Morgunblaðið - 05.05.2022, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.05.2022, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 5. M A Í 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 104. tölublað . 110. árgangur . 5.-8. maí Sigraðu innkaupin GETA FRAMLEITT FJÓRFALT FLEIRI DÓSIR EN ÁÐUR MIKILFENGLEGUR PÍANÓKONSERT ÖRLAGASPILIN MIKILVÆGUSTU SPILIN Í STOKKNUM VÍKINGUR OG JOHN ADAMS 64 KENNIR Á NETINU 12ÖLGERÐIN 30 Hávær fagnaðarlæti brutust út þegar bandaríski tónlistar- maðurinn Khalid steig á svið í gærkvöldi í Laugardalshöll- inni. Hljómsveitin Reykjavíkurdætur og söngkonan GDRN hit- uðu upp fyrir söngvarann og voru áhorfendur orðnir fullir eftirvæntingar þegar hann lét loks sjá sig. Söngvarinn hefur aldrei áður komið til Íslands en hann gerði sér lítið fyrir í fyrstu heimsókninni og frumflutti lagið Skyline, sem hann gaf út í síðustu viku, fyrir landsmenn. Morgunblaðið/Eggert Frumflutti lag í fyrstu heimsókninni Seðlabanki Íslands hækkaði í gær stýrivexti í landinu um eitt prósentu- stig og nema meginvextir bankans nú 3,75%. Sambærileg hækkun var síðast kynnt árið 2008 í kjölfar bankahrunsins. Hækkunin núna byggist á mikilli hækkun fast- eignaverðs og verðbólgu sem hefur ekki mælst hærri í rúman áratug. Seðlabankinn í Bandaríkjunum kynnti einnig stýrivaxtahækkanir í gær en þær námu hálfu prósentu- stigi. Var sú ákvörðun einnig tekin með hliðsjón af vaxandi verðbólgu í landinu. Jerome Powell seðla- bankastjóri segir ekki útilokað að grípa þurfi til frekari hækkana, en það verði rætt á næstu fundum. »6 Mesta hækkun frá hruni - Vextir upp um 1% _ Atburðarásin sem tengdist að- draganda eldgossins í Fagradals- fjalli mun væntanlega hafa áhrif á það hvernig menn byggja og nýta Reykjanesskagann í framtíðinni, að sögn Ólafs G. Flóvenz, jarðeðlis- fræðings og fv. forstjóra ÍSOR. Ólafur er leiðandi höfundur nýrr- ar fræðigreinar sem birtist í einu virtasta og áhrifamesta vísinda- tímariti heimsins, Nature Geo- science. Þar kemur meðal annars fram að landris í janúar, mars og maí 2020 hafi líklega stafað af há- þrýstu gasi sem kom frá kviku djúpt undir Fagradalsfjalli. »10 Áhrif á nýtingu á Reykjanesskaga Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fagradalsfjall Mikil kvika var undir. Fyrirtæki og almenningur hafa tek- ið saman höndum við að safna saman þeim nauðsynjum sem flóttafólk sem hingað er komið frá Úkraínu þarf á að halda. Rauði krossinn hefur staðið fyrir fatasöfnun auk þess sem neyðar- söfnun á hans vegum hefur gengið ótrúlega vel. Um 145 milljónir hafa safnast og segir Brynhildur Bolla- dóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, að viðtökurnar hafi sjaldan eða aldrei verið jafn góðar. Fjár- munir nýtist langbest, vilji fólk styðja flóttafólkið. Góði hirðirinn hefur séð flótta- mönnum fyrir innbúi í samstarfi við sveitarfélögin. Þangað koma flótta- fjölskyldur á hverjum morgni og velja sér það sem þarf á heimilið. Ýmis fyrirtæki hafa lagt sitt af mörkum. ELKO hefur gefið raftæki, spjaldtölvur og afþreyingu í 37 íbúð- ir sem flóttamönnum hefur verið út- hlutað. Framkvæmdastjórinn Óttar Örn Sigurbergsson segist ánægður að geta hjálpað enda sé erfitt að hugsa til þess hvernig aðstæður flóttafólksins séu. Hótelkeðjan Íslandshótel tók þá ákvörðun að sjá fjölda flóttamanna fyrir rúmum. Rúmum í góðu standi af tvö hundruð herbergjum hefur verið komið áfram til flóttamanna. Gefa raftæki, húsgögn, fatnað og fjármuni - Vel gengið að safna fyrir úkraínska flóttamenn á Íslandi M„Það leggjast allir á eitt“ »14 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Á flótta Um 145 milljónir hafa safn- ast í neyðarsöfnun Rauða krossins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.