Morgunblaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022 öllu sem viðkom heimilishaldi, hvort sem var bakstur, mat- reiðsla eða hannyrðir, var nýtin, hún hafði verið í húsmæðraskól- anum á Staðarfelli í Dölum þegar hún var ung kona og minntist þess tíma oft með gleði. Klara var mjög myndarleg, vildi vera vel tilhöfð, var sterkur karakter, ákveðin og gat stund- um staðið föst á sínu, en yndisleg, hjálpsöm og mátti ekkert aumt sjá. Henni var alltaf mjög umhug- að um velferð afkomenda sinna. Barnabörnin eiga margar góð- ar og fallegar minningar um heimsóknirnar á Hverfisgötuna til ömmu og afa, þar sem vinsælt var að leika sér og garðurinn heillaði. Klara og Halli ráku matvöru- verslunina „Hallabúð“ á Hverfis- götu 45 í Hafnarfirði, í sama húsi og fjölskyldan bjó og foreldrar Halla höfðu byggt. Í búðinni unnu þau bæði oft langan vinnu- dag, ásamt því að ala upp fjögur börn. Ég minnist þess hve heimilið var myndarlegt og fínt þótt pláss- ið væri ekki alltaf mikið. Eftir að Halli lést árið 1995 flutti Klara á Miðvang 16, fjöl- skyldan var orðin stærri, lang- ömmubörn bæst í hópinn og í síð- ustu matarboðunum sem Klara hélt á jóladag vorum við orðin yfir 30 og allir sátu til borðs. Þannig vildi hún hafa það. Klara og mamma voru góðar vinkonur og fóru stundum saman á viðburði og í ferðalög með Fé- lagi eldri borgara í Hafnarfirði. Þær áttu m.a. það sameiginlega áhugamál að hlusta á fallega tón- list og söng, ekki fannst þeim verra ef það voru karlaraddir. Þær sóttu gjarnan tónleika sam- an og oft áttum við skemmtilegar samverustundir á tónleikum, m.a. með Þröstum og Karlakór Reykjavíkur. Ég er þakklát fyrir samfylgd- ina með Klöru minni. Guð blessi minningu hennar. Rannveig. Mín fyrstu kynni af Klöru, þá væntanlegri tengdamóður minni, voru bæði ánægjuleg og eftir- minnileg. Það var ekkert hik á Klöru og hún sagði bara blátt áfram: „Velkominn í fjölskyld- una!“ Segja má að öll samskipti okkar þar á eftir hafi einkennst af gagnkvæmri virðingu og vænt- umþykju. Klara fæddist og ólst upp í torfbænum Ytri-Drápuhlíð. Hún talaði um þann mikla mun sem varð á bænum þegar Guðmundur faðir hennar gat útvegað tréfjalir á gólfið sem þó dugðu ekki út í öll horn og þá saumaði Kristín móðir hennar ábreiður úr strigapokum til að hylja það sem á vantaði. Á efri árum ferðaðist Klara með eldri borgurum vítt og breitt um landið og í einni slíkri ferð var stoppað í Glaumbæ í Skagafirði. Ferðafélagar hennar fóru for- vitnir inn að skoða bæinn en Klara sat ein úti í rútunni og sagði að þarna væri ekkert inni sem hún hefði ekki séð áður og fór hvergi. Klara var vel gefin og átti auð- velt með að læra, var mjög minn- ug og skipulögð. Það var henni þungbært að hafa ekki getað haldið áfram námi eftir barna- skóla, en aðstæður heima við buðu ekki ekki upp á það. Hún flutti að heiman 17 ára til að afla sér tekna til að láta draum sinn rætast um skólavist í húsmæðra- skólanum á Staðarfelli. Hún tal- aði alltaf um þann skólatíma með mikilli gleði og þar eignaðist hún góðar og traustar vinkonur ásamt hagnýtri menntun sem nýttist henni allan hennar bú- skap og í starfi. Gestrisni Klöru var annáluð og matar- og kaffiboðin eftirminni- leg. Allt heimagert og fram borið samkvæmt Klöru-staðli en þá er hangikjötið skorið nákvæmlega í 5 mm þykkar sneiðar, allt kjöt skorið þvert á þráðinn og aldrei færri en tvær tegundir af heima- gerðum ís í eftirrétt og á eftir máltíð smákökur og kaffi drukkið úr mávastelli, sem hún hafði mik- ið fyrir að eignast. Tónlist var Klöru hugleikin og sótti hún reglulega tónleika og studdi Karlakórinn Þresti af heil- um hug og sleppti aldrei tónleik- um þeirra. Þegar falleg og hríf- andi tenórrödd hljómaði mátti sjá tár á hvarmi. Á síðari árum, á meðan heilsa hennar leyfði, bauð hún árlega börnum og tengda- börnum á nýárstónleika Sinfóní- unnar og var það okkur öllum til mikillar ánægju. Klara var traustur vinur vina sinna og ræktaði hún vel samskipti við vini og ættingja og vildi vita um hagi þeirra. Klara vildi öllum vel og lagði sig eftir að gera ekkert á hlut annarra og því átti hún marga trausta góða vini á öllum aldri. Hún var staðföst og heið- arleg og lét í sér heyra ef henni var misboðið eða gert var á hlut annarra. Ef einhvers staðar hall- aði undan fæti þá vildi hún án allra skilyrða leggja sitt af mörk- um til að aðstoða og hvetja til dáða. Síðustu ár Klöru voru henni erfið, getu hennar hrakaði og hún varð háð umönnun annarra og það var ekki hennar vilji. Heyrn hennar hrakaði mikið og það skerti verulega lífsgæði hennar og þátttöku í félagsstarfi. En allt- af var hún þakklát fyrir það sem henni var rétt og lét það óspart í ljós. Að lokum vil ég þakka Klöru tengdamóður minni fyrir allar góðar stundir og óska henni góðrar ferðar. Ingvar Ásgeirsson. Elsku besta Klara amma. Þeg- ar við hugsum til þín hlýnar okk- ur um hjartarætur. Við hugsum um allar þær góðu minningar og stundir sem við áttum með þér og Halla afa á Hverfisgötunni og svo með þér á Miðvanginum. Þú varst alltaf klár í að bralla með barnabörnunum í eldhúsinu og smyrja ofan í okkur endalaust af kæfubrauði, leyfa okkur að brasa og ramba úti í garði, róla uppi á lofti (en samt alveg bannað að gera gat á þakið) og þá má ekki gleyma öllum jólaboðunum við barnaborðið eða skemmtilegu sögunum af fólkinu þínu úr Drápuhlíðinni og Hólminum. Amma, þú varst alltaf svo stolt af þínu fólki og öllu sem við tók- um okkur fyrir hendur. Í þínum augum vorum við öll „fallegustu börnin“ og vorum við aldrei í efa um hvað þér þótti vænt um okk- ur. Elsku amma, við systkinin munum sakna þín, en við yljum okkur við þá hugsun að þið Halli afi eruð nú sameinuð aftur eftir öll þessi ár og mun minning ykk- ar beggja lifa áfram hjá okkur og öllu ykkar fólki um ókomna tíð. Þín barnabörn, Ylfa Björk, Matthías Árni og Kristín Björk. - Fleiri minningargreinar um Klaru Guðmundsdóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. ar farin til fallegri og betri heima. Þar sem hún á skilið að vera, hlaupandi og syndandi um, full af orku og gleði og eftir stöndum við vinkonur, Hlíða- skólastelpurnar, í sorg og sökn- uði. Anna var okkur kær, hún var límið sem hélt okkur öllum saman, stelpunum úr Hlíðunum, stelpunum sem byrjuðu saman í vorskóla Hlíðaskóla 1963 og héldu síðan hópinn allt til dags- ins í dag. Anna var falleg, nett og létt á fæti, brosmild, glaðvær, sam- viskusöm, hláturmild og dugleg, kjörkuð, frábær sundmaður, góður vinur og heiðarleg mann- eskja. Hún var vinmörg og dug- leg að rækta samband við fólk. Oftar en ekki hittum við hana æskuvinkonurnar sem haldið höfum saman í fjöldamörg ár og þá sagði Anna okkur fréttir, „ég hitti … manstu ekki eftir honum/ henni?“ og við hinar, ekki eins glöggar og duglegar að fylgjast með, þurftum að neita. Anna Kristín var sínu fólki ræktarleg og góð og sinnti því vel, hvort sem það voru dreng- irnir hennar, sem voru hennar helsta stolt, eða mamma Bryndís sem nú syrgir einkadóttur sína, komin hátt á tíræðisaldur. Við sendum Halldóri eigin- manni hennar og drengjunum þeirra, Bryndísi og öðrum ætt- ingjum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Valgerður Marinós, Ásgerð- ur Atladóttir (Systa Atla) og Lóa Wilberg. Í dag kveðjum við elsku vin- konu okkar, Önnu Kristínu, sem lögð verður til hinstu hvílu eftir stutt en erfið veikindi. Þrátt fyr- ir sorgina sem fylgir því að missa hana svona allt of fljótt er hugur okkar fullur þakklætis fyrir að hafa átt hana sem ynd- islegan vin í gegnum lífið. Við vinkonurnar kynntumst í Hlíðaskóla þegar við vorum litl- ar stelpur og höfum haldið hóp- inn allar götur síðan. Ýmislegt hefur gengið á, en strengurinn á milli okkar var sterkur og hélt okkur saman í gegnum súrt og sætt. Anna Kristín var skemmtileg og ögrandi á unglingsárunum og saman höfum við getað hlegið endalaust við að rifja upp æv- intýri okkar í sjoppunum í hverf- inu, í Tónabæ og í skólunum þegar við vorum ungar, en líka þegar fullorðinsárin tóku við og við áttum að heita ráðsettar kon- ur. Anna Kristín var flott kona, snaggaraleg og fljót til svars. Alltaf var stutt í húmorinn og þegar hún byrjaði að hlæja var ekki hægt annað en að hlæja með. Það var alltaf tilhlökkunar- efni að hitta Önnu Kristínu. Hún sýndi okkur vinkonunum einlæg- an áhuga og væntumþykju, fylgdist með fjölskyldum okkar, gladdist með á góðum dögum og studdi við þegar á móti blés. Makar okkar og börn urðu eðlilegur hluti af þessum trausta vinahópi þegar árin liðu og þar með Halldór Árni og strákarnir þrír, Halli, Hilmar og Hörður, sem Anna Kristín lifði fyrir og var svo stolt af. Við minnumst margra ógleymanlegra samveru- stunda og ferðalaga sem við fór- um í saman innanlands og utan. Anna Kristín þurfti að takast á við ýmis erfið verkefni. Hún missti pabba sinn ung að árum og glímdi við brjóstakrabbamein sem hún sigraðist á. Undanfarin ár annaðist hún háaldraða móð- ur sína og fóstra, sem nú fylgja dóttur sinni til grafar. Veikindi hennar komu sem þruma úr heiðskíru lofti. Anna Kristín var eldhress 64 ára kona, synti daglega og hljóp lang- hlaup. Fyrir rúmu ári fann hún fyrir máttleysi í öðrum fætinum og við rannsókn kom í ljós að ástæðan var æxli við heila, sem reyndist ólæknandi. Hugrekki hennar, Dóra og sona hennar þriggja og æðru- leysi þeirra frammi fyrir þessu verkefni var aðdáunarvert. Við vottum Halldóri Árna, Haraldi, Hilmari Árna og Herði Brynjari okkar innilegustu samúð. Einnig Bryndísi móður Önnu Kristínar og Eiríki fósturföður hennar, Bjarna bróður hennar og öðrum aðstandendum. Missir þeirra er mikill. Við syrgjum sárt elsku vin- konu okkar en gleðjumst yfir minningunum sem við eigum um hana. Blessuð sé minning hennar. Drífa, Brynhildur, Fjóla, Karen, Anna Sigríður. Í dag kveðjum við elsku vin- konu okkar og gleðigjafann Önnu Kristínu. Fyrstu kynni flestra okkar af Önnu Kristínu voru þegar byrj- endahópur ÍR- skokks var búinn að hittast nokkrum sinnum við Breiðholtslaug í september 2012. Hún kom hjólandi til okkar og spurði hver væri þjálfari og hvort hún mætti vera með. Hún hafði horft á þetta hressa fólk og var aldeilis til í að slást í hópinn. Hún sýndi mikla seiglu og dugnað við að mæta á hlaupaæf- ingar í öllum mögulegum veðr- um, var alltaf í góðu skapi, hljóp jafnt og þétt og kvartaði aldrei um þreytu eða meiðsli. Fyrir hana voru hlaupin fyrst og fremst heilsurækt og samvera. Hún tók samt oft þátt í almenn- ingshlaupum með hlaupahópn- um og árið sem hún varð sextug ákvað hún að það væri kominn tími til að hlaupa hálft maraþon sem hún kláraði með stæl. Hún hljóp ekki með hlaupaúr, það skipti hana ekki máli hver vega- lengdin eða hraðinn var. Hún var búin að hlaupa í þó nokkur ár þegar hún eignaðist hlaupaúr en fannst það hálfgerður óþarfi og vandi sig ekki á að nota það. Anna fór líka mikið í sund og þá alls ekki bara til að sitja í heita pottinum. Það kom flatt upp á okkur þegar hún gat allt í einu ekki mætt á hlaupaæfingu af því að hún var með doða niður í fót og því miður við nánari skoðun var þetta byrjunin á hennar alvar- legu veikindum. Út frá okkur skemmtilega hópi í ÍR-skokki myndaðist síðan annar hópur 2014 sem við köll- uðum „Hinar hægu og skemmti- legu“ en áfram var áherslan á að hlaupa saman og hreyfa sig. Síð- an bættust við skemmtilegar samverustundir bæði úti á landi í hinum fjölmörgu útilegum og einnig ómetanlegar samveru- stundir þar sem „búbblur“, góð- ur matur og hlátur voru aðal- atriðið. Sérstaklega minnumst við hennar frá Icelandair-hlaup- inu í maí 2016 þegar hún vildi endilega að Halldór kæmi og tæki eina „alvöru“ mynd af okk- ur í nýju hlaupavestunum okkar. Sú mynd er ógleymanleg og geymir yndislegar minningar um kæra vinkonu. Við fórum líka saman til Aberdeen haustið 2017 þar sem við áttum frábæran tíma saman. Anna Kristín sýndi ótrúlegan kraft í veikindum sínum. Hún kvartaði aldrei og naut þeirra gleðistunda sem buðust til hins ýtrasta. Það má vera að sjúk- dómurinn hafi náð yfirhöndinni að lokum en hann náði aldrei að buga hana, né heldur að dempa hennar innri fegurð. Orðin æðruleysi, þrautseigja, dugnaður, seigla og nagli koma strax í hugann við að hugsa til Önnu Kristínar. Að leiðarlokum kveðjum við vinkonu okkar þakklátum huga fyrir gjöful kynni og ógleyman- legar samverustundir. Elsku Dóri og fjölskylda, megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Hinar hægu og skemmtilegu. Guðrún Katrín Eiríksdóttir. - Fleiri minningargreinar um Önnu Kristínu Haralds- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður og tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR EDDU JÚLÍUSDÓTTUR, Furugrund 38, Akranesi. Sérstakar þakkir fær yndislegt starfsfólk hjúkrunar- og dvalarheimilis Höfða. Guð blessi ykkur öll. Björgvin Hólm Hagalínsson Ásdís Emilía Björgvinsdóttir Pétur Pétursson Lára Hagalín Björgvinsdóttir Garðar Jónsson Júlíus Björgvinsson Bergdís Saga Gunnarsdóttir Jónas Björgvinsson Guðfinna Helgadóttir ömmubörnin og langömmubörnin JÓFRÍÐUR ANNA JÓNSDÓTTIR lést á heimili sínu í Jessheim í Noregi þriðjudaginn 26. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Rune Johansen Hjálmar Johansen Sarah May Bailey Jónas Johansen Rúnar Johansen Jón Þorsteinsson Sigríður A. Þórðardóttir Þorgerður S. Jónsdóttir Michael Daemgen Margrét A. Jónsdóttir Ástkær eigimaður minn og faðir okkar, SVEINN AÐALBERGSSON húsasmíðameistari, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi þriðjudaginn 26. apríl. Ásta María Gunnarsdóttir Sigríður Helga Sveinsdóttir Viktor Heiðdal Sveinsson Aðalbergur Sveinsson Iðunn Brynja Sveinsdóttir Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR ÁGÚSTSDÓTTIR frá Mávahlíð, lést sunnudaginn 17. apríl á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Útförin fer fram í Lindakirkju miðvikudaginn 4. maí klukkan 13. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Ágúst Guðmundsson Hafdís Viggósdóttir Þorsteinn Guðmundsson Björk Birgisdóttir barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ANDRÉS SIGURÐSSON húsasmiður, Álalind 14, áður Hrauntungu 49, Kópavogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn 17. apríl. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 4. maí klukkan 13. Streymt verður frá útförinni á streyma.is. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild A2, Landspítalanum í Fossvogi. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Jensína Þórarinsdóttir Þórarinn Hólm Andrésson Rósa Bergmann Jónsdóttir Sigríður Andrésdóttir Linda Andrésdóttir Hafsteinn Björgvinsson Þorsteinn Andrésson Naluemon Seesan Sindri Bergmann Þórarinss. Pálína Guðrún Sigurðardóttir Andri Franklín Þórarinsson Anna Berta Geirsdóttir Gígja Rós Þórarinsdóttir Sigurður Stefán Haraldsson Harpa Marín Þórarinsdóttir Páll Steinar Sigurbjörnsson Sandra Westerdahl Christoffer Westerdahl Kristín Hafsteinsdóttir Friðjón Pálsson Hólmfríður Hafsteinsdóttir og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.