liðs við hvítasunnusöfn-
uðinn.
Árum saman voru þau for-
ystufólk safnaðarins í Ólafsfirði,
sama hvort litið væri á söfnuðinn
sem sértrúarsöfnuð eða frjálsa
kristna kirkju, þau unnu að safn-
aðarstarfinu af heilum hug.
Eitt haustið buðu þau mér að
koma og halda biblíulestra og
samkomur um viku tíma. Ég
flaug á Akureyri og fékk ökuferð
norður í Ólafsfjörð. Þegar við
komum á heimili þeirra hjóna
tók ég töskuna úr bílnum og öku-
maðurinn hafði á orði að gaman
væri að líta inn og fá kaffibolla
áður en haldið væri til baka.
Rakel ráðlagði honum að eiga
kaffið inni en drífa sig í Múlann
því farið væri að snjóa og hann
mundi lokast inni eftir skamman
tíma. Minn maður, Vestfirðingur
og vanur snjóum, taldi ekki allt
ömmu sína í þessum efnum. En
Hreinn og Rakel fengu ráðið
núna svo haldið var í Múlann.
Þegar hann kom inn á Akureyri
hringdi hann til baka og þakkaði
þeim hjónum fyrir að hafa haft
vit fyrir sér því við sjálft lá að
hann hefði það ekki af fyrir Múl-
ann. Svo mikið fennti í fjallið.
Vikan þessi var mikil snjóa-
vika og snjóþykktin lagðist yfir
Ólafsfjörðinn í 50 cm hjúp.
Hreinn sagði: „Nú læt ég leka í
pottinn úti í garði og þá getum
við setið á kvöldin eftir samkom-
urnar í heitu vatninu, logni og
snjódrífu.“ Það var notaleg bibl-
íuvika í Ólafsfirði.
Meðan setið var í pottinum
greindi Hreinn frá mörgum
spaugilegum atvikum úr æsku.
Eitt sinn var mikil örtröð á
skíðasvæðinu og unglingarnir í
bænum að nota snjóinn. Þennan
daginn var harðfenni í brekkunni
og illt var að stjórna sér á skíð-
um. En strákarnir létu sér það
lynda og reyndu bara að renna
sem lengst.
Einn var óheppnari en hinir
og stefndi beint á hús. Ekki tókst
betur til en svo að hann var að
renna á útidyrnar þegar þær
skyndilega opnuðust og minn
maður rann inn og inn á mitt eld-
húsgólf. Kauði baðst bara afsök-
unar.
Þessar og fleiri sögur rifjast
upp enda gleymist ekki fram-
saga Hreins um æskuna í Ólafs-
firði og hláturinn sem fylgdi
þessum spaugilegu atvikum ylj-
ar enn.
Eftir þennan ágæta tíma flaug
ég til baka með Norðurflugi frá
Ólafsfirði og til Reykjavíkur sem
eini farþeginn. Þannig lauk
dásamlegri samveru í Ólafsfirði.
Ég og eiginkona mín vottum
Rakel og börnunum sem og
barnabörnum okkar innilegustu
samúð við fráfall þessa góða trú-
bróður og vinar.
Snorri Óskarsson og Hrefna
Brynja Gísladóttir.
Hreinn
Bernharðsson
Ingibjörg
Faaberg
Steenland
✝
Ingibjörg
Faaberg
Steenland lést á
Bærum-
sjúkrahúsinu í
Noregi 17. mars
2022, 74 ára að
aldri. Ingibjörg
fæddist 21. febrúar 1948 í Solna
í Svíþjóð, dóttir hjónanna Sig-
ríðar Petursdóttur Faaberg og
Lars Faaberg flugmanns.
Foreldrar Sigríðar voru Ingi-
björg Guðmundsdóttir og Pétur
Magnússon, bankastjóri og ráð-
herra.
Ingibjörg stundaði nám við
Háskóla Íslands og Universitetet
í Oslo.
Hún hefur unnið við frétta-
myndir hjá Norsk Telegrambyrå
(NTB) og Scanpix. Hún hefur
einnig starfað sem trúnaðar-
maður í NTB.
Ingibjörg giftist Hans Fredrik
Steenland ritstjóra og eignuðust
þau dótturina Katrine, fædda 11.
mars 1985.
Ingibjörg hafði alltaf gaman af
að heimsækja Ísland og fjöl-
skyldu sína í Reykjavík, Hvítár-
bakka og Guðnabakka.
Minningar á mbl.is
✝
Klara Guð-
mundsdóttir
fæddist 12. ágúst
1925 í Ytri-
Drápuhlíð í Helga-
fellssveit. Hún lést
á Hrafnistu í Hafn-
arfirði 10. apríl
2022.
Foreldrar henn-
ar voru Guð-
mundur Jóhanns-
son, f. 1896, d.
1984, og Kristín Sigurðardóttir,
f. 1902, d. 1991.
Systkini Klöru eru: Hinrik, f.
1923, d. 1999, Unnur, f. 1926, d.
2014, og Reynir, f. 1937.
Klara giftist 1947 Haraldi
Sigurjónssyni, f. 24. júní 1917, d.
14. maí 1995.
Börn þeirra eru:
1) Sturla, f. 1947, maki Anna
Ólafsdóttir, f. 1952. Börn: a)
Borghildur Sölvey, maki Anders
M. Nielsen, börn Kári Sölvi,
Anna Salka, Per Lukas og Una
Beate. b) Haraldur Örn, maki Ír-
is Jónsdóttir, synir Sturla, Flóki,
Torfi og Brynjar. c) Orri, í sam-
búð með Dagnýju Rún Ágústs-
dóttur, börn Benedikt Ágúst og
Klara Rún.
2) Guðmundur, f. 1950, maki
Rannveig Jónsdóttir, f. 1951.
Börn: a) Guðrún Elín, maki
Birgir Hauksson, dóttir Íris.
Börn Guðrúnar og fyrri maka
eru tvíburarnir Elísa og Arnór
Guðjónsbörn. Sambýlismaður
hennar starf í kaffihúsinu Strýt-
unni. Til Hafnarfjarðar var
Klara komin til að afla sér tekna
fyrir skólagjöldum á húsmæðra-
skólanum á Staðarfelli. Dag-
legur gestur í Strýtunni var
ungur, myndarlegur piltur,
Haraldur Sigurjónsson, og fé-
lagar hans héldu því stað-
fastlega fram að Halli fengi allt-
af besta kaffisopann. Þarna
kynntust Klara og Halli, en
Klara lét það ekki stoppa sín
áform og fór í húsmæðranám á
Staðarfelli veturinn 1943-1944.
Klara réð sig til starfa á
heimili séra Bjarna Jónssonar
vígslubiskups. Þar sinnti hún
heimilisstörfum, barnagæslu og
aðstoðaði við brúðkaup og
skírnir sem gjarnan voru á
heimili prestsins. Þar bjó Klara
og starfaði þar til hún fluttist til
Hafnarfjarðar. Klara og Har-
aldur hófu búskap á Hverfisgötu
45 en foreldrar Haraldar, Sig-
urjón og Jónfríður, byggðu hús-
ið 1926 og bjuggu þau á mið-
hæðinni. Þarna ólu Klara og
Haraldur upp börnin sín fjögur í
risinu. Það var einstakt fyrir
börnin að hafa vinnustað for-
eldranna á jarðhæðinni og
ömmu og afa á miðhæðinni. Árið
1954 hófu þau rekstur mat-
vöruverslunar á jarðhæðinni,
Hallabúðar, sem þau ráku til
ársins 1977. Kjörorð Hallabúðar
var „eitthvað gott á hverjum
degi“. Síðustu starfsárin vann
hún á Hörðuvöllum. Eftir að
Klara missti eiginmann sinn
1995 var hún virk í félagsstarfi
eldri borgara í Hafnarfirði.
Útför Klöru fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 28.
apríl 2022, klukkan 13.
Elísu er Margeir
Ingi, sonur Atlas
Freyr. b) Klara,
maki Sigurjón
Gíslason, dætur
Birta Sól og Telma
Líf.
3) Hildur, f.
1952, maki Ingvar
Ásgeirsson, f. 1955.
Börn Hildar og
fyrri maka, Ólafs
Skúlasonar: a)
Tinna Rut, sonur Bjarki Már
Svansson. b) Snorri Páll, í sam-
búð með Höllu Björt Ármanns-
dóttur, börn Sóley og Kári
Hrafn. Börn Ingvars með fyrri
maka, Guðbjörgu, eru Ásgeir
Þórarinn og Ísold, dóttir hennar
er Dimmalimm.
4) Ingimar, f. 1956, í sambúð
með Bjarnfríði Ósk Sigurð-
ardóttur, f. 1965. Dóttir Ingi-
mars og Hlínar Hermannsdóttur
er Ylfa Björk, maki Andreas W.
Willadsen, börn Kara, Hermann
og Alfred. Sonur Ingimars og
fyrri maka, Halldóru Mathiesen,
er Matthías Árni, maki Alma
Jónsdóttir, börn Jón Ingi, Íris
Ylfa og Eyþór Árni. Dóttir Ingi-
mars og fyrri maka, Halldóru B.
Jónsdóttur, er Kristín Björk.
Á uppvaxtarárum sínum í
Ytri-Drápuhlíð sinnti Klara m.a.
bústörfum heima við og sótti
barnaskóla á Skildi í Helgafells-
sveit. 17 ára fór hún að heiman
til Hafnarfjarðar, en þar beið
Nú hefur elsku Klara tengda-
mamma mín kvatt þessa jarðvist
á 97. aldursári, eftir farsæla ævi
lengst af, þótt síðustu árin hafi
verið henni erfið. Hún lést á
Hrafnistu, þar sem hún hafði
dvalið sl. rúm þrjú ár þegar
heilsu hennar fór að hraka.
Ég naut vináttu hennar í yfir
50 ár og aldrei bar skugga á okk-
ar samband. Hún var mér eins og
önnur móðir, því ég var ung þeg-
ar við Gummi sonur hennar fór-
um að búa saman.
Klara hafði mikinn áhuga á
Klara
Guðmundsdóttir
✝
Anna Kristín
Haraldsdótti
fæddist 21. júlí
1957. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans 15. apríl
2022.
Foreldrar Önnu
voru hjónin Har-
aldur Bjarnason, f.
29. október 1918, d.
16. júní 1974, skrif-
stofumaður og
Bryndís Jónsdóttiir, f. 27. desem-
ber 1924, verkakona. Uppeld-
isfaðir Önnu er Eiríkur Sæ-
mundsson, f. 3. október 1925,
sjómaður.
Bróðir Önnu er Bjarni Ragn-
ar, f. 23. nóvember 1946, mynd-
listarmaður. Börn Bjarna eru
Kristinn Karl, f. 9. mars 1966,
Bryndís, f. 21. júní 1983, Anita da
Silva, f. 4. janúar 1994, og Alena
da Silva, f. 27. mars 1996.
Eiginmaður
Önnu er Halldór
Árni Sveinsson, f.
22. febrúar 1955,
kvikmyndagerð-
armaður, en börn
þeirra eru Haraldur
Gunnarsson, f. 25.
febrúar 1988, lag-
ermaður, Hilmar
Árni Halldórsson, f.
14. febrúar 1992,
heimspekinemi, og
Hörður Brynjar Halldórsson, f.
12. júlí 1995, heimspekinemi.
Anna starfaði lengst af í Ís-
landsbanka, eða í 37 ár, en lærði
til sjúkraliða og var við störf á
Sóltúni þegar hún lést.
Anna var mikil útivistarmann-
eskja og stundaði skokk og hlaup
með ÍR.
Útför Önnu fer fram frá Há-
teigskirkju í dag, 28. apríl 2022,
klukkan 13.
Þú kvaddir um páskana, á
föstudaginn langa, þegar vorið
hafði rutt burtu snjónum og
hægt var að hlaupa um Elliðaár-
dalinn og Heiðmörkina. Þetta
var þinn uppáhaldstími, þú varst
alltaf á þönum, frá morgni til
kvölds.
Þú sleist barnsskónum í Hlíð-
unum, vannst í sjoppu á kvöldin
og hélst uppi fjörinu í Tónabæ.
Þarna kynntistu bestu vinkon-
unum sem haldið hafa vinskap
alla ævina.
Við kynntumst sumarið 1989 á
dansleik í Sjallanum, og skömmu
seinna var ég fluttur inn til þín
með plastpokana í litlu íbúðina
og gekk Halla í föðurstað og
fljótlega bættust við Hilmar og
Hörður. Strákarnir uxu úr grasi
á Leiknisvelli – lífið var fótbolti
kvölds og morgna. Baslið tók
stundum á, en bankinn var fé-
lagsleg næring þín, uppspretta
glaðværðar í hópi dyggra sam-
starfsmanna sem bundust þér
ævilöngum vináttuböndum. Þeg-
ar einhver kvartaði yfir að upp-
selt væri í dagsferðir til Bret-
lands fyrir jól tókstu til þinna
ráða og leigðir þotu af Flugleið-
um og fylltir hana samdægurs.
Árin liðu og baslið minnkaði.
Þú barðist af afli við brjósta-
krabbamein og hafðir betur, og
dreifst þig aftur í vinnuna í
bankanum. En fékkst uppsögn
þar og skelltir þér í sjúkraliða-
nám og eignaðist nýjar vinkonur
sem voru á aldur við syni okkar.
Næst lá leiðin í Sóltún. Og allt
var sem fyrr – nýjar vinkonur
sem dáðu þig og dýrkuðu. Og
svo auðvitað íbúarnir sem elsk-
uðu hlýja og hressilega nærveru
þína.
Þú hafðir kynnst nýjum öfl-
ugum vinahópi þegar þú fórst að
æfa hlaup með skokkhópi ÍR,
traustir vinir sem efldu löngun
þína til að hlaupa um allar trissur
og synda á eftir.
Þá dundi áfallið yfir. Þú
greindist með ólæknanlegt æxli í
heila. Eftir skurðaðgerð var ljóst
að hreyfigeta þín var skert til
framtíðar og þú myndir ekki
hlaupa meira. Það féll þér verst.
Svo tók við geisla- og lyfjameð-
ferð. Styrkinn í veikindunum
sóttir þú ekki síst til þessara
framúrskarandi vinkvennahópa
sem voru vakandi yfir velferð
þinni; gömlu Hlíðavinkonurnar,
samstarfskonurnar úr bankanum
og hlaupavinkonurnar. Þú varst
sem fyrr umvafin englum.
Við reyndum að hafa þig heima
eins lengi og stætt var, með ljúfri
og faglegri aðstoð HERA-teym-
isins og heimahjúkrunar. Loks
kom að því að við þáðum innlögn
á líknardeildina. Það voru þung
spor en við vissum að hverju
stefndi. Þú tókst hverjum degi af
æðruleysi, og allt til enda með
grallaralegum húmor.
Ég þakka fyrir einstaka veg-
ferð og samfylgd í meira en þrjá-
tíu ár. Strákana okkar og ljúft
viðmót til vina þeirra sem voru
alltaf aufúsugestir á heimilinu.
Það var oft glatt á hjalla í eldhús-
inu og svo þurfti stundum að
leggja sig í þessari litlu fé-
lagsmiðstöð, sem einkenndist af
félagsmótun hverfisins og fjöl-
menningu. Það hefur reynst þeim
gott veganesti út í lífið.
Sjálfur hef ég rifjað upp síð-
ustu daga öll ferðalögin okkar,
samveru með fjölskyldu og góð-
um vinum. Allt það góða sem við
áttum saman, minningar sem ég
mun geyma í hjarta mínu um lífs-
glaða konu sem hreyfði við um-
hverfi sínu hvar sem hún kom –
og kvaddi okkur allt of fljótt. Guð
geymi þig, ástin mín.
Halldór Árni Sveinsson.
Eftir snarpa baráttu við illvíg-
an sjúkdóm er Anna Kristín okk-
Anna Kristín
Haraldsdóttir
Harpa Heimisdóttir
s. 842 0204
Brynja Gunnarsdóttir
s. 821 2045
Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær
s. 842 0204 | www.harpautfor.is