Morgunblaðið - 28.04.2022, Page 60
60 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022
Þ
að var með töluverðri eftir-
væntingu sem ég hélt í
Sambíóið í Egilshöll að sjá
kvikmyndina um manninn
að norðan, The Northman, og þá
fyrst og fremst vegna þess að Sjón
skrifaði handritið með leikstjór-
anum Robert Eggers því Sjón kom
einnig að handriti Dýrsins sem var
einhver óvæntasta bíóánægja síð-
asta árs og var því von á góðu.
Stikla myndarinnar hafði auk þess
kitlað forvitnina og vakið eftirvænt-
ingu en í henni sést hinn vörpulegi
Alexander Skarsgård dýrslegur af
bræði, ataður auri og blóði og
þreknari en nokkru sinni fyrr, að
kljúfa menn í herðar niður. Holn-
ingin öll minnti meira á bjarndýr en
mann og svo birtist líka hún Björk
okkar Guðmundsdóttir í nornarlíki
með engin augu. Jahérna hér, ein-
hver yrði nú bíóveislan!!
Og já, sannarlega er The North-
man bíóveisla og heillandi þær
myndir sem Eggers dregur upp á
hvíta tjaldinu með sínu hæfileika-
fólki. Handritið er byggt á Amlóða-
sögu sem Shakespeare mun hafa lit-
ið til þegar hann skrifaði Hamlet.
Segir sagan sú, eða goðsögnin öllu
heldur, af konungssyni sem leikur
fávita til að bjarga sjálfum sér þeg-
ar föðurbróðir hans myrðir kónginn
föður hans, til að hefna hans síðar.
Þá goðsögu mun víðar hægt að
finna í vestrænni menningu, eins og
fram kemur í texta eftir leik-
húsmanninn enska Peter Brook í
leikskrá Borgarleikhússins fyrir
uppfærslu þess á Hamlet leikárið
2013-14 og skrifar hann m.a. að víst
sé að rætur verksins liggi djúpt í
þjóðsögum og munnmælum.
Með berserkjum
En hvað sem þeim uppruna líður og
innblæstri Shakespeare þá er sagan
í The Northman á þá leið að kon-
ungurinn Aurvandill (Hawke) snýr
aftur í ríki sitt á írskri strönd eftir
langan hernað, ásamt bróður sínum
Fjölni (Bang) og föruneyti. Drottn-
ing hans Guðrún ( Kidman) og tán-
ingssonurinn Amlóði (Oscar Novak)
taka vel á móti honum og virðist allt
leika í lyndi þar til kóngur er óvænt
veginn af bróðurnum og tekst Am-
lóða naumlega að flýja. Hann leggur
á hafið í árabáti og þylur upp í sí-
fellu að hann ætli að hefna föður
síns, bjarga móður sinni og drepa
frænda sinn.
Mörgum árum síðar er Amlóði,
nú leikinn af Skarsgård, aftur við
árarnar og orðinn fullorðinn og
heldur óárennilegur. Hann rær með
hópi karla og þegar komið er í land
ganga þeir ógurlegan berserksgang
áður en þeir ráðast hálfnaktir inn í
slavneskt þorp og drepa þar mann
og annan. Eftirlifandi þorpsbúa
hlekkja þeir og hyggjast flytja út
sem þræla. Amlóði hittir óvænt fyr-
ir örlaganorn eina (Björk) sem segir
honum að Fjölnir sé nú orðinn stór-
bóndi á Íslandi eftir að hafa flúið
undan mönnum Haralds hárfagra
Noregskonungs. Amlóði sér þá leik
á borði og þykist vera einn þræl-
anna. Eru þeir fluttir til Íslands þar
sem Amlóði verður þræll Fjölnis og
leggur á ráðin. Hin fagra og fjöl-
kunnuga Olga (Taylor-Joy), ein
þrælanna, leggur honum lið og
verða þau ástfangin. Sýnir sækja á
Amlóða og þá m.a. af ættartré hans
sem breytist eftir því sem á líður og
hann áttar sig á því hver örlög hans
eru og að þau geti hann ekki flúið.
Engu ofaukið
Meira skal ekki sagt um söguna
sem er einföld í grunninn og þau
stuttu samtöl sem finna má í mynd-
inni minna oftar en ekki á Íslend-
ingasögur þar sem engar eru mála-
lengingarnar og mikil viska fólgin í
fáum orðum. Eggers lætur mynd-
irnar tala sínu máli og sýnir ýmsa
fyrirboða og sýnir sem eru tilkomu-
miklar og litir og birta eru oft þann-
ig að maður vildi gjarnan staldra
lengur við til að meðtaka betur
sjónarspilið. Má þar nefna stjörnu-
bjartan himin sem lýsir upp Amlóða
á göngu hans eftir ísi lögðu lands-
lagi í myrkri, valkyrju sem ríður í
átt til himins og berserki sem dansa
hálfnaktir við opinn eld. Bardaga-
atriðin eru mögnuð og eitt það
fyrsta mun vera ein taka þó það
standi yfir í margar mínútur og
maður gleymir nánast að anda, slík-
ur er ofsinn og krafturinn í leikur-
unum. Er það ekki síst Skarsgård
að þakka sem er sniðinn í hlutverk
Amlóða. Hann er algjört heljar-
menni í þessari kvikmynd og aðeins
kraftajötunninn Hafþór Júlíus
Björnsson gnæfir yfir hann í eftir-
minnilegu knattleiksatriði. Björk og
Ingvar E. Sigurðsson eru einnig í
litlum en mikilvægum hlutverkum
og fara bæði á kostum, Björk sem
örlaganorn og Ingvar sem einkenni-
legur seiðkarl sem hefur milligöngu
um samtal við framliðið hirðfífl.
Fíflið leikur Willem Dafoe (það er
að segja á meðan fíflið er á lífi) og
kitlar þá hláturtaugar bíógesta.
Henti einhver leikari fullkomlega í
hlutverk hirðfífls þá er það hann.
Höfuðið á fíflinu kemur svo síðar við
sögu, líkt og höfuðkúpa Jóriks í
Hamlet.
Valinn maður í hverju rúmi
Leikaravalið er prýðilegt á heildina
litið og greinilegt að með því átti
líka að laða að breiðan hóp bíógesta
og tryggja aukið fjármagn til fram-
leiðslunnar. Bandaríkjamaðurinn
Hawke og Ástralinn Kidman eru
bæði kvikmyndastjörnur líkt og Sví-
inn Skarsgård og er nauðsynlegt að
leiða hjá sér þann litla aldursmun
sem er þeim á Kidman og Skars-
gård sem leika mæðgin. Skarsgård
er níu árum yngri en Kidman og til
gamans má geta að þau léku hjón í
þáttunum Big Little Lies fyrir fá-
einum árum. Þetta klúður gleymist
þó fljótt og er auðveldlega fyrir-
gefið. Hawke er traustur í hlutverki
konungsins þó ekki sýni hann svo
sem neinn stórleik en Daninn Claes
Bang stelur hins vegar senunni í
hlutverki illmennisins Fjölnis. Bang
virðist alltaf leika áreynslulaust og
augnaráðið eitt fær kalt vatn til að
renna manni milli skinns og hör-
unds.
Ekki má gleyma ensku leikkon-
unni Önyu Taylor-Joy, stjörnunni
úr þáttunum Queen’s Gambit, sem
vakið hefur mikla og verðskuldaða
athygli hin síðustu ár. Hér sýnir
hún á sér jafnt mjúkar sem harðar
hliðar og persóna hennar sterk kona
í karlaveldi og rödd skynseminnar
þegar á reynir. Kidman kemur svo
skemmtilega á óvart undir lok
myndar og má segja að þar verði
ákveðin umbreyting á Guðrúnu.
Er hægt að biðja um meira?
The Northman er vægðarlaus of-
beldismynd, ráðgáta, ástarsaga og
klassískur hefndarþriller með dul-
rænu ívafi og minnum úr fornum
norrænum sögum. Hefndarsögur
enda jafnan illa, eins og þekkt er, og
sá sem leggur í slíka för veit að þar
með storkar hann örlögunum.
Allt útlit myndarinnar er óað-
finnanlegt, oftar en ekki tilkomu-
mikið og greinilegt að ekkert hefur
verið til sparað. Þetta er stórmynd,
eins og þær hétu hér í gamla daga,
en þó engan veginn dæmigerð sem
slík. The Northman er kvikmynd
sem hrífur mann með sér og heldur
manni föngnum og þá sérstaklega
þegar spennan er hvað mest, þegar
þungur trumbusláttur tónlistar-
innar dynur á manni í bland við ösk-
ur berserkjarins Skarsgård. Þetta
er kvikmynd sem verður að sjá í
bíó, á stóru tjaldi og með öflugu
hljóðkerfi. Svona á bíó að vera eða
er hægt að biðja um meira? Ég held
ekki.
Enginn má sköpum renna
Berserkur Alexander Skarsgård í hlutverki Amlóða, tilbúinn að höggva mann og annan, í The Northman.
Sambíóin, Smárabíó og
Borgarbíó
The Northman bbbbb
Leikstjóri: Robert Eggers. Handrit: Sjón
og Robert Eggers. Aðalleikarar: Alex-
ander Skarsgård, Anya Taylor-Joy,
Nicole Kidman, Claes Bang og Ethan
Hawke. Bandaríkin og Bretland, 2022.
136 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
Tónlistarstyrkir Rótarý fyrir árið
2022 voru afhentir á tónleikum,
sem haldnir voru í Tónlistar-
miðstöð Austurlands á Eskifirði síð-
astliðinn sunnudag. Styrkina hlutu
Sólveig Vaka Eyþórsdóttir fiðlu-
leikari, sem er við meistaranám í
Leipzig í Þýskalandi, og Alexander
Smári Edelstein píanóleikari, sem
stundar meistaranám í Maastricht í
Hollandi. Hvor styrkur nemur
800.000 krónum. Annan styrkinn
veitir Rótarýumdæmið á Íslandi og
Rótarýklúbbur Héraðsbúa hinn.
Hlín Pétursdóttir Behrens, söng-
kona, rótarýfélagi og kennari við
tónlistarskólana á Fljótsdalshéraði,
annaðist undirbúning dagskrár-
innar og kynnti í upphafi Stefán
Baldursson, formann stjórnar Tón-
listarsjóðs Rótarý. Hann rakti sögu
tónlistarstyrkja Rótarý, sem út-
hlutað hefur verið árlega síðan
2005 og hafa 30 ungir listamenn
hlotið þá.
Þau Sólveig Vaka og Alexander
Smári komu fram og léku einleik á
sín hljóðfæri, fiðlu og píanó, verk
eftir J.S. Bach og F. Schubert. Auk
þess fluttu þau saman verk eftir
Tchaikovsky. Ungu tónlistarmönn-
unum var mjög lofsamlega tekið
með langvarandi lófataki.
Á seinni hluta tónleikanna komu
fram fjórir söngvarar af Austur-
landi og Norðurlandi, þau Hlín Pét-
ursdóttir Behrens sópran, Erla
Dóra Vogler messósópran, Árni
Friðriksson tenór og Valdimar
Hilmarsson barítón. Á píanóið léku
Helena Guðlaug Bjarnadóttir og
Daníel Þorsteinsson.
Ljósmynd/MOA
Styrkþegarnir Alexander Smári og Sólveig Vaka léku nokkur verk á píanó og fiðlu.
Sólveig Vaka og Alexander Smári styrkt
HÁREYÐING
Sársaukalausmeðferð
með nýjustu tækni
Fjarlægir
óæskilegan hárvöxt
Háreyðing er varanleg lasermeðferð
byggð á nýjustu tækni frá einum fremsta
framleiðanda heims á sviði laser háreyðingar.
Ve
13
Við to réttu
Pe
21 re
Við
ta 13