Morgunblaðið - 28.04.2022, Side 56

Morgunblaðið - 28.04.2022, Side 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022 Nú liggur fyrir hverjir munu skipa aðaldóm- nefnd kvik- myndahátíð- arinnar í Cannes í ár, þá sem velur bestu kvikmynd- ina og veitir Gullpálmann. Formaður dóm- nefndar verður franski leikarinn Vincent Lindon og auk hans skipa dómnefndina enska leikkonan, handritshöfundurinn, kvikmynda- leikstjórinn og framleiðandinn Rebecca Hall; indverska leikkonan Deepika Padukone, sænska leik- konan Noomi Rapace, ítalska leik- konan og leikstjórinn Jasmine Trinca, íranski leikstjórinn, hand- ritshöfundurinn og framleiðandinn Asghar Farhadi; franski leikstjór- inn, leikarinn og handrits- höfundurinn Ladj Ly; bandaríski leikstjórinn og handritshöfund- urinn Jeff Nichols og norski kvik- myndagerðarmaðurinn Joachim Trier. Kvikmyndahátíðin í Cannes hefst 17. maí og lýkur 28. maí. Opnunar- mynd hátíðarinnar verður gaman- söm uppvakningamynd, Coupez!, eftir leikstjórann Michel Hazana- vicius. Sú hét áður Z en vegna notk- unar rússneska hersins á bók- stafnum ákvað leikstjórinn að breyta titlinum. Lindon leiðir aðaldómnefnd Cannes Vincent Lindon Internal Human er heiti mynd- bandsinnsetn- ingar eftir dans- arann Inês Zinho Pinheiro og tón- skáldið Lilju Maríu Ásmunds- dóttur sem verð- ur sýnd í Mengi við Óðinsgötu í dag, fimmtudag, frá kl. 12 til 18. Aðgangur er ókeyp- is og allir velkomnir. Pinheiro og Lilja María hafa unn- ið saman að ýmsum verkefnum síð- an 2018. Síðastliðin tvö ár hafa þær skipst á myndböndum, hljóðbrotum og hugsunum tengdum innra lífi flytjandans. Úr hugmyndum þeirra varð til verkið Internal Human sem hefur þróast bæði sem myndbands- innsetning og sem sviðsverk. Verkið er innblásið af hljóð- skúlptúr sem Lilja smíðaði árið 2020. Skúlptúrinn var hannaður út frá hugmyndum um hvers konar hreyfingar myndast náttúrulega þegar leikið er á strengina. Lilja spilar á skúlptúrinn á meðan Pin- heiro yfirfærir hreyfingar hennar á mismunandi umhverfi sem hafa einhvers konar sjónræna tengingu við hönnun skúlptúrsins. Innsetning Lilju og Pinheiro í Mengi Lilja María Ásmundsdóttir Opið virka daga kl. 10–18, laugardag kl. 12–16 Listamannaspjall kl. 14 laugardag, 30. apríl ÞORRI HRINGSSONN Ý M Á L V E R K Síðasta sýningarhelgi María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is „Þetta er mjög spennandi en að sama skapi ótrúlega skrítin tilfinn- ing að koma sér aftur í þetta hugar- ástand sem maður var í fyrir tveim- ur árum. Það er ekki laust við að maður sé smá týndur og það taki smá tíma að finna taktinn aftur. Eðlilega breytist svolítið það sem maður vill gera. Upphaflega var ég með allt á hreinu hvað þessi túr átti að vera, hvað hann ætti að standa fyrir og hvernig upplifunin átti að vera. Svo líður þessi langi tími og maður er ekki viss hvort maður sé endilega staddur á sama stað og áður. Kannski er það bara já- kvætt,“ segir Ólafur en tvö ár eru síðan hann gaf út breiðskífuna some kind of peace og ekki var hægt að fylgja henni eftir með tón- leikaferð fyrr en nú og verða fyrstu tónleikarnir haldnir í Háskólabíói hinn 23. maí. Mikið sjónarspil Ólafur segir að búast megi við miklu sjónarspili á tónleikunum. „Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á upplifun á tónleikunum og að skapa ákveðið andrúmsloft sem næst fram með sérstakri ljósa- hönnun og því um líku. Hugað er að hverju smáatriði. Mér finnst mikil- vægt að tónleikar séu ekki bara þannig að ég renni í gegnum uppá- haldslögin mín heldur að fólk finni að búið sé að leggja mikla vinnu í upplifunina. Þarna verð ég með hljómsveit, strengjakvartett og trommara og allt saman skapar þetta dýnamíska heild.“ Átti að spila í Úkraínu Ólafur verður á ferðalagi um heiminn mestallt árið. Hann átti meðal annars að vera með tónleika í Úkraínu en þeim þurfti óhjákvæmi- lega að fresta vegna stríðsins. „Ég hafði beðið í mörg ár eftir að fá að spila í Úkraínu og var orðinn virkilega spenntur fyrir því tæki- færi en það datt svo upp fyrir vegna þess alvarlega ástands sem þar rík- ir. Annars hef ég spilað í flestum löndunum áður og það er alltaf jafn spennandi. Það er til dæmis sér- staklega gaman að koma til Mexíkó og svo er orðið langt síðan við spil- uðum í Bandaríkjunum og ég hlakka mikið til að spila þar aftur,“ segir Ólafur sem finnst þó alltaf mest stressandi að spila á Íslandi. „Hér eru til dæmis mamma og pabbi í salnum og maður kemst ekki upp með neitt og ekki hægt að firra sig ábyrgð,“ segir hann og hlær. Líður vel á tónleikaferðalagi Aðspurður hvort það sé erfitt að vera á tónleikaferðalagi í svona langan tíma segir Ólafur það vera á margan hátt afslappandi. „Mér finnst það mjög þægilegt. Þetta getur vissulega tekið á líkam- ann og svefninn er oft af skornum skammti en þetta er á vissan hátt mjög einfalt líf. Það er mjög þægi- legt að vakna á morgnana og eiga bara eitt markmið fyrir daginn. Markmið hvers dags er bara það að vera mættur upp á svið á réttum tíma og spila góða tónlist. Hér heima er maður, líkt og allir Íslend- ingar, að vinna í mörgum verk- efnum í einu ásamt öllum þessum fjölmörgu hlutum sem hið daglega líf krefst af manni. Hér er ákveðinn samfélagslegur þrýstingur að vera alltaf rosalega duglegur. Á tón- leikaferðalagi verður lífið aftur á móti töluvert einfaldara. Í því felst viss slökun og mér líður mjög vel á tónleikaferðalagi.“ Margir brenna út Ólafur hefur einnig samið mikið fyrir sjónvarp á alþjóðavísu en hann segir þá vinnu fara á ís meðan á tónleikaferðalaginu stendur. „Ég geri bara eitt í einu. Ég var að klára tvö verkefni fyrir sjónvarp þannig að tímasetningin er góð. Mér hefur almennt þótt gott að vinna fyrir sjónvarp í skorpum, vinna til dæmis í tvö ár og svo ekk- ert í tvö ár. Þetta er mjög lýjandi vinna og fólk er fljótt að brenna sig út í þessu starfi. Ég er svo lán- samur að geta tekið mér hlé frá því til þess að sinna eigin tónlist og fara í tónleikaferðalög. Það eru ekki all- ir í þessum bransa sem geta það. Ég get meira hoppað inn og út. Ég nýtti heimsfaraldurinn vel og samdi mikið fyrir sjónvarp og það reynd- ist fínn tími til þess. Eins og staðan er núna veit ég ekki alveg hvenær ég tek að mér næstu verkefni,“ seg- ir Ólafur en hann lauk nýverið við að semja tónlist fyrir þættina Sur- face sem sýndir verða á Apple TV+ og svo Moonhaven sem er á vegum AMC Studios. Með fjölbreytta reynslu Ólafur segir það mjög frábrugðið að vinna fyrir sjónvarp og að vinna að eigin tónlistarsköpun. „Það er að vissu leyti skemmtilegast að vinna að eigin tónlist en að sama skapi mjög hollt að komast reglulega út úr eigin búbblu, maður vinnur þá með nýju fólki, öðlast nýtt sjón- arhorn og fjölbreytta reynslu. Þannig snýr maður svo aftur í búbbluna sína með allt þetta í far- teskinu og það er mjög gefandi.“ Engin uppgerðarhógværð Ólafur hefur notið mikillar vel- gengni á heimsvísu, nú síðast var hann tilnefndur til tvennra Grammy-verðlauna auk þess sem hann hefur fengið BAFTA- verðlaunin fyrir tónlist í bresku þáttunum Broadchurch og einnig verið tilnefndur til Emmy- verðlaunanna svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir velgengnina heldur hann sér á jörðinni. „Ég hugsa í alvöru ekki mikið um þetta. Þetta er ekki einhver upp- gerðarhógværð í mér heldur er ég raunverulega ekki mikið að pæla í þessum hlutum. Auðvitað er þetta alltaf smá sjokk þegar maður fær tilnefningar sem þessar en sjokkið varir í tíu mínútur og svo er ég hættur að hugsa um þetta. Þá tekur bara við að þurfa að mæta, og sitja undir ræðuhöldum í þrjá tíma og svo framvegis. Þetta er í raun eins og litlar árshátíðir í bransanum sem er bara skemmtilegt.“ Allir fóru strax í næsta gír Ólafur segir að viðurkenningar sem þessar hjálpi mikið og opni vonandi dyr fyrir fleiri sem vilja feta sömu slóðir. „Þetta minnir fólk á að maður sé til. Ég sá það til dæmis svo ljóst eftir Grammy- tilnefningarnar að útgáfufyrirtækið og þeir sem eru að vinna í kringum mann fóru strax í næsta gír. Ég er svo sem ekki sá fyrsti sem gerir það gott í þessum heimi en maður reyn- ir samt alltaf að flagga fánanum. Vonandi eru dyrnar bara galopnar og að fólk taki eftir því þegar ein- hver gerir það gott,“ segir Ólafur. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Úr búbblu „Það er að vissu leyti skemmtilegast að vinna að eigin tónlist en að sama skapi mjög hollt að komast reglulega út úr eigin búbblu, maður vinnur þá með nýju fólki, öðlast nýtt sjónarhorn,“ segir Ólafur Arnalds. Lífið einfaldara á tónleikaferðalagi - Loks gefst Ólafi Arnalds tækifæri til að fylgja eftir breiðskífu sinni Some kind of peace með tón- leikaferðalagi - Kom út fyrir tveimur árum en fresta þurfti tónleikaferð tvisvar vegna Covid

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.